Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 4
f 472 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. mynd -ar línur á hvítum grunni) og framkallaður með ammoníaksgufu í þar til gerðum framköllunartækj- um. Pappír þessi var notaður jafn- framt vatnsbaðspappírnum fram til ársins 1929, en þá kom fram þriðja tegundin. Sá pappír, sem einnig er positívur (dökkar línur á hvítum grunni) er framkallaður með þar til gerðum vökva (framkallara) í rafknúinni vél (4. mynd). Kemur framköllunarlögurinn aðeins á hinn lýsta flöt pappírsins, sem þornar mjög fljótlega og er því oft nefndur „hálfþurr“-pappír (half- dry-paper). Hefur pappír þessi al- mennt verið notaður allt til þessa, að nú er aftur víða um heim farið að nota „þurrprent“-pappírinn „Ozalid“, sem hefur verið mikið endurbættur frá því sem áður var og hefur nú orðið ýmsa kosti um- fram hinn raka eða hálfþurra. Á síðari árum hafa margar stofn- anir fengið ljósprenttæki frá Ame- ríku af líkri gerð og meðfylgjandi mynd sýnir (5. mynd). í tækjum þessum er ýmist kvikasilfurslampi eða quarzlampi í stað kolboga- lampa, sem áður voru notaðir og eru um 4—5 sinnum sterkari en ljós fyrrnefndra lampa. Er fram- köllunarvélin ýmist sambyggð að- alvélinni eða sérstök. Vélar með kvikasilfurslampa er ekki ný upp- götvun. Fyrir rúmum 20 árum framleiddi verksmiðja í París slík- ar vélar, svonefndar „Rex“-vélar, sem eru undanfari quarzlampavél- anna. Á síðari árum er komið fram í Þýzkalandi einfalt tæki, sem ljós- prentar alls konar uppdrætti allt að 127x192 cm stærð. Þjóðverjar standa sem kunnugt er enn sem fyrr mjög framarlega í öllu varð- andi fjölprentun, og má vænta frá þeim áframhaldandi nýunga á þeim sviðum. Svo sem kunnugt er, og áður er vikið að, verða ekki allir þeir upp- drættir, sem á þarf að halda, prent- aðir með áðurnefndum ljósprent- tækjum og auk þess er geymsluþol ljósprentaðra uppdrátta takmark- að. Við verðum því enn sem fyrr að láta prenta erlendis alla okkar uppdrætti, sem prenta þarf með öðrum hætti (zinkprenta). Er hér um að ræða bæði litprentaða upp- drætti og aðra án lita (uppdr. af landinu, bæum, kauptúnum og sjávarþorpum, sjókort o. fl.). Æski- legast væri að við gætum prentað alla þessa uppdrætti hér heima. — Með vaxandi fólksfjölda og aukinni tækni og framförum á öllum svið- um hlýtur að koma að því, að við getum í framtíðinni orðið sjálfum okkur nógir í þessum efnum sem öðrum. í þessu sambandi má benda á, að þegar á það er litið, að á síðari ár- um hafa, svo sem áður er sagt, verið keypt til landsins mörg ljós- prenttæki, sem meira en fullnægja þörfinni á þessu sviði, vaknar sú spurning, hvort ekki hefði verið heppilegra að keypt hefðu verið í þeirra stað fullkomin tæki til zink- prentunar. E. H. ★ ★ ★ ★ Veiztu þeita Engispretta verpir 125 eggjum í einu. —★— Talið er að 10.000 ár sé liðin síðan mannkyninu tókst að temja naut- gripi og gera þá að húsdýrum. —★— Steinkúlur voru notaðar í fyrstu fallbyssurnar. —★— Tungan í gíraffanum er 18 þuml- unga löng. —★— Tekjuskattur var fyrst lögleiddur í Englandi árið 1799 til þess að ná upp herkostnaði í stríðinu við Napoleon. —★— Maine er fyrsta bannríkið í heimi. Þar var lagt bann við fram- leiðslu og sölu áfengra drykkja árið 1846. —★—- Gríski læknirinn Galen, sem uppi var í fornöld, sagði að salat væri ágætt meðal við svefnleysi. —★— Alaska keyptu Bandaríkin af Rúss- um árið 1887 fyrir 7.200.000 doll-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.