Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Magnús Jensson. Katla í FRÁ Cörner Brook í Nýfundna- landi til Jacksonville í Florida er nokkuð löng ferð, eða rúmlega 5 sólarhringa sigling fyrir 13 mílna f skip, eins og Kötlu. Á þessari leið ^ er farið fram hjá Cape Hatteras, en sá höfði er frægur í sögu siglinga r um vestanvert Atlantshaf og með- fram austurströnd Ameríku. Við höfða þennan beygir golfstraum- urinn, sem annars liggur norður me8 ströndinni frá Mexicoflóa, til austurs, vegna hins kalda pól- straums að norðan, en straumar þessir mætast við höfðann, eins og kunnugt er. Við þessi miklu straum mót skiptir stundum um veðurfar svo gjörsamlega að ótrúlegt má þykja, aðallega að vetrinum. Sem dæmi um þetta, sagði mér gamall siglingamaður, sem kunnugur var á þessari leið, að hann hefði einu sinni verið á skipi, sem var á norð- urleið og hefðu allir skipverjar ver- ið mjög léttklæddir, eða því nær naktir vegna hitans. Mættu þeir þá skipi við Hatteras, sem var á suður- leið, en þar um borð voru skip- verjar kappklæddir vegna kuldans. Með öðrum orðum, þessi mikla hitabreyting varð á örh'tilli vega- lengd í röstinni við höfðann. Auk þessara hitabreytinga, skiptir einn- ig um veðurfar að öðru leyti, þann- ig að hvassviðri eða stormar eru mjög sjaldgæfir eftir að komið er nokkuð suður fyrir höfðann, en aftur á móti algengir fyrir norðan hann, eða svipað og annars staðar ó Norður-Atlantshafi. Undanteknir eru þó hinir hættulegu stormsveip- ar (Hurricanes), sem myndast oft- astnær í Karabiskahafinu, milli Florida Kúba og Suður-Ameríku, en æða svo inn í Mexicóflóa og stundum norður með meginlandi Ameríku og valda dauða og tjóni, þar sem þeir leggja leið sína. Stormsveipar þessir, sem Bandaríkjamenn velja hin verstu nöfn, svo sem Monsters, Killers o. s. frv. myndast þó aðeins á vissum tímum árs, aðallega frá júlí til nóvember, en eru tíðastir og hættulegastir í septembermán- uði og er skemmst að minnast stormsins, sem geisaði inn allan Mexicóflóa s.l. september og fór yfir Jamaica, með þeim afleiðing- um, sem heimskunnar eru. Þegar veðurfræðinga Bandaríkj- anna grunar að slíkur stormsveip- ur sé að myndast, er flugvél send á vettvang til athugunar og reynist svo grunurinn réttur, framkvæmir flugvélin margs konar mælingar í sambandi við sveipinn, styrkleika, hraða og stefnu og halda þessar at- huganir áfram þar til sveipurinn er eyddur. Tilkynningar þessu við- víkjandi eru svo sendar um allar loftskeytastöðvar með stuttu milli- bili dag og nótt. Þá er reynt að spá um hvernig „Ófreskjan“ muni haga sér næstu klukkutímana og aðvar- anir gefnar um varúðarráðstafanir, sem þó koma sjaldnast að miklu haldi, gagnvart þessum óskaplegu náttúruhamförum. Það lætur að líkum að skipum er ekki hollt að verða á vegi þessara sveipa, en um Karabiskahafið og Mexicóflóa eru miklar sigiingar, enda taka þau hið eina ráð sem dugar og sigla úr vegi, hversu stórt og sterkt, sem fleyið er. Þetta er í allflestum tilfellum tiltölulega auð- Frá íerðum Kötlu II. Frá Florida velt, því sveiparnir, eða að minnsta kosti mesti veðurofsinn, nær venju- lega aðeins yfir lítið svæði, oftast ekki nema 30—50 mílna radius frá miðdepli lægðarinnar. — Stundum eru fleiri en einn á ferðinni í einu, en venjulega misjafnir að styrk- leika og ekki allir jafn hættulegir. Við nálgumst hina lágu strönd Flórídaskagans og brátt kemur hafnsögumaðurinn um borð til þess að leiðbeina skipinu inn til Jack- sonville. Þessi mikli siglingabær stendur við stórfljótið St. Johns, sem rennur 240 mílna langan veg norður eftir skaganum og fylgir strandlengjunni, þar til það beygir til austurs út í Atlantshafið. Borgin stendur 24 mílur frá fljótsmynn- inu, en 65 mílum ofar er byrjað að grafa skipaskurð þvert yfir skag- ann, að Mexicóflóa. Nokkru sunn- ar, eða skammt frá Miami, er slík-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.