Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 477 r e • Olafur Þorvaldsson Gálgahraun og Eskineseyrar í LESBÓK Morgunblaðsins, 31. tbl., skrifar Árni Óla blaðamður grein, sem hann nefnir Gálgahraun. Greinin er hin fróðlegasta, svo sem vænta mátti úr þeirri átt. Þar lýsir höfundur vel og glögglega þessum afvikna stað, Gálgahrauni, legu þess, margbreyttri náttúrusmíð, gróðri og fuglalífi. Einnig rekur hann í grein þessari allýtarlega gamlar harmsögur, sem tengdar eru þessum stað, — en sem betur fer, eru fyrir löngu hættar að end- urtakast hér á landi. Þetta eru gamlar íslenzkar raunasögur, sem verður að segja svo sem til hafa gengið, ef á þær er minnst. Þegar ég hafði lesið umgetna grein, þá datt mér í hug, hvort úr vegi væri, að sagt væri dálítið meir frá stað þessum, sem þótt svo nálægur sé mestu miðstöð allra ferðalaga, er nú sennilega mjög fá- farinn og allur fjöldinn veit ekk- ert um, að hann hafi nokkru sinni verið nokkrum til nota, þangað hafi víst fátt nýtilegt verið að sækja. Ég mun því í línum þessum bregða upp augnabliks mynd af því, hvernig menn af næstu bæj- um og byggðarlögum notfærðu sér hlunnindi þau, sem þarna buðu sig fram. Nú hefir staður þessi orðið útundan, og enginn talar leng- ur um að fara „inn í Gálgahraun“, til eins né neins. Tímarnir hafa breytst, — mennirnir hafa breytst. Þeir, sem einkum notfærðu sér það, sem þarna var að hafa, voru aðal- lega Garðhverfingar, dálítið Hafn- firðingar og Hraunsholtsbóndinn, einkum beit. ----o---- Úr Hafnarfirði og Garðahverfi mun vera sem næst þriggja stundarfjórðunga gangur í Gálgahraun. — Meðan flestir fóru gangandi í allar skemmri ferð- ir, varð margur spottinn einum og öðrum helzt til langur, einkum þeg- ar mikið var borið og veður og færð misjafnt. Nú má segja að flestar vegalengdir séu horfnar með breyttum samgöngutækjum, enda flestir, sem eitthvað ferðast, sem kjósa hinar fljótfarnari leiðir. Við þetta gleymast, jafnvel týnast, margir hinna ósnortnu staða, og er þetta því meiri eftirsjá, sem margir þessir staðir búa yfir göml- um sögnum, fegurð og friðsæld. Árni Óla hefir manna mest unn- ið að því að vekja athygli fólks á mörgum þessara afskekktu staða, og veit ég að hann telur sig hafa fengið „borgaða skóna“, sem hann hefir slitið í ferðum sínum á þess- ar slóðir. Ég get búist við að nú finnist ýmsum heldur lítið koma til hlunn- inda þeirra, sem þessi staður lét í té, meðan nýttur var, en muna verður það, að þá voru aðrir tím- ar en nú eru og menn lutu þá oft að því, sem nú er framhjá geng- ið, enda ekki lengur þörf slíkrar nýtingar. Þeir, sem einkum fóru til að- drátta í Gálgahraun voru aðallega Garðhverfingar, svo og eitthvað Hafnfirðingar, og var það þang og marhálmur, sem þangað var sótt, og var það bæði rekaþang og skorið þang. — Betra þótti 'rekaþang til brennslu, en þang það, sem skorið var, aðallega fyrir það, að minna salt virtist í því og þornaði því fyrr. Þangið var borið upp úr fjör- unni á þerrivöll, og var stundum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.