Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 12
r 56 i 'S LESBÓK MORGUNBLADSINS , íorvaltari, sem hefur erfiðasta hlut- \ verkinu að gegna. Valtarar í for- , vélinni eru alhr með tönnum líkt og á sög. Þegar ullin hefur farið í gegn um forvélina, tekur aðalvélin ^ við, fyrst sívalningurinn, þá vinnu- , valtarar, sem flytja hana upp á t vendara, er skila henni aftur niður ■( á sívalninginn. Síðan tekur bursta- valtarinn við henni og flytur hana yfir á svonefndan „klettuvals“, sem er með fínum kembinálum, og hefur það hlutverk að str’júka hárin þannig að þau liggja samhliða, en sé þó aðgreind hvert frá öðru. Þá tekur við annar valtari með geisi- miklum snúingshraða og á hann að hreinsa burt öll þau óhreinindi, sem eftir kunna að vera í ullinni. Undir sívalningnum og bursta- valtaranum er enn einn valtari, sem tekur við þeim lausu hárum, ; sem burstavalarinn nær ekki og , flytur þau yfir á sívalninginn aftur. , Fyrir aftan „klettuvalsinn“ er til- , færsluvaltari, sem flytur ullina yfir k á aðalsívalninginn. Vinna forvélar- ’ innar er í því fólgin að strjúka ull- k arhárin í sem beinastar stellingar, svo að þau liggi sem jafnast.* | Þegar ullin kemur á aftakarann , er þún eins og fín og þunn slæða. k Á aftakaranum eru kambar, sem \ strjúka slæðuna af og fellur hún ( þá j nokkurs konar trekt og mynd- ; ast við það hið svonefnda kembi- lk band, sem fer niður í hreyfanlegar könnur við enda vélarinnar. Þar sem kambgarnsiðnaður er { rekinn í stórum stíl, er kembiband-* \ ið undið upp í átóran hnykil. En þar sem minna er unnið, er hver t kembivél með könnur, sem skipt \ ~-------------- f * Eins og fyrr er getið eru til margar \ kembingar aðferðir. Ein er. t. d. alveg >( öfug við þá, sem lýst er hér að fram- an. t>á fer ullin fyrst gegn um fóður- , valterana. þá tekur burstavaltarinn við, *, þá ,)klettuvalsinn“ o. s. frv. og -seinast \ fer jullin gegn um forvélina og yfir á í höfuðsívalninginn. er um jafnóðum og þær fyllast. Áður en kembing hefst, þarf margt að athuga. Er það þá fyrst grófleiki bandsins, því að viss þyngd verður að fara á hvern metra. Og til þess að þetta raskist ekki verður að vega kembibandið við hverja 5 metra. Þunginn á metra er misjafn og fer eftir gæð- um ullarháranna og svo hversu fínt garnið skal spinnast. Einnig þarf að taka tillit til teygjanleika ullar- innar, en hann er breytilegur eftir gæðum. Ullin teygist alltaf meira og minna, en í mörgum tilfellum er það temprað með snúningshraða fóðurvaltaranna og aftakarans. Ef hraði fóðurvaltaranna er minnkað- ur, teygist ullin meira, svo slæðan verður þynnri. Einnig er hægt að láta aftakarann vinna á svipaðan hátt. Til eru margar gerðir kembing- ardúka. Sé notaður of fínn kemb- ingardúkur við grófa ull, skemm- ast tennurnar við kembinguna, þær beygjast aftur, svo að kembið stór- skemmist. Og ekki nóg með það, heldur gliðna ullarhárin of mikið í sundur og þar með hefur bandið tapað gildi sínu. Ef notaður er gróf- ur kembingardúkur við fína ull, kembist hún illa, þannig að mikið affall verður, en það ber auðvitað að varast eftir fremsta megni, því að mikið affall er mikið tjón. Til þess að koma í veg fyrir slíkt, verð- ur gróf ull að kembast með grófu kembi, en fín ull með fínu kembi. Nálarnar í fínum kembidúki eru mjög þéttar og þar af leiðandi grípa þær fastar um ullarhárin, en öfugt með grófu kembi. Við kambgarnskembingu er not- aður svokallaður „Kautshcuk“ kembidúkur. Nálarnar eru um 9 mm á hæð og nálaroddarnir eru sérstaklega hertir, svo að þeir hald- ist beittir sem lengst. Fyrir 25—30 árum var tekin upp ný kembiaðferð í Bandaríkjunum. Reyndist hún ekki vel fyrst í stað, en fyrir 8—10 árum hafði hún verið endurbætt svo, að hún er nú farin að ryðja sér til rúms á meginlandi Evrópu. Er kembidúkurinn þar frá- brugðinn venjulegum „Kautschuk" dúk að ýmsu leyti. Vinnuvinkill er annar, svo að kembið verður gróf- ara og ullarhárin slitna síður. Ullin festist ekki í þessu kembi. Ekki þarf að brýna nálarnar nema 3—4 hvert ár, en í venjulegu „kauts- chuk“-kembi þarf að brýna þær 1—2 á ári. Afköstin er hægt að auka um 30—50% fram yfir venju- lega kembingu, án þess að ullar- hárin skemmist. Kembingarsamstæður, sem nota stutt kembi, hafa engan bursta- valtara og afföll í þeim eru sögð lítiL ' í ullinni má ekki vera meira en 1% ullarolía, og er ullin því óhæf í „streich“-garn. Kembidúkurinn hefur þann ókost, að ef hann skemmist, er mun lengur verið að gera við hann en „kautschuk“-dúk. AÐGREINING Aðgreining er það kallað að að- greina stuttu ullarhárin frá þeim löngu, og ná úr ullinni öllum ó- hreinindum, sem eftir hafa orðið við þvottinn, því að það er mjög áríðandi að kembibandið sé vel hreint áður en fínspuni fer fram. Kambgarnið verður þeim mun betra sem mat og þvottur hefur verið betur vandað og ullarhárin eru sem jöfnust. Nú byrjar hin svokallaða for- teygja (Gilbox 1 — Gilbox 3). For- teygjan er í því fólgin að mörg kembibönd eru lögð saman lárétt í vélina svó að öll ullarhárin liggja langsum frá einu Gilbox til annars. Er ullin nú teygð þannig, áð haldið er í við kembibandið. Þegar það hefur fengið ákveðna teygju, strjúka nálakambarnir það til þess að slétta öll hárin og teygja úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.