Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 473 AUÐNUMIN LÍFGUNARAÐFERÐ EFTIR OVE NIELSEN ÞESS- skal getið að lífgunaraðferð þessi hefur verið kennd hér á landi í mþrg ár á námskeiðum Siysavarnafélagsins, Rauða Kross íslands og hinrta ýmsu skóla. Lífgunaraðferð Holger Nieisen var fyrst sýnd opin- berlega hér á landi árið 1934fyrir atbeina fulltrúa Slysavarnafélagsins. DAG einn fyrir fimmtíu árum fékk danskur leikfimikennari í skóla nokkrum í nánd við Kaupmanna- höfn skyndilega boð um að koma heim. Hann kom að dóttur sinni í öngviti eftir ákafan andarteppu- hósta. Beitti hann nú einu aðferð- inni sem hann kunni til að lífga hana úr dái, það var Silvester- aðferðin. Þegar lífsmark sást með telpunni strengdi hann þess heit að reyna sitt ýtrasta til að kenna al- menningi lífgun úr dauðadái. Hann stóð við heit sitt. Maður- inn hét Holger Nielsen, undirfor- ingi og síðar undirofursti og eftir- litsmaður leikfimikennslu í Dan- mörku, höfundurinn að lífgunar- aðferðinni, sem síðan er við hann kennd. Að vísu urðu önnur atvik jafn- framt þessu til að vekja áhuga hans á lífgun úr dál Hann hafði þegar í æsku gert sér ljóst hve fáir kunnu að vekja deyandi menn til lífsins. Nær daglega birtu blöðin fréttir um drukknun, en orsökin að flest- um dauðaslysunum var vankunn- átta í sundi samfara þekkingarleysi á lífgunaraðferðum. Um árabil veitti Holger Nielsen ókeypis tilsögn í sundi og lífgun, hélt fjölda fyrirlestra um Silvester aðferðina, kom á fót sýningum og fjöldakennslu um land allt, skrif- aði bækur. Starf hans hlaut góðar Útöndun er tram- kvæmd með þessu móti: Legið á öðru hnértu, skammt fram undan höfði sjúk- lingsins og róið á- fram þar til hand- leggirnir eru lóðrétt- ir. Þá þrýstist loftið út úr lungunum. undirtektir. Mörg sundfélög voru stofnuð og árið 1906 mynduðu þau danska sund- og lífgunarsamband- ið, sem Holger Nielsen veitti for- stöðu í seytján ár. Fyrir þrotlaust starf á þessu sviði öðluðust menn smám saman dýr- mæta reynslu. Kom í ljós að að- ferð Silvesters var í mörgu ábóta- vant. Undirbúningsatriðin, fólgin meðal annars í því að draga út tungu sjúklingsins, voru alltof tímafrek. Einnig var þreytandi að nudda handleggina. —• Árið 1907 hurfu menn til aðferðar Schafers, sem þá var nýfundin. Við það var ýmislegt unnið. Til dasamis var hægt að byrja strax á öndunartil- raunum og erfiði björgunarmanns- ins var minna. Samt var Holger Nielsen ekki fylhlega ánægður, hann vildi finna nýa aðferð, þar sem losna mætti við ókosti hinna tveggja. Það var hvergi vandalaust. Þegar sjúkling- urinn lá á grúfu var gott að lyfta herðunum til að kalla fram ihnönd- un, hins vegar var staða handleggj- anna óþægileg. Eftir langvarandi tilraunir var tekið upp það ráð sem nú er notað: gripið um olnboga sjúklingsins. Þá var spurning hvernig haga skyldi þrýstingi við utöncfúm —1 Scháfer prófessor virtist hepþileg- ast að þrýsta á bakið neðarlega, þannig að þindin ýttist upp á við og þrengdi að lungunum. Ef þannig er farið að og um leið lyft upp handleggjum við innöndun verða tveir að hjálpast að, en það hefur ýmsa ókosti. Oft er ekki nema einn til bjargar á slysstað, en áríðandi að hefja öndunaraðgerðir án tafar. Líf sjúklingsins getur oltið á fáein- um mínútum. Vildi Holger Nielsen því finna heppilega einsmannsað- Innöndun. Hjálpar- maðurinn færir hend -ur, sínar frá herða- blöðum sjúklingsins (mynd 1) út undir alnboga og rís lítið eitt upp um leið og hann rær aftur. Þenst þá út brjósíkassinn, og innöndun á sér stað. j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.