Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 58 ! um vélina íer bandið í gegn um ! þvottaker ,sem í er sápuvatn. Það- ' an fer það í annað ker sem í er ‘ hreint skolunarvatn, stundum er þó notuð í það afarveik mýrasýra. Nú taka við bandinu fergivaltar- ' ar, sem vinda það áður en það fer * • í þurrkunarkassann, en í honum 1 geta verið allt að 30 gufuvaltarar ' með 5—6 „atmosfer“-þrýstingi, svo 1 hitinn verður nokkuð mikill. í ull- ' inni er hornkennt eggjahvítuefni ! (keratin), sem er mjög teygjanlegt ! við mikinn hita. Þegar ullarhárin ! hitna rétta þau því úr sér og verða ! eins og meira lifandi. Þegar band- ' ið er komið í gegn um vélina, taka 1 við því nálkambar, sem vinna líkt ' og Gilbox. þ \ FORSPUNI Það hefur afar mikla þýðingu ! fyrir mýkt og fyllingu kambþráð- [ arins, að forspuninn takist vel. Því [ betri sem hann er, því betri verður ' fínþráðurinn. Til eru margs konar spunakerfi. 1 Sum setja snúð á kembiþráðinn, : önnur vöðla honum saman með ■ skálmum, og þannig er t .d. franska kerfið. Á .þann hátt verður þráð- urinn alltaf mýkri og nær alveg laus við olíu fyrir fínspunann, svo að fylling og mýkt verður enn meiri. í forspunakerfi eru 9—10 véla- samstæður af mismunandi gerðum ( og grófleika. Þær vinna á svipaðan ' hátt og Gilbox, og teygja og f strjúka ullarhárin svo að þau liggi 1 sem sléttust. Forspunavélarnar eru venjulega 1 nefndar „Passage“, eða stytt í r „pass“. Átta fyrstu vélapnar eru 1 grófar og meðalgróíar, en tvær hin- [ ar seinustu eru kallaðar fín-for- ! spunavélar. r ■ Þegar „tops“-bandið er sett í 1. f vél verður að ákveða hvaða gróf- ^ leikanúmer bandið á að hafa við 9. og 10. vél. Einnig verður sá, sem umsjón hefur með forspunanum, að athuga rækilega: 1. að engin mistök eigi sér stað við forspunann. 2. að forgarnið fái sitt ákveðna olíumagn. 3. hvernig bezt er að tryggja hið . ákveðna forspunanúmer. 4. hvernig haga skuli hinni svo- nefndu „endurtekningu“. 5. hvort forgarnið á að spinnast í flatspunavél eða hringspuna- vél. Öll þessi atriði krefjast mikillar leikni og athugunar. Hina svokölluðu endurtekningu er hægt að framkvæma á margvís- légan hátt, og hún hefur geisimikla þýðingu fyrir afköstin. Þarf þá einnig að gæta hinnar mestu var- úðar. Oft er hún þannig fram- kvæmd að ullarhárin missa að mestu leyti gildi sitt, og er því um að kenna, að meira er hugsað um afköstin en gæðin, og kemur það þegar í ljós þegar farið er að spinna fínþráðinn. Þess verður vandlega að gæta að teygjan forgarnið komi hægt og sígandi. Þegar „tops“-bandið hefur verið geymt í 4 vikur, er það forspunnið og byrjað á 1. vél. Fyrst taka við því fóðurvaltarar, sem flytja það til nálakambanna, sem kemba og teygja það og leggja ullarhárin samhliða. Eftir fjórar fyrstu umferðirnar verður breyting á vinnuaðferð við forspunann. Nú er „tops“-bandið kembt og teygt meira og nákvæm- ar en áður svo að það verði að fínna forgarni. Nú hverfa hinir svokölluðu nálakambar, en í stað- inn koma hringkambar með mjög finum nálum. Þar koma líka burst- ar, því að nú þarf að teygja og strjúka forgarnið af enn meiri ná- kvæmni en gert hefur verið. Eftir átta umferðir er komið að seinustu tveimur vélunum, en þeg- ar ullin hefur gengið í gegn um þær, er „tops“-bandið orðið að for- garni, og hefur fengið sitt ákveðna grófleikanúmer. Við hverja forspunavél er þyngd bandsins athuguð og verður að gæta hinnar mestu nákvæmni við það. Skulu vegnir 5 metrar fyrst, en 10 m þegar kemur að seinustu vélunum. Ef 10 m vega 5 gr hefu.r forgarnið grófleika, sem svarar til þess að 2000 m fari í kg. Nú er bandið orðið að fínum og jöfnum þræði, en þó án snúnings eða þéttleika. Hafa hárin verið teygð svo í forspunakerfinu, að teygjan er nú orðin fertugföld. Er bandið nú lagt til geymslu þangað til fínspuni getur farið fram. —• Hefur hcr ve:ið reynt að útskýra örlítið þá mcðferð, sem ullin fær frá því húii er metin og þar til forspupa lýkur, en sú meðferð er þó mörgum sinnum margbrotnari en unnt er að lýsa í stuttu máli. Í FÍNSPUNI Ullin er spunnin í fínband eftir tveimur spunakerfum, sem eru gjörólík, eftir því hvort um „streich“-garn eða kambgarn er að ræða. Tala snúninga á cm fer eftir grófleika garnsins og gæðum ull- arinnar, einnig nokkuð eftir því til hvers á að nota garnið. Sé um „streich“-garn að ræða þá á það venjulega að fara í grófari ullar- vörur, þar sem það á fyrir sér að þæfast, ýfast og lóskerast. Kambgarn er aftur á móti notað í hina þynnstu klæðadúka, alls konar fínan mynzturvefnað og all- an fínasta prjónlesiðnað, þar sem lagt er kapp á að bandið hafi mýkt og fyllingu. Fínspunavélin á að teygja for- garnið endanlega, svo að það fái sína ákveðnu snúðhörku. Téýgja fínkambgarnsins er nokkuð mis- munandi, og fer eítir númeri for- garnsins, getur verið 6—11 íöld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.