Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Síða 12
rr 480 : ~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS staða væri sæmileg, og natni og 1 kunnátta viðhöfð. Þar eð Garðakirkja átti þetta land, og svo vildi til, að mjög skajnmt undan var mikið varp- land, Bessastaðanes, og fugl fór mikið um sundið milli nessins og Eyranna, mun síra Þórarinn hafa talið ómaksvert, að reyna hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af fugli, sem þarna fór um, til þess að taka heima á Eskineseyrum, væri eitthvað til þess gert, byggð hreiður og annað, sem fylgir þess konar starfsemi. Hann lét því ekki við hugmyndina eina sitja, heldur lét hann byggja kofa þann, sem enh sést móta fyrir og flutti þang- að karl og konu, sem búa skyldu í hagin.n fyrir æðarfuglinn. Einnig lét hann þau hafa með sér nokk- ur hænsn, þar eð talið var að hænsn lokkuðu fuglinn að með vaþpi sínu úti við, ásamt söng han- ans. Lítinn eða engan árangur mun tilraun þessi hafa borið og var því bráðlega hætt frekari tilraun í þessa átt, og hefir víst ekki síðan verið freistað að koma æðarvarpi upþ á Eskineseyrum. Hvenær skyldu menn taka til að erja þetta land að nýju? Allt bíður sins tíma, líka það. ★ ★ ★ ★ Gömul kona fór í sjóferð í fyrsta skipti á ævinni. Iienni var sýndur sá kléfi, sem hún átti að vcra í, og þegar hún hafði verið þar um stund, gekk hún upp á þiljur og fór að skoða skip- ið. En svo rataði hún ekki aftur til klefa síns. Hún fór til stýrimanns og tjáði honum vandræði sín. — Hvaða tala var á klefanum yðar? spurði hann. — Það veit ég ekki, sagði hún/en þér ættuð að geta fundið hann, því að vitinn var beint á móti glugg- l anum. „Ástar * ------¥------- Hvernig mönnum var kennt að eta tómata. ------¥------- T Ó M A T A R eru nú taldir meðal hinna beztu ávaxta. En það var öðru vísi áður fyr. Þá heldu menn að tómatar væri baneitraðir og forðuðust að leggja þá sér til munns. Það var að nokkru leyti byggt á hjátrú, en að sumu leyti studdist sú skoðun við það, að tómatjurtin er náskyld tóbaksjurt- inni, sem er eitruð, eins og menn vita. Og svo hefur sjálfsagt fleira komið til greina. Tómatarnir voru ekki jafn glæsilegir úthts þá eins og þeir eru nú, síðan garðyrkju- fræðingarnir hafa kynbætt þá og gert þá slétta og gljáandi. Áður voru þeir hrukkóttir eins og sveskja. En hturinn á þeim var jafn glæsi -legur og hann er enn, og vegna þess voru tómatar ræktaðir í görð- um til skrauts. Þeir voru líka kall- aðir „ástar-epli“ og ef ungur maður gaf stúlku tómat, þá var það tákn þess að hann elskaði hana. En að nokkrum manni dytti í hug að eta ástar-eplin — nei, það kom ekki til nokkurra mála. Hvernig stendur þá á þvf að tómatar eru nú notaðir ávaxta mest til manneldis? Það er saga að segja frá því. Maður er nefndur Robert Gibbon Johnson og var einn meðal land- némanna í Salem í New Jersey. Hánn var mikill maður á velli og hæfileikamáður. Hann varð uridír- foringi í riddaraliðinu. Hann varð dómari og átti sæti í löggjafarnefnd ríkisins. Ilann var ríkur maður og mikils metinn af kirkjunni. Hann eplin“ stundaði nám við Princeton og varð síðar forstjóri þeirrar stofn- unar. Hans er því víða getið. En fæstir vita um það afrek er hann ætti að vera frægastur fyrir, en það var þegar hann kenndi mönn- um að eta „ástar-epli“. Hann hafði einhvern tíma farið að eta tómata af rælni, og honum þótti þeir undir eins góðir. Hann fann og þegar að ekki gat komið til mála að þeir væri eitraðir, því að þeir endurnærðu hann og virt- ust hafa góð áhrif á heilsu hans. Hann þóttist því sjá að hér væri um forláta ávöxt að ræða og það yrði að kenna mönnum að færa sér gæði hans í nyt. Og þegar Johnson hafði tekið einhverja ákvörðun, þá var hann ekki á því að gefast upp. Nú skyldi mönnum kennt átið á tómötum. Hann byrjaði á því að tala við vini sína og nágranna um ágæti tómatanna og reyndi á allan hátt að fá þá til þess að reyna þessa ávexti. En það var eins og að klappa harðan steininn. — Sumir sperrtu brýrnar og sögðu: „Nei, takk,“ en aðrir sögðu blátt áfram að hann væri orðinn geggjaður. Honum fell þetta illa, en hann minntist þess, sem stendur í biblí- unni, að eriginn verður spámaður í fæðingarborg sinni. Þó var hann ekki á því að gefast upp og hann braut heilann lengi um það hvaða ráð hann ætti að finna til þess að kveða niður hleypidóma manna. Svo var það einn góðan veðurdag árið 1820 að hann gekk til dómhúss- ■ ins í Salem með litla körfu fulla af' tómötum í hendinrii. Hann sett- ist á tröppur hússins og byrjaði að stýfa tómata úr hnefa. Brátt safn- aðist þarna að fjöldi manns og allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.