Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 8
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 52 » Stærsti loftsteinninn Kringlott vatn, tilsýndar eins og tungl í fyllingu NYRZT í Quebec-fylki í Kanada er hérað, sem nefnist Ungava. — Nafnið hafa Eskimóar gefið og þýðir það „langt í burtu“. Og að minnsta kosti er það langt í burtu frá allri menningu. Þetta er flatt land og gróðurlítið og þar er engin mannabyggð, nema hvað Eskimóar eru þar á stangli. Hérað þetta er að austanverðu við Hudsonflóa og gengur allbreiður skagi úr því langt til norðurs á móts við Baffinsland. Vetur eru þarna langir, en sumur stutt, ekki nema svo sem sjö vikur. Seint í júnímánuði 1943 flaug veðurathugana flugvél yfir norð- an verðan skagann og sá flugmað- urinn þar vatn, sem honum þótti afar einkennilegt, því að það var kringlótt eins og tungl í fyllingu. Mörg vötn voru þarna önnur en þau voru öll ólík þessu, afiöng og , vogskorin. Fimm árum seinna var kanadiska flugliðið að gera landkort úr lofti á þessum slóðum, en það er gert með því að taka ljósmyndir úr loft- inu. Þessar myndir voru ekki aó- gengilegar fyr en 1950, en þá sást á þeim þetta einkennilega vatn. Kom mönnum þá til hugar að þanra mundi vera gamall eldgígur, og ef svo væri, þá mundi sennilegt að þarna fyndist demantar. Aðrir \ héldu því fram, að þetta mundi ' vera far eftir ís síðan á ísöld. Enn aðrir töldu að þarna mundi loft- \ steinn hafa fallið til jarðar og ^ myndað heljargíg. ^ í sumar sem leið var svo gerður ^ út leiðangur þangað til þess að | rannsaka þetta, og stóðu fyrir þeim \ leiðangri „National Geographic \ Socity“ í Bandaríkjunum og „Roy- \ al Ontario Museum“ í Kanada. ^ Fóru leiðangursmenn í ílugvél þangað norður frá þorpinu Rober- val, skógarhöggsbæ, sem er nyrzt við jámbrautina um Quebec-fylki. Flugvélin var af „Catalina“-gerð, sem Kanadamenn kalla Canso. Var hún valin með hliðsjón af því hve mikinn farangur þeir félagar þurftu að hafa með sér. Eftir tæp- lega 10 stunda flug lentu þeir á vatni nokkru skamt frá þessu ein- kennilega vatni og kölluðu það „Museum Lake“ til heiðurs við þær stofnanir, er gerðu út leiðangur- inn. Þarna völdu þeir sér tjald- stað. Mátti þaðan sjá að hár hrygg- ur hafði hlaðist upp umhverfis hið einkennilega vatn og var eins og eldgígur tilsýndar. Voru brúnir hans sums staðar 500 feta háar. En þegar þeir voru að skoða þetta hverfjall, kom fljótt í ljós, að hér hafði ekki orðið eldgos, eða að minsta kosti hafði það gos þá ver- ið ólíkt öðrum eldgosum að því leyti, að því hafði ekki fylgt nein aska. Fellið var hlaðið upp úr brotnu stórgrýti, sem afar örðugt var að komast yfir. Þegar upp á barminn kom, féllu þeir í stafi yfir þeirri. fegurð er þar blasti við þeim. Þeir sáu ofan í hringmyndaða skál og á botni hennar kringlótt vatn, svo fagur- blátt, að þeir höfðu aldrei augum litið annað eins. En allt um kring voru endalausar sléttur, eins langt og auga eygði. Stutt sýndist niður að vatninu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.