Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 13
5- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kambstóll. Svo fullkominn er hann nú orðinn, að sama er hvort hann tekur ofan af fínni ull eða grófri, og mun vera útbreiddasti kamb- stóll í heimi. Hinn svonefndi „hringkambstóll“ er líka mikið notaður. Hann smíð- aði Englendingurinn James Noble árið 1853, og þess vegna kalla’ Eng- lendingar hann „Noble Camb“. — Hann er með hringkambi og, er að- allega notaður fyrir langa og grófa ull. Listers og Holdens kambstólar eru ekki jafn útbreiddir. Það mun hafa verið árið 1843 að Samuel Lister smíðaði sinn kambstól, en líkaði hann ekki og segir sagan að hann hafi gefist upp við stólinn í bili að minnsta kosti. Nokkru síðar byrjaði hann aftur, og þá tókst bet- ur. Smíðaði hann þá kambstól, sem nú er talinn einhver bezti kamb- stóll fyrir langa og grófa ull, svo sem Mohair. " Isaac Halden smíðaði sinn kamb- stól 1857 og mun hann vera sér- staklega notaður við allra fínustu þelull, svo sem Botany-ullina frá Ástralíu, sem talin er þelmesta og fínasta, Merino-ull, sem til er. í Það yrði allt of langt og flókið mál að skýra frá því, hvernig kambstóllinn, þessi Völundarsmíð, vinnur. En frá honum má kallk að komi nýtt kembiband, og fer-það nú að nýju í Gilbox 3—4 til eftir- teygju. Að þeirri teygju lokinni er það kallað „tops“-band (á ensku tops, á þýzku kammzug og frönsku trait). ; EFTIRÞVOTTUR Topsbandið fer nú til vélar, sem er með líku sniði og hinar fyrri, en þó nokkuð frábrugðin. — Á frönsku nefnist hún „lisseuse", sem eiginlega merkir slípunarvél eða sléttunarvél. Hún er mjög merki- leg og hefur í alla stáði mikla þýð- ingu fyrir þá meðferð er bandið fær þar á eftir. Eins og sjá má á framansögðu hefur ullin nú fengið geisi fjöl- breytta meðferð. í öllu þessu volki hefur hún misst mikið af lífi sínu, og er svo að segja dauð og hárin loða ekki lengur saman. Þessi vél hreinsar úr henni alla ullarolíuna og á leið sinni í gegn Forspunavél Kambstóll þeim. Taka þá við fergivaltarar, sem laga kembibandið til. Einnig er þar snúningstrekt, sem setur á það falskan snúð, sem veldur því að hægra er að teygja það á leið- inni til næsta Gilbox og svo koll af kolh. Þegar svo kembibandið hefur farið í gegn um forteygjuna, er það sett í kambstól. r KAMBSTÓLAR Kambstóllinn hefur það hlut- verk að aðgreina öll stutt hár frá þeim lengri og hreinsa úr ullinni öll óhreinindi er eftir kunna að vera. Það er þessi vél sem raun- verulega hærir og skilur fínustu þelhárin frá. Svo fullkomin eru vinnubrögð hennar, að engin mannshönd gæti gert það jafn nákvæmlega. Aðallega eru notaðar f jórar teg- undir kambstóla. Franski kambstóllinn, sem upp- haflega var smíðaður af Þjóðverj- anum Josua Heilmanji árið 1845, Og var þá einungis notaður fyrir baðmull, en var síðan endurbættur af A. Cun í Frakklandi, og þess vegna er hann nefndur franskur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.