Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 473 Heimurinn er enn í smíðum 100.000.000.000.000.000.000.003 sólís' GREIN þessi er eftir Otto Struve, forstöðumann stjörnufræðideildar háskólans í Kaliforníu. Hún birtist í „Engineering Experiment Station News“, sem gefið er út af vélfræðideild ríkisháskólans í Ohio. Hér er sagt frá nýustu athugunum og niðurstöðum í stjörnufræði, og mun það vekja athygli, að vísindamönnum í þeirri grein kemur nú saman um að heimurinn sé enn í smíðum — að enn sé sólir og sólhverfi að skapast. EF ÞÚ ert úti staddur á björtu vetrarkvöldi og virðir fyrir þér stjörnuþakið himinhvelið, þá mun þig undra hvílíkan aragrúa af stjörnum þar er að sjá. Það eru þó ekki margar stjörnur, sem menn sjá með berum augum, eitthvað um 3000. En ef þú fengir að líta í einhverja stóru stjörnu- sjána, eða skoða ljósmyndir þær, sem teknar eru með þeim, þá verð- ur stjörnumergðin alveg ótrúleg. Stjörnufræðingar hafa talið stjörnur á ýmsum ákveðnum svæð- um, og á þann hátt hafa þeir kom- izt að þeirri niðurstöðu, að í vetrar- brautinni, sem sólhverfi vort er í, sé fjöldi sólnanna að minnsta kosti hundrað þúsund milljónir, eða 100.000.000.000. Mikilleiki alheimsins. Þessi vetrarbraut er þó aðeins ein á meðal óteljandi vetrarbrauta. Á myndum þeim, sem teknar eru með 200 þumlunga stjörnusjánni á Palomarfjalli, koma fram fleiri vetrarbrautir heldur en stjörnur í vorri vetrarbraut. Sennilega eru það engar öfgar að fullyrða, að vetrarbrautirnar sé tíu sinnum fleiri heldur en sólir eru í vorri vetrarbraut. Og sé nú jafnmargar sólir í hverri vetrarbraut, þá finnst tala sólnanna í himingeimnum með því að margfalda saman þessar gríðarlegu tölur, og útkoman verð- ur 10 með 22 núllum fyrir aftan, eða 100.000.000.000.000.000.000.000. Það er merkilegt við sólirnar að ákaflega mikill munur er á birtu þeirri, er þær bera. Hundastjarnan, öðru nafni Síríus, er um 2000 mill- jón sinnum bjartari en daufustu stjörnurnar, sem sjást með berum augum. Þið munuð nú kannske segja að þetta sé ekki að marka, því að mismunur á fjarlægð ráði mestu um það hve bjartar stjörn- urnar eru. Auðvitað er nokkuð til í þessu. Sumar stjörnur eru miklu nær oss en aðrar. En samt getum vér séð með berum augum að mikill munur er á birtu þeirra. Sumar stjörnur eru milljón sinn- um bjartari en sólin, sem oss lýsir. Reynið að gera yður grein fyrir þeim mismun. Reynið að ímynda yður sól, sem er milljón sinnum heitari og milljón sinnum bjartari heldur en sól vor! En svo eru líka til sólir, sem bera milljón sinnum minni birtu heldur en sól vor. Sólirnar eru orkustöðvar. Stærð sólnanna er mjög mis- munandi. Hinar stærstu, sem þekkj -ast, eru mörg þúsund sinnum stærri en vor sól. En svo eru líka til svo smáar sólir, að þær eru ekki öllu stærri en tunglið. Enn er geisilegur munur á þétt- leika sólnanna, eða þunga þess efnis, sem þær eru gerðar af. Sum- ar solir eru ekki nema 1/10 að þétt- leika á móts við vora sól, en svo eru aðrar sólir sem eru hundrað sinnum þéttari en hún. Mismunur- inn er óskaplegur. En um allar þessar sólir gildir órjúfanlegt nátt- úrulögmál: því þéttari sem sólirnar eru, þeim mun bjartari eru þær. Af birtu sólar er hægt að mæla útstreymi hennar, og þá kemur í ljós að sóhrnar eru orkustÖðvar og þeim mun öílugri, sem efni þeirra er þéttara. Það er aðeins skammt síðan að menn skildu hvað veldur orkuút- streymi sólnanna, þessu gríðarlega magni ljóss og hita, sem þær senda út í himingeiminn. Fyrir 20—25 árum voru menn þó byrjaðir að átta sig á þessu. Þeir vissu til dæm- is, að örlítið brot úr sólunni, vér skulum segja svo sem tenings- þumlungur, framleiddi meira ljós en hægt var að gera með þeirri aðferð, er efnafræðin hafði yfir að ráða. Hafi maður nokkur grömm af eldfimu efni og brennir því, þá framleiðist ljós og hiti, og orku ljóssins og hitans er hægt að mæla svo að menn viti upp á hár hverju hún nemur. Á sama hátt getum vér nú mælt með fuilkomnum tækjum hve mikla orku ljóss og hita jafn- mikið efni í sólinni sendir frá sér. Af ýmsum ástæðum gerum vér ráð fyrir því að sólin sé um 3000 mill- jóna ára gömul, og samkvæmt því reiknast mönnum svo að á þeim tíma hafi hver únsa framleitt orku er nema mundi um milljón kíló- watt stunda. Og er það þá um milljón sinnum meiri orka en hægt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.