Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 1
37. tbl. XXVII. árg. Sunnudagur 5. október 1952 EGILL HALLGRÍMSSON: Ljósprentun uppdrátta í JÚNÍMÁNUÐI síðast liðnum voru þrjátíu ár liðin síðan farið var að ljósprenta uppdrætti með rafmagnstækjum hér á landi. Þetta var mjög þörf nýung og markaði tímamót í byggingariðnaði hér og vélaiðnaði. Þótti því rétt að þessa yrði minnzt um leið og hin mikla iðnsýning er hér. Lesbók hefur því beðið annan frumkvöðul ijósprentunarinnar, Egil Hallgrímsson kennara, að segja sögu hennar og skýra fyrir les- endum hvernig slík ljósprentun er og hvert er hlutverk hennar í sam- bandi við alls konar framkvæmdir. EFTIR aldamótin 1900 fara bygg- ingaframkvæmdir að aukast mjög í Reykjavík og eftir árið 1905 eru byggð flest timburhúsin litlu við Grettisgötu og Njálsgötu og fleiri götur, sem þá voru varla nema nafnið eitt. Þáverandi bygginga- nefnd bæarins gerði ekki meiri kröfur til uppdrátta af húsum en að smiðirnir sjálfir rissuðu húsin upp með blýanti, aðallega hús- grindina, á alls konar pappír, jafn- vel reikningseyðublöð, og fengu það samþykkt af bygginganefnd. Þegar svo árin líða fer bygginga- nefnd að gera meiri kröfur til upp- dráttanna og þá vandast málið, því að jafnframt er þess krafizt að tvö samrit að uppdrætti að hverju húsi séu lögð fyrir bygginganefnd. Smiðir þeir, sem þá stóðu fram- arlega í byggingamálum bæarins, höfðu fengið hugmynd um að ein- hvern veginn væri hægt að fjölga uppdráttum á annan veg en þann, að draga þá upp aftur, sem var tvö- falt verk og margfalt ef um mörg eintök var að ræða. Þeir höfðu séð, erlendis frá, blákopíur, ljósprent- aða uppdrætti á bláum pappír með hvítum línum. Svo að vitað sé munu þeir Finnur O. Thorlacius, byggingameistari og Jens Eyólfs- son, byggingameistari, hafa fyrstir kynnt sér þessa aðferð og fengið sér áhöld, sem þurfti til þessa, en þau voru trérammi með gleri (1. mynd) og baðskál. Var uppdráttur- inn, sem varð að vera dreginn með teiknibleki (tusch) á gegnsæan teiknipappír, lagður á glerið, ljós- næmur pappír bak við, þykkt filt sett aftan við pappírinn og bak rammans síðan spennt að með fjöðrum, og sólin síðan látin skína á uppdráttinn misjafnlega langan Egill Ilallgrímsson tíma, eftir því hve birtan var mik- il, pappírinn ljósnæmur og teikni- pappírinn gegnsær. Þegar liðinn var hæfilega langur tími var bakið í rammanum losað, ljósnæmi papp- írinn tekinn, settur í vatn og bað- aður, en til þess voru notaðar stór- ar blikkskálar. — Við vatnsbaðið breyttist litur ljósnæma pappírsins þannig, að uppdrátturinn kom út með hvítum línum á bláum grunni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.