Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 ur skipaskurður eldri, en það er ekki látið nægja. Höfnin í Jacksonville er afar stór, sem sjá má nokkuð af því að þar eru ekki færri en 75 hafskipa- bryggjur, ásamt vöruskemmum og öðrum tilheyrandi mannvirkjum. Það getur því varla talizt í frásögur færandi þótt flutningaskip, jafnvel þótt snoturt sé, taki þar höfn, en svo virtist þó vera hvað okkur snerti, því skömmu eftir að skipið var. orðið landfast og byrjað var að losa farminn, fengum við heimsókn blaðamanna og ljósmyndara þeirra. Farmurinn (blaðapappír) mun þó hafa átt sinn þátt í þessari heim- sókn, en hitt var einriig staðreynd, að þetta var í fyrsta skipti, sem íslenzkt skip og íslenzki fáninn sást í þessari höfn. Einnig vakti það nokkra athygli að skip norðan frá íslandi, átti að sigla í hitabeltinu (tropic) í lengri tíma. Blaðamenn- irnir þurftu því margs að spyrja og myndasmiðurinn hafði nóg að starfa. Viðstaðan í Jacksonville varð aðeins einn sólarhringur, því los- unin gekk, eins og vænta mátti, með hinum alþekkta, ameríska hraða og enn var haldið suður á bóginn, til næsta áfanga ferðarinn- ar, — Miami. ^.ð sigla niður með Flórídaskag- anum er líkast ævintýri. Því nær óslitin röð skrautlegra halla og sumarhúsa milli hárra, beinvax- inna pálma og blómabreiða, með litskrúði, sem aðeins sést í hita- beltinu. — Hafið óvénju blátt og ládautt. Ljósgul baðströndin. — Rennilegar lystisnekkjur með fann- hvít segl, en silfurglitrandi flug- íiskarnir svífa kringum skipið, þöndum en hreyfingarlausum vængjum, — þessi einkennilega líf- vera, sem bæði er fugl og fiskur. — Palm Beach, Miami Beach. — Þegar myrkrið skellur á, því hér er ekkert sem heitir rökkur, tekur ljósadýrðin við. Röð ljósa, með öll- um litbrigðum regnbogans. Skraut- legar ljósaauglýsingar, sem bjóða gull og græna skóga — fyrir aðeins nokkur cent. Og þessi ævintýra heimur er ekki aðeins á litlu svæði strandarinnar, heldur eins langt og augað eygir. Miami er stærsta borgin í Flór- ídafylki, með um 250 þús. íbúa. Borgin stendur við Biscayneflóa, sem er mjög grunnur, en til þess að opna skipum leið er grafin renna í flóann og skurður í gegnum Miami Beach. Höfnin er lítil og fátt um skipakomur, aðallega strand- ferðaskip og svo eru þaðan fastar áætlunarferðir farþegaskipa til Havana á Kúba. Innsiglingin er nokkuð einkennileg, því skipið siglir svo að segja í kapp við bíl- ana, sem flytja baðgestina til og frá baðströndinni og er stutt á milli skips og ökutækja. Miami er mikið sótt af skemmtiferðafólki, en aðal- lega þó að vetrinum, því á sumrin er þar of heitt til þess að fólki geti liðið vel. Út yfir tekur þó, þegar hitabylgjur eru, eins og reyndin varð, þegar við vorum á ferðinni. Hitinn komst upp í 38 stig á celsius og má geta þess að okkur fannst það ærið nóg, enda leið flestum illa í slíku loftslagi, ekki sízt vegna þess hversu loftið var rakt, sem sagt, allt þvalt, sem snert var og ekki gott að gera sér grein fyrir hvort um venjulegan líkamssvita var að ræða eða loftraka. Allir þola sennilega slíkan hita stuttan tíma, án þess að þjást, en þegar ekkert lát er á þessu allan sólarhringinn, þá fer gamanið að grána. í Miami fengum við aftur heim- sókn blaðamanna og ljósmyndara, en það fannst manni eðlilegra vegna þess hversu sjaldgæft er að þangað komi skip frá fjarlægum löndum, enda „slógu“ þeir því upp með langri grein og myndum á fremstu síðu. (Meira) GRETTIS- ÞANKAR 'h f ^ '* jf*. Frá nauðum Grettis eg nepju kenni til nútímans alla leið. Það er sem beint inn í brjóstið fenni hin bitra örlaganeyð, scm olifissjúku ofurmenni í útlegð, að fullu reið. ' '4^1 ■ :í- Hi. Um hetjunnar þrótt og hreysti nierki stóð helgustur alla tíð. — Á fræknleika sinum féil hinn stcrki í fárlegri skapahríð, sem breytti ótrauðu afreksverki í ævilangt sektarstríð. ■ *7 • ; '; , . j J" Ei uppörfun nein hans auðnu gagnar frá eigin né móður þrám, og öfundin kappans falli fagnar af fjandskap og hræðslu rám. — Og gegn honum ófresk andúð magnar sitt afkvæmi: drauginn Glám. Og flestum þótti sinn frami naumur hjá frægð og afrekum hans, þvi eltu þcir hann sem illur draumur um óbyggðir þessa lands. — í farvegi þeim rann feigðarstraumnr hins fjölhæfa skálds og manns. Sú úlfúð sem Gretti afmá vildi hún átti ekki hægt um vik, , þvi lcikni kappans í leik og hildi var laus við ótta og hik og geigaði ei f.vrr en glíma skyldi við galdra og drottinssvik. Það kom enginn á hann banabragði ef beitt var spjóti eða hjör; sinn ofjarl hitti í örmu flagði hið orku magnaða fjör. Um hreystina dauðahrollinn lagði t úr hræfúlli nornarkör. Sitt hatur i viðarbuðlung brenndi ^ hið banvæna, gamla hró, og út til Grettis í eyju sendi, og ef það væri ekki nóg, í örlagadjúp hans Öngli renndi hinu illvíga fóstru kló — —. GÍSLI H. ERLENDSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.