Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 10
473 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hrófað upp garðabrotum, sem þangið var svo breitt á, því bezt blés það þannig. Þegar þangið var orðið þurrt, báru menn það oftast heim á sjálfum sér, í stórum byrð- um eða sátum, þar eð fæstir þurra- búðarmenn áttu hesta. Þetta var langur burður og veg- urinn heldux siirður. — Já, svona var þetta þá. ----o---- Um marhálminn, sem einnig rak þarna á land, aðallega úr Lamb- húsafjöru, er svipaða sögu að segja, hvað umhirðu áhrærir, — en hann var ekki notaður til eldsneytis, til þess var hann algjörlega ónýtur. Marhálmurinn var eingöngu notað- ur til einangrunar í hús, sem byggð voru úr timbri, sem fle&t voru í þá daga. Marhálmurinn var seldur til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og keyptu Reykvíkingar hann mik- ið, þegar byggð voru fyrstu íshús- in þar, svo sem Nordals íshús og ísbjörninn. Allur var marhálmur- inn fluttur á sölustað á hestum í svo stórum sátum, að huldu að mestu hestana, svo léttur var hann vel þurr. Úr því ég minnist á mar- hálm og sölu hans, get ég ekki á mér setið að minnast hér þess manns, sem lengst mun hafa hald- ið uppi sölu marhálms til áður- nefndra staða. Maður þessi var Álftnesingurinn Guðmundur Þór- oddsson í Lásakoti. Guðmundur var mjög bagaður á fótum, og var alþekktur undir nafninu „Gvend- ur á kartöflunum". Enga sök átti Guðmundur á þessari fótabæklun og var viðurnefnið ómaklegt. Mörg síðustu ár marhálmsversl- unar sinnar flutti Guðmundur hann á tveimur hestum og gekk sjálfur í kaupstaðinn, hvort held- ur var til Reykjavíkur eða Hafnar- fjarðar, og var undravert, hve hann entist til að staulast þessu löngu leið, oft dag eftir dag, jafn átakan- lega og hann var bagaður. Úr kaupstað sat svo Guðmundur á öðru hrossinu, á reiðingsmeljunni, en hengdi hitt af reiðingnum á hitt hros6Íð, ásamt einhverjum trúss- um, því allvel varð Guðmundi víða til. Fyrir kom það, á þessum versl- unarferðum Guðmundar, að Bakk- us slóst í för með honum, og gættu þeir þá ekki ávallt sem bezt, hvern- ig fór á trússunum, enda kom víst fyrir að eitthvað fór þar forgörð- um. Nokkuð mun það hafa staðið á endum, að Guðmundur varð fyrir aldurs sakir að hætta versl- un sinni og að menn hættu að kaupa marhálminn, vegna þess að þá kom annað einangrunarefni á markaðinn (spænir og sag frá timb- urverksmiðjum) og að marhálmur- inn upprættist með öllu á þessum slóðum, aðallega veturinn 1918— 1919. Mestan marhálm sinn mun Guðmundur hafa fengið kringum Skógtjörn og máske eitthvað frá Lambhúsatjörn. -----o----- Þá er að minnast lítillega á gagn það, sem menn höfðu af Gálga- hrauni, til landsins. Gálgahraun lætur ekki mikið yf- ir gróðri þeim, sem það býr yfir, en hann er meiri heldur en flesta grunar, sem líta það úr fjarlægð. Gálgahraun fæddi og fóstraði marga sauðkindina, meðan menn hagnýttu sér útibeit. Þó var beit- in þar ekki með öllu áhættulaus. Gálgahraun, sem er nyrzti hluti Garðahrauns, á sér engin ákveðin mörk að sunnan í hrauninu. Má því segja að Garðahraun breiði þarna úr sér þvert yfir nesið milli tveggja fjarða, Hafnarfjarðar og Skerjafjarðar. Vestasti hluti Garða- hrauns kallast „Klettar“, og liggur Gálgahraun í norðurbrún þessa svaeðis. Áðurá árum, þegar Hafn- firðíngar og Garðhverfingar, áttu sauðfé svo nokkru nam, mun það lengi hafa verið, að sérstakar ætt- ir fjárins fundu út, að í klettunum var gott að vera. Það urðu því mest sérstakir stofnar, sem héldu sig á þessu landi, allan tíma árs, að und- anteknum þeim stutta tíma, sem fé var á fjalli, og eitthvað af því var þar allt sumarið. Að fé þessu, eða Kletta-fénu, eins og það var kallað. var oftast gerð sérstök smölun, þar eð landið er afar leitótt, erfitt yfir- ferðar og féð meinrækt. Beit í Klett unum, ásamt Gálgahrauni, var góð, og fjörubeit, hvort heldur til suð- urs eða norðurs, að tæplega brást. Gekk því Klettaféð að mestu úti og töldu fjármenn í Hafnarfirði á þeim tíma, að vel mætti fara með fé þetta á húsi, ef jafnast ætti við beitina í Klettunum. Fyrir jörð tók þarna mjög sjaldan og skjól fyrir öllum áttum svo gott, að á betra varð ekki kosið. Fé þetta gekk oft að sjó við norð- urjaðar Gálgahrauns og inn á „Eyr- ar“, og stóð þá oft í miklum mar- hálmsreka, sem talinn var vera á við töðugjöf, þá nýr var. ----o---- Hrauntanga þann, sem Árni Óla minnist á, og gengur fram í sjó, milli Arnarnessvogs og Lambhúsa- tjarnar, hefi ég frá æskuárum heyrt nefndan „Eskineseyrar“ og munu eldri nágrannar þessa stað- ar enn kannast við það nafn, þótt engin viti nú, af hverju dregið er. Mér hefir dottið í hug, hvort ekki sé hugsanlegt að Hraunsholtsháls- inn eða vestur hluti hans, hafi ein- hverntíma heitið Eskines og tangi þessi, sem liggur þarna skammt vestar, tekið nafn þar af. Þrír nyrðri hálsarnir, sem liggja milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, heita, sem alkunnugt er, Arnarnes, Kársnes, sem oftast var nefndur Kópavogsháls — og Eskihlíð. Er ekki hugsanlegt, að syðsti hálsinn hafi einhvern tíma heitið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.