Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 7
I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 Alls hefur hann fleygt 90.000 doll- urum í Lanza. En Lanza varð skyndilega fræg- ur. Frægð hans hófst með því áð hann söng í Chicago Grant Park fyrir 35.000 áheyrenda, sem urðu óðir af fögnuði. Kvöldið eftir söng hann aftur, og þá voru áheyrendur 76.000. Nú réðist Lanza til Metro-Gold- wyn-Mayer í Hollywood og hefur sungið í kvikmyndum síðan og einnig inn á plötur. Árið sem leið hafði hann milljón dollara tekjur. En það fylgir ekki jafn mikil virð- ing því að syngja fyrir M-G-M eins og að syngja í Metropolitan óper- unni, og þangað langar Lanza til að komast. Hann er raupsamur. „Hvað var Caruso á mínum aldri?“ segir hann. „Ekkert, bókstaflega ekkert. Ég held því ekki fram að ég sé eins góður söngmaður og Caruso var, því að menn telja sig aldrei jafnoka þeirra, er þeir dást mest að. En þeg- ar Caruso var á mínum aldri, þá komst hann ekki hærra en upp á B. Og sannið þið ti-1, þegar ég syng í Metropolitan þá verða allir vit- lausir. Ég er ekki fullreyndur enn. Bíðið þið þangað til ég hef náð mér fyllilega á stryk.“ Menn viðurkenna að Lanza hafi alveg dæmalaus sönghljóð. En þau eru ekki vel tamin, vegna þess að hann hefur aldrei nennt að temja þau. Og menn eru líka hræddir um að hann muni eyðileggja þau,vegna þess hvað hann fer ógætilega með þau. Ef svo fer kemst hann aldrei í Metropolitan, en hann getur átt góða framtíð fcem söngvari í kvik- myndum. 5W íW f 9 F - ÁRAMÓT - Viðleitni í Tagore-stí-1 eftir Selmu Lagerlöf Á nýársdag bý ég til fáein pappírsblóm, blóm úr rauðum, hvítum, bþium og gulum pappír, blóm úr pappír, því að allir laukagarðar eru visnaðir um þetta leyti árs. II. . . ! \ „Ó,“ segi ég, „litlu gerviblóm, í hvert ykkar vil ég rista ósk. Síðan vil ég kasta ykkur út í fljótið eða láta vestanvindinn feykja ykkur burt eða dreifa ykkur út á veginn, svo að þeir, sem fram hjá ganga, safni ykkur og taki brott með sér. m. j.j .\-\ í nokkur blómanna risti ég ósk i um góða uppskeru, ' t um farargreiða og dýraveiðiiukku, um vernd frá sjúkdómum, eldsvoða og dýrtíð . um giftu í starfi, hvað, sem þið erfiðið og lángefni í áformum ykkar. Um öryggi föðurlands yklcar og heimila # og öryggi fyrir tilræðum og ofsóknum.“ J1 iv. .f-fK, Þetta allt risti ég í nokkur blóma minna og sá, sem metur slíkt, tekur þau með sér frá fljótsbakkanum. En í fáein blómanna rita ég svás erindi um ástarsælu. 1 / j Það verða aðeins örfá hálfyrði r um fjör, fögnuð og funa. x En ég veit, að margir munu einmitt leita slíkra blóma. Margir munu grípa þau feginshendi ef vestanvindurinn feykir þeim til þeirra. Og í nokkur blómanna pára ég ramma töfrastafi. 't'i Það eru þau blóm, er ljá skulu ykkur vizku, vizku til þess að fá risið möglunarlaust undir öllu, sem örlögin færa ykkur á árinu. Vizku til að láta ei áhyggjur buga ykkur. Vizku til að segja: „Allt hér er fallvalt, ekkert, sem þessa heims er, skal gera mér gramt í geði.“ . Vizku til að gleyma ykkur sjálfum og lifa fyrir aðra. Vizku til að þjóna Drottni og treysta ráðum hans. Vizku til að fagna því að hver liðinn dagur færir ykkur spölkorn nær fullkomleika og lausn. VI. Ég veit ei, hvort margir muni vilja hreppa þau blóm. Má vera, að einmitt þau liggi óhreyfð hjá vegarbrúninni. En til þín, ferðalangur, vildi ég sagt hafa: „Taktu þau frekar en nokkur hinna! Ef þú þegar á nýársdag leggur eitt þeirra þér við hjarta, þá mun það ár verða hið auðnuríkasta, sem þú enn hefur lifað.“ ^ _____________ _ J'F* Einar Guðmundsson þýddi. í / TW w "n; zw r. 'ie ■ w •T*r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.