Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Qupperneq 6
rí* 474 i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mundi að framleiða með nokkru eldfimu efni, sem menn þekkja hér á jörð. Eðlisfræðingarnir segja oss nú, að það sé aðeins til ein skýring á þessu geipilega orkuútstreymi, og hún er sú að ein tegund frumeinda breytist í aðra tegund frumeinda. Vér vitum nú, að þegar fjórar vetnisfrumeindir breytast af ein- hverjum ástæðum í eina helíum- frumeind, þá værður sama sem eng- in efnisrýrnun við það. Ein helíum- frumeind er aðeins 1% léttari held- ur en fjórar vetnisfrumeindir. Það var prófessor Einstein, sem kom fram með þá kenningu, að rýrnun efnisins undir slíkum kring- umstæðum, mundi koma fram sem orkuútstreymi ljóss og hita. Þegar vetni breytist í helíum, framleiðist því ljós og hiti, og það er haegiýáC . reikna með iullkominjiLy.itssú hve mikið slíkt orkuútstfeymi er, þegar ákveðið magn af vetni breytist í helíum. Sól vor er á bezta aldri. Ef vér gerum ráð fyrir því að sólin væri samsett úr tómum vetn- iseindum, þá mun hún halda lengi áfram að skína og senda frá sér hita, eða um 100—180 þúsund, mill- jónir ára. Og það virðist æði langur tími! Vér þurfum því ekki að kvíða því að á vorum dögum né í tíð barna vorra verði nein breyting á orkuútstreymi sólar. Stjörnufræðingar hafa fundið ýmsar merkilegar sólir, sem eru feikilega bjartar og hljóta því að framleiða óhemju orku í formi ljóss og hita. Sumar þessar sólir eru svo bjartar, að orkuútstreymi þeirra hlýtur að véra milljón sinn- um meira heldur en vorrar sólar. Gerum vér nú ráð fyrir því að vor sól eigi eftir að skína í hundrað þúsund milljónir ára enn, þá endast þessar björtu sólir ekki til þess að skína nema um nokkrar milljónir ára. Og frá sjónarmiði stjörnu- fræðinga eru milljón ár ekki nema andartak. Eftir því sem jarðfræðingar segjá oss, þá er jörðin um 3000 milljón ára gömul. En nú höfum vér kynnzt sólum, sem ekki geta orðið nema nokkurra milljóna ára gamlar. — Rökrétt niðurstaða af því er sú, að nýar sólir sé alltaf að skapast, þar sem þessar björtu sólir hljóta að vera svo miklu yngri en jörðin. Frá mínu sjónarmiði er þetta merki legasta uppgötvun stjörnufræðinn- ar, að vér sjáum nú í fyrsta sinn svip af sköpun heimsins. Nýar sólir eru að fæðast á þessari stundu. Heimur í smíðum. En fyrst svo er, þá hlýtur að vera til eitthvert efni, sem þær skap- ast af. Þegar vér athugum ljósmyndir stjörnusjánna, þá sjáum vér að þetta efni er til. Vetrarbrautin er full af því. Vér köllum það geim- ryk og geimgas. Vér getum hæglega ímyndað oss hvernig efni þetta þéttist, og jafn- vel getur skeð að vér getum fylgzt með því, hvernig þetta efni vefst saman og þéttist þangað til það er orðið svo þétt, að það fer að bera birtu. Þegar svo langt er komið, er það orðið að stjörnu, sem kemur fram á ljósmyndum. Slíkar stjörn- ur höfum vér begar séð og vér höfum tekið eftir hvernig þær hlaða utan á sig efni úr ryk og gas-mökkunum. Þannig myndast stjömur úr því, sem stundum er nefnt geimþokur, þær stækka, þéttast og fara að framleiða ljós og hita. Og eftir því sem þær verða bjartari og heitari, þá hrindir orkuútstreymið geim- efninu frá þeim og kemur þannig í veg fyrir að þær stækki endalaust. En hvað er þá um jarðstjörnur og sólhverfi? Er sólhverfi vort hið eina í vetrarbrautinni, eða eru til hnettir á borð við jörðina? Hér er langa nót að að draga ef svara skal, því að þetta er flókið mál. Flestir jarðfræðingar halda því þó fram nú orðið, að jarðstjörn- ur skapist á sama hátt og sólir og að náið samband sé milli skcpunar sólna og jarða. Það hljóti að vera svo, að þegar sól skapist úr geim- efni þá skapist samtímis aðrir minni hnettir, sem verði fylgihnett- ir þeirra. Það verður því eigi betur séð, en að sólhverfi sé mjög algeng, enda þótt stjörnusjár vorar sé ekki orðn- ar svo góðar enn, að hægt sé að greina jarðstjörnur í miklum f jarska, Auðvitað er margt enn í óvissu og skiftar skoðanir meðal fræði- manna á ýmsum sviðum. En hér hef ég reynt að gera grein fyr- ir höfuðdráttunum sem fremstu stjarnfræðingar hallast nú að. Heildarmyndin er ljós. í fyrsta skifti í sögu mannkynsins höfum vér orðið þess áskynja, að sköpun fer fram í himingeimnum allt um- hverfis oss. Og það er sannarlega mikilfengleg og fróðleg vitneskja. ★ ★ ★ ★ ★ Það er sagt í Las Vegas að ung stúlka í skínandi fallegum minkapels hafi komið inn þar sem nokkrir menn voru að spila fjárhættuspil. Hún krafðist þess að fá að spila með, og heimtaði að fá að leggja 1000 dollara undir. Hinir sögðu að ekki væri leyfi- legt að spila svo hátt spil, en hún var að þangað til að þeir létu undan. Svo kastaði hún af sér pelsinum og stóð þarna allsnakin frammi fyrir þeim. Hún kastaði teningunum og hrópaði: ,,Ég vann“. Svo sópaði hún til sín pen- ingunum, fór í pelsinn og rauk út. Það var þögn nokkra stund, þangað til einn sagði: „Heyrðu, á hvað lagði hún?“ Hinn ypti öxlum og svaraði: „Eg tók ekki eftir því heldur“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.