Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Blaðsíða 11
annað en Hraunsholt. Heldur finnst mér nafnið fátæklegt, hafi fornmenn skírt. Nafn á hálsinum gat breytst, eftir að jörðin Hrauns- holt var byggð. Norður af Eskineseyrartánni eru tvö eða þrjú flæðisker, sem kom- ast má að mestu eða öllu þurrt út í á stærstu fjörum. Þarna var hætt- an fyrir fé það, sem gekk að sjó á þessum slóðum. Furðu sjaldan mun þetta hafa til skaða orðið, enda aðalhættan í stórstreymi, en mun þó nokkuð hafa verið aðgætt, einkum frá Hraunsholti. Þó varð þarna allmikið tjón á fé, um síð- ustu aldamót. Þá flæddi þar til dauðs 40—50 kindur frá Hafnar- firði og úr Garðahverfi. Fyrir röskum fjörutíu árum varð ég, ásamt öðrum manni, Snorra Fr. Welding, sjónarvottur að frækilegri björgun nokkurra kinda, sem flædd ar voru á einu fyrrnefndra skerja. Við félagar vorum á leið inn á Eyrar á veiðar. Stórstreymi var, og nokkuð farið að falla að. Suð- austan rok var á og rigning. Þetta var að haustlagi. Þegar við komum það norðarlega á Hraunsholt'sháls- inn, að við sæjum til Eyranna, sá- um við að eitthvað var á hreyfingu á skeri, sem umflotið var orðið sjó, og sundið æði breytt milli lands og skers. Brátt sáum við, að maður óð út í skerið og vissum þá, hvað þarna var að ske. Nokkra stund berst maðurinn við að koma kindunum út í sjó- inn, með það fyrir augum, að þær tækju þá til lands, en þær vildu hvergi fara, en snerust bara hver um aðra. Óðum hækkaði sjór og sundið breikkaði og dýpkaði við hverja mínútu og hörku straumur kominn í tjörnina. Þessu næst sjá- um við manninn hremma eina kindina og vaða með hana til lands. Þannig fer hann fjórar ferðir með eina kind í einu. Við sáum nú hver alvara var hér á ferð, þar eð við LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sáum ekki betur en sjór tæki manninum í brjóst. Missti maður- inn fótanna á þessu dýpi, var voði fyrir dyrum. Við hertum því hlaupin sem mest máttum, ef við gætum að ein- hverju liði orðið, sem okkur virtist litlar líkur til, ef maðurinn þyrfti á skjótri hjálp að halda, þar eð báðir vorum við ósyndir. Þegar maðurinn er kominn langleiðis til lands með fjórðu kindina, þá leggja þær tvær, sem eftir stóðu í sundið, sem vitanlega var hreint sund hjá þeim milli skers og lands. Straum- ur og rok stóð inn sundið og hrakti kindurnar alllangt inn í tjörnina, en náðu þó landi. Þetta skeði sam- tímis því, sem við komumst frarri á tangann. Þarna hafði maðurinn bjargað sex kindum frá drukknun og lagt þar við sjálfan sig í hættu. Það mun sjaldan koma fyrir, að kindur, sem láta sig flæða, fari af sjálfsdáðum af staðnum fyrr ,en t1 > 1 sjór fellur undir kvið þeirra, en 1 þá er það í flestum tilfellum of seint, og svo hefði áreiðanlega far- ið hér, eins og vindi og straum var háttað. Á leiðinni út á Eyrarnar vorum við Snorri að dáðst að þraut- seigju mannsins og ofurhug — en þó urðum við mest undrandi þeg- ar við sáum hver maðurinn var, og vissum nokkurn veginn um ald- ur hans, kominn eitthvað yfir sjö- tugt. Maður þessi var Eysteinn Jónsson, fyrr bóndi í Hraunsholti, en hættur búskap fyrir nokkru. Ekki æðraðist gamli maðurinn, hvorki yfir erfiði né vosbúð, en ásakaði bara sjálfan sig fyrir að hafa verið heldur seint á ferð- inni. ’ Ég tel að þarna hafi verið leyst af hendi meira en meðal manns- verk. Eysteinn í Hraunsholti var karlmenni hið mesta, risi á allan vöxt, víkingur til verka og burða- maður svo víðfrægt var. Ekki þáði Eysteinn fylgd okkar nokkuð á leið r '479 og ekki var að sjá að honum væri kalt, sagðist mundi ganga sér til hita, á móti rokinu. Samt höfðum við auga með honum unz hann hvarf okkur upp af holtinu og átti hann þá ekki langt heim. Sennilegt er að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti á Eysteins löngu ævi í Hraunsholti, að hann bjargaði þama fé frá bráðum voða. Lík- legt er að þetta hafi verið í síðasta skiptið, þar eð stutt lifði hann eftir þetta, þótt ekki sé vitað að þettai atvik hafi átt nokkurn þátt í dauða hans. " ~ ___o____ TW i pg hefi hér að framan getið helztu, nytja þeirra, sem nær- hggjandi bæir og byggðarlög höfðu af Gálgahrauni og umhverfi þess. Hefi ég hér orðið of margorður, þó er það aðeins af því, að svo margs er að minnast, þegar getið er bjarg- rapðis og lífsbaráttu fyrri kyn- slóða. 1 Að síðpstu vil ég minnast á kofa-* rúst þá, sem Árni Óla getur um i grein sinni og er í hraunjaðrinum upp af Eyrunum. Kofarúst þessi á sína sögu, svo sem önnur handa- verk mannanna, þótt aldrei kæmi hún eða hugmynd sú, sem lá að byggingu hennar, að þeim notum, sem vonir manna hafa staðið tiL Sögu þessa tóttarbrots, hefi ég frá fólki, sem mundi bygging hennar og tildrög. — Það mun hafa verið skömmu eftir komu séra ÞórarinS Böðvarssonar að Görðum, senni- lega nálægt 1870, að honum kom til hugar hvort ekki myndi kleift að rækta æðarvarp á Eskieyrum. Séra Þórarinn mun hafa verið kunnur æðarvarpi frá ísafjarðar- djúpi, áður en hann fluttist að Görðum og hvorttveggja vitað, bæði um gagnsemi þess og það, að mögulegt væri að koma upp varpi, þar sem ekki var áður, ef að»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.