Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 6
50 3 MARIO LANZA er hann kallaður, en hann heitir réttu nafni Alfredo Arnold Cocozza. Hann er af ítölsk- um aettum og er fæddur 31. janúar 1921, svo hann er nú 31 árs að aldri. Faðir hans var örkumla her- maður og hafði dálítil eftirlaun, en móðir hans hafði fengið atvinnu við saumaskap í fataverksmiðju hersins. Þau skeyttu ekkert um uppeldi sonar síns og gekk hann svo að segja sjálfala í stórborginni Fíladelfía, þar sem þau áttu heima. Hann var illa þokkaður af leiksyst- kinum sínum og í barnaskóla var hann svo hrekkjóttur að kennar- arnir réðu ekkert við hann. Hafði hann þann sið að laumast að mönn- um og öskra í eyrun á þeim með þeim ógurlegu hljóðum er hann hafði þegar sem drengur. Hann stal bókum frá skólasystkinum sínum og seldi þær. „Hann er sá versti óþokki, sem nokkurn tíma hefur komið í barnaskól.V* sagði einn af kennurum hans. í götunni þar sem strákur átti heima, var verzlun sem seldi grammófónplötur. Var sífellt verið að leika þar söngplötur alla daga og að því hafði hann gaman. Faðir hans átti einnig mikið safn af LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Maðnrinn með miljón dollara hljóðin grammófónplötum og það notaði hann óspart. Mest hélt hann upp á Caruso. Einu sinni þegar hann var 7 ára lék hann sömu plötuna eftir Caruso 27 sinnum í einni stryklotu. Svo var það einn sunnudag þegar Freddy var kominn undir tvítugt að hann var að leika plötu eftir Caruso og söng með honum. Faðir hans varð forviða á að heyra hve mikla rödd dreri'gurinn hafði og þettd Varð til þess að ákveðið var að hann skyldi læra að syngja. Fyrsti kennari hans var Irene Williams. Henni þótti röddin furðu mikil, en Freddy latur og hyskinn við námið. Hún kvaðst hafa sagt við hann að hann mætti skammast sín fyrir að vera svona latur þegar mamma hans ynni baki brotnu fyr- ir honum. „Hún vill þetta“, svaraði ha.nn þá. Svo var það árið 1942 að dr. Serge Koussovitzky heyrði hann syngja „Vesti la Giubba“ og varð svo hrifinn að hann tók hann með sér til Berkshire að kenna honum. Þá tók Freddy upp nafn móður sinnar og er síðan kallaður Mario Lanza. En ekki er lán lengur en léð er. Lanza var kallaður í herinn og gerður að herlögregluþjóni suður í Flórída. Þar kunni hann ekki við sig. Hann hafði aldrei gert ærlegt handarvik á ævi sinni, og þetta tók svo á hann að hann hætti að þrífa sig. Hann þvoði sér aldrei og svaf í sokkunum — dró þá aldrei af sér í sex mánuði. En hann eignaðist þarna vin, sem ákvað að hjálpa honum. Þessi vinur hét Silver og var úndirforingi. Hann lét prenta nafn Lanza á bleðil, sem hann límdi svo á grammófónplötu, en inn á þessa plötu hafði Frederich Jaget sungið aríu úr „Tosca“. Silver lét nú Peter Lind Hayes heyra þessa plötu, en Heyes var að leita uppi söngmenn í hernum. Var Hayes svo hrifinn að hann tók Lanza með sér. Seinna lét hann Lanza syngja þetta sama lag og sagði þá að hann syngi betur en á plötunni. En Lanza sneri þessu þannig við, að það hefði verið Caruso-plata. Nú ferðaðist Lanza víða um með- al hermanna og söng fyrir þá, og í janúar 1945 fékk hann lausn úr herþjónustu vegna vanheilsu (blóð- nasa). Hann fór þá til Hollywood og kvæntist þar Betty Hicks, systur eins af kunningjum sínum, og hélt svo til New York. Þar komst hann í kynni við auðugan mann, sem Sam Weiler heitir. Þessi maður hafði ætlað að gerast söngvari, en röddin brást. Þegar hann heyrði Lanza syngja ákvað hann að gefast upp sjálfur, en gera annan Caruso úr Lanza. Hann fékk söngkennar- ann Enrico Rosati, sem kennt hafði Benjamino Gigli, til þess að kenna Lanza að syngja. Rosati var nú orðinn 72 ára gamall og hann klökknaði þegar hann heyrði rödd Lanza. „Ég hef beðið eftir þér í 35 ár — síðan ég missti Gigli,“ sagði hann. Weiler borgaði 11.000 dollara skuld, sem Lanza var kominn í, lét hann fá 90 dollara á viku í vasa- peninga og kostaði söngnám hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.