Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 15
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 Fínapunavél Til eru margar gerðir fínspuna- véla og margs konar spunaaðferðir, sem of flókið er að telja hér. Skoðanir ullarfræðinga eru mjög skiptar um það, hver spunavélin sé bezt og mun ég ekki fara út í það hér. Kambgarnsfínspuni er svo gjörólíkur þeim venjulega spuna, sem við þekkjum hér á landi, að sá sem eigi hefur séð hann, getur varla ímyndað sér hve vandasöm spunaaðferðin er í raun og veru. Nú mun ég reyna að lýsa stutt- lega hvernig fínspunavélin teygir og fullspinnur hinn fína kamb- garnsþráð, sem notaður er í föt, er milljónir manna klæðast í innst sem yzt. Margs konar spunavélar eru til, en þó mun engin geta spunnið jafn fínan og sléttan þráð sem „Selfactor“-spunavélin. Þó er hún nú að missa þann heiðurssess, sem hún hefur skipað í nær 200 ár, -vegna þess að nýrri og full- komnari spunakerfi hafa komið fr^m á seinustu árum, og ber þar fyrst og fremst að nefna hring- spunavélina. Ef við hugsum okkur að bandið eigi að spinnast í „Selfactor“, er það fyrst sett á þar til gerðan stól á bakhlið spunavélarinnar. Fer það síðan í gegn um margteygju-sívaln- inga, 5 að tölu, sem haía mismun- andi snúningshraða og teygja bandið og slétta, og gefa því jafn- framt ákveðinn snúð. — Þá taka spunasnældurnar við, en þær eru um 600 á kambgarnsspunavélum, og snúast hratt og allar á sama veg. Þegar fínbandið er svo fullspunnið, fer það til næstu deildar, en það er spólunardeild eða tvinningar- deild. Og þar með er kominn hinn fullunni kambgarnsþráður, hár- fínn, sléttur, mjúkur og sterkur. HVAÐ ÞÝÐA NÚMER Á BANDI? Hér á landi eru nú allmörg fyrir- tæki, sem á einhvern hátt vinna úr bandi. Smávejrzlanir og heild- salar selja band, svo að það eru æði margir, sem fara höndum um það. Það er því nauðsynlegt að þessir menn skilji og geri sér grein fyrir því eftir hvaða reglum band er númerað. Garnnúmer — er íagmenn kalla svo — geíur upplýsingar um gróf- leika bandsins. En hvað þýðir þá númer eða grófleiki bands, sem er 1/8 m/gr, 1/30 m/m eða 1/46 eng.? Eða hver vegna er band nr. 1/30 m/m grófara en band nr. 1/30 eng.? Til þess að geta svarað þessum spurningum verður viðkomandi ,að þekkja undirstöðuatriðin í númer- ingu og hin ýmsu atriði, er hún byggist á. Ef allt band væri númerað eftir sömu reglum, væri þetta allt mikið auðveldara, en svo er því miður ekki, því að til eru margs konar númerkerfi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stærstu iðnþjóða heimsins að koma sér saman um eitt alls- herjar kerfi. Á fundi stórþjóðanna, sem hald- inn var í sambandi við heimssýn- inguna í Vínarborg 1873, var reynt að komast að samkomulagi um eitt alheimskerfi fyrir merkingar á bandi, en árangur varð ekki mikill, Þó var þar samþykkt hið svokall- aða Metrekt-kerfi (System). Eftir því sem ullarverksmiðjum fjölgaði og meira var framleitt af bandi, varð þetta enn brýnna úr- lausnarefni. Á fundi, sem haldinn var í Brussel 1874 urðu menn sam- mála um merkingu á silkiþræði, að 500 metrar skyldi vega Vz desi- gram. Árið 1900 var enn haldinn fundur í París og var þessu þá breytt þannig, að 450 m af silki- þræði skyldi vega y2dg og var það kallað „Denier“. Oft hafa verið haldnir fundir síðan, en oftast hef- ur strandað á Englendingum, sem vilja ha'lda fast við sitt gamla mál, yards og lbs. Númering fer nú ýmist eftir því hvað ákveðin þráðarlengd vegur, eða öfugt, og er því hægt að skipta númerakerfum í tvo flokka, lengd- arnúmeringu og þyngdarnúmer- ingu. Hin fyrri segir oss hve margar lengdareiningar fari í ákveðna þyngdareiningu, en það þýðir, að eftir því sem þráðurinn er fínni því fleiri lengdareiningar fara í þyngdareiningu, og því hærra bandnúmer. Þetta er hið svokallaða Metrekt-kerfi og sýnir hve margir metrar fara í 1 gr. T. d. kambgarn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.