Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 2
w LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lerkitré, sem reist var grind um til þess að sal'na af því fræi, og víxl- frjóvga blóm eftir þörfum. Þannig voru fyrstu kvnbótatilraunirnar gerðar. Þær ; voru bæði kostnaðarsamar og erfiðar. og mun nú almennt talinn fremstur allra manna í heimi á því sviði. jí Kynbótastarfið er nú aðallega l framkvæmt á eftirfarandi hátt: | Safnað er greinum af þeim trjám, ^ sem menn hafa valið til kynbóta, og eru þær svo græddar á ungar f rætur af sömu trjátegundinni. ^ Á þann hátt má fá eins margar | trjáplöntur og menn kjósa, sem ( hafa nákvæmlega sömu arfgenga { eiginleika og þau tré í skógunum, | sem greinarnar voru sniðnar af. Þá má dæma um arfgengar til- ^ hneigingar hvers trés, með því að C láta plönturnar vaxa upp við mis- | munandi skilyrði. Á fáum árum | má komast fyrir um vaxtarhraða, I vaxtarlag, nægjusemi og sjúkdóms- | næmi hvaða trés sem er, á meðan | einstaklingurinn er sjálfur á lífi. ^ £>essari aðferð er ekki unnt að beita við aðrar lifandi verur en tré og runna, og því opnar hún alveg nýja möguleika á arfgengisfræðum, sem menn áður fyrr töldu óhugsandi. Og ekki er minnsti vafi á, að þegar þessari aðferð hefur verið beitt meira og víðar, hlýtur hún að veita mönnum nýja innsýn í arfgengi lifandi plantna og dýra, og ef til vill á hún eftir að breyta ýmsum kenningum arfgengisfræðinnar. Áður fyrr miðaðist öll kynbóta- starfsemi við það að fylgja þroska hvers einstaklings frá fræi til dauða, „frá vöggu til grafar“, og dæma eðli þeirra af honum, en þegar dómurinn féll, var einstak- lingurinn úr sögunni. Og þá var oftast of seint að handsama hina góðu eiginleika alveg óskerta. Með þessari aðferð er hins vegar hægt að flytja einstaklinginn af „grafar- barminum og í vögguna“ aftur. Í ÓVÆNT HÖPP Þetta lýtur allt að rannsóknum á erfðaeigindum einstaklinganna. En við ágræðslu sprota á rætur kemur og nýtt atriði í Ijós, sem ekki verður ofmetið. — Hinar á- græddu greinar blómgast og bera fræ fáum árum eftir ágræðsl- una. Þannig má fá fræ af þeim með nákvæmlega sömu erfðaeig- indum og kæmu þau af trénu úti í skógi. Á þeijnan hátt má því skjótt fá það fræ, sem menn óska, oft innan 3—4 ára, í stað þess að vera háður duttlungum náttúrunn- ar sjálfrar og þurfa að vaka yfir fræfalli úti í skógi. Þessi aðferð getur því stytt þann tíma, sem trén eru að verða kynþroska úr t. d. hálfri öld ofan í 3—4 ár. Og þá fer að styttast bilið milli kynbóta á trjám og öðrum plöntum. Sakir þessa má æxla tré saman að vild innan þeirra takmarka, sem náttúran . sjálf leyfir. Þannig er bæði unnt að æxla saman úrvals- tré sömu tegundar og einnig að æxla saman skýldar tegundir. Af gamalli reynslu vissu menn að afkvæmi skyldra tegunda, bast- arðar, uxu oft miklu hraðar og voru harðfengari en hvort for- eldrið um sig. Nú er kostur á að æxla þær tegundir saman, sem gefa Trjágreinar eru nií græddar á rætur og bera blóm og fræ eftir fá ár. Pokarnir á greinunum eru til þess að frjóvga megi blómin að vild. Þessi fræræktunar- aðferð er íyrst notuö aí Syrach Larsen og léttir mjög allt kynbótastarfið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.