Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 8
476 \ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Útöndun ferð, sem sniðgengi annmarka hiona eldri kerfa. Heppnin er honum hliðholl. — Hann tekur eftir því eitt sinn er nuddari fer höndum um bak hans og þrýstir ofan frá öxlum yfir herðablöð og niður eítir bakinu að loft streymir ákaflega úr lungun- um við hverja hreyfingu. Fer hann og ráðgast við prófessorana Lind- hard og Einar Lundgaard sem reynzt höfðu honum miklar hjálp- arhellur. Nielsen hafði tekið rétt eftir: ef þrýstingur kemur á herða- blöðin, dreifist yfir rifin, og hand- leggjum síðan lyft, streymir loftið ágætlega inn og út úr lungunum. Var nú þrautin leyst, aðferð Hol- ger Nielsen við lífgun úr dauðadái hefur verið til síðan árið 1932. Eftir margháttuð próf og rann- sóknir hefur aðferð hans hlotið við- urkenningu í Danmörku, á íslandi, í Noregi og Svíþjóð sem bezta leið- in fyrir einn mann til að lífga sjúk- ling úr dái. Bandaríkjastjórn til- kynnti í desember 1951 að Holger- Nielsen-aðferðin myndi tekin upp hjá landher, sjóher, strandvarnar- liði, Rauða Krossinum og samtök- um skáta. Nú fréttist að yfirmanna -efnum í franska kaupskipaflotan- um hafi verið gert að skyldu að kunna hina dönsku aðferð. Kostir hennar hafa komið vel fram við fjöidamörg björgunartil- felli. Hún er tvívirk og þess vegna árangursrík miðað við fyrirhöfn- ina. Við beitingu hennar er engin þörf á undirbúningi eða hjálpar- tækjum og þess vegna er hægt að byrja björgunarstarfið án tafar. Enn má telja aðferðinni til gildis að hún þreytir ekki þann sem lífg- ar, enda getur hann haldið áfram aðgerðum svo klukkustundum skiptir. Hún er ekki skaðleg innri líffærum sjúklingsins, henni má beita í bifreið á leið til sjúkrahúss og loks er hún sérstaklega auðnum- in og gott að festa sér hana í minni. Svo einkennilega vill til að Hol- ger Nielsen hefur ennþá ekki þurft að nota lífgunaraðferð við sjúkling síðan á hann var kallað dóttur sinni til hjálpar eins og frá var sagt. En honum hafa borizt hundruð bréfa frá fólki, sem notað hefur aðferð hans með góðum árangri. Honum hafa verið sýnd margs konar virð- ingarmerki frá almenningi og opin- berum aðiljum. Þó mun honum vera mest gleðiefni að mannkynið hefur notið góðs af starfi hans um fjölda ára. (Lausl. þýtt úr „Danish Foreign Office Journal“). Kennslukonan hafði verið að segja börnunum söguna af Nóa og örkinni. — Jæja, börnin góð, sagði hún síðan, hvað haiaið pio nu au hafi haft fyrir stafni á meðan hann var í örkinni? Öll börnin þögðu. — Við skulum gizka á það, sagði kennarinn. Ég held nú að hann hafi verið að veiða fisk. Haldið þið að það sé ekki rétt? — Nei, það getur ekki verið rétt, svaraði lítill drengur. — Hvers vegna? spurði kenn- arinn. — Vegna þess að hann hafði ekki nema tvo maðka. ★ Valdi litli hafði farið að heim- sækja afa og ömmu í fyrsta sinn og átti að vera hjá þeim um nótt- ina. En þegar hann var háttaður, sagðist hann vera hræddur við myrkrið og vilja fara heim. — Hvað er þetta, Valdi minn, sagði amma, alltaf sefurðu í myrkrinu heima og ert ekkert hræddur við það. — Já, en það er mitt eigið myrkur. ★ TVíburunum, Sigga og Bensa, var sagt að skrifa á blað hvað þeir vildu helzt fá í afmælisgjöf. Siggi hripaði það upp á tveimur mínútum, en Bensi var í vand- ræðum með hvers hann skyldi óska sér. Að lokum spurði hann Sigga hvers hann hefði óskað. — Ég óskaði að fá trumbu, hjólaskauta, lúður og byssu, sagði Siggi. — Hvað ætlarðu að gera með allt þetta? — Ég aetla að græða á því, sagði Siggi. Mamma gefur mér aura fyrir það að berja ekki trumbuna. Pabbi gefur mér aura til þess að ég sé ekki á hjóla- skautunum í forstofunni. Dísa systir gefur mér aura fyrir það að vera ekki að þeyta lúðurinn við eyrað á henni. Og amma gef- ur mér aura fyrir það að vera ekki með byssuna nálægt sér. Bensi starði á bróður sinn stundarkorn og sagði svo: — Ljáðu mér blýantinn þinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.