Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 ^’u.aíí ar i ánió Að hreiðurdraumum hungurvofa læðist í hörkufrosti, byl og myrkri svörtu, því úti á skafli skjálfa svangir fuglar, og skelfing eru döpur þeirra hjörtu. Þeir hafa hlaupið, flögrað, fundið ekkert, sem fróað gæti þeirra tómu mögum, því lítil fuglsnef lenda í snjó og klaka, í leit að mat á þessum vetrardögum. En nokkur fet frá fuglahópnum svanga er fólk, sem nýtur hlýju ofna sinna í ljósadýrð og hefði betri heilsu á hverjum degi að borða aðeins minna. Það dáir sumarfugl, sem fer á hausti. Hvort fær það ekki lært að reynast betur sérhverjum tryggum fugli fósturjarðar, sem flýr ei land um kaldan, hvítan vetur? . Ég, yður, konur, ástarkveðju sendi. Þér alltaf hafið sitthvað gott á prjónum. Að gestrisninnar gróðri í brjóstum hlúið og gefið litlum fuglum úti í snjónum. Sem stjörnur himins ljóma lítil augu í leik, er mettir snjótittlingar kætast, sem dóú ekki úr hungri, en halda lífi, svo hreiðurdraumar þeirra fá að rætast. Kjartan Gíslason frá Mosfelli. en það var sjónhverfing vegna lit- \ anna og vegna þess hvað loftið var s tært. Þeir þóttust mundu geta ) kastað steinum af barminum niður 5 í vatnið, en hvernig sem þeir ] reyndu, þá drógu þeir aldrei alla | leið. Og þegar þeir fóru að staul- ] ast niður hina stórgrýttu brekku, i kom í ljós að hún var 400 feta há. Þarna störfuðu þeir svo að rann- \ sóknum um þriggja vikna skeið. i Lengur þorðu þeir ekki að vera | þar, vegna þess að þeir óttuðust að vötnin færi að leggja, svo að flug- vélin gæti ekki sótt þá, og það var ekki þægileg tilhugsun, að verða strandaglópur þarna norður í hinni miklu auðn, undir vetur sjálfan. Þetta var í lok júlí og byrj- un ágústmánaðar og fengu þeir oftast gott veður, en þó gerði krapa hríð öðru hvoru. Og svo köld eru sumrin þarna að fannir leysir aldrei til fulls. Töldu þeir víst, að ef með- alhiti ársins lækkaði svolítið, þá mundi jökull leggjast yfir land- ið. Vatnið reyndist hyldjúpt, allt að 825 fet, en svo tært að sá til botns á 115 feta dýpi. Mjög lítill gróð- ur var í því og það hefir ekkert af- rennsli. Þeim þótti því undarlegt að fiskar voru í vatninu og telja hreinustu ráðgátu hvernig þeir hafi komizt þangað og hvernig þeir geti lifað þar. En fiskarnir voru heldur ekki frýnilegir, með gríðarlegan haus, en búkurinn eins og slytti. Þeir vógu 2—3 pund, en í Muse- umsvatni var mikið af fallegri og feitri bleikju, sem vóg allt að 13 pund, eða sex sinnum meira. Svo mikill munur er á lífskjörum í þess- um tveimur vötnum, sem eru þó hvort hjá öðru. Þeir vísindamennirnir gengu til fulls úr skugga um það, að hér var hvorki eldgígur né far eftir ís. Hér hafði loftsteinn fallið til jarð- ar fyrir þúsundum ára, hinn stærsti loftsteinn, sem nokkru sinni hefir á jörðina fallið, svo vitað sé. Þvermál gígsins er 11.500 fet og þeir gera ráð fyrir að þvermál loft- steinsins hafi verið helmingi minna. Stærsta far eftir loftstein, sem fundizt hefir áður, er hinn svo- nefndi Arizonagígur í Bandaríkjun- um, sem er 4000 fet í þvermál, eða ekki nema þriðjungur á móts við gíginn þarna norður á Ungava- skaga. Vísindamenn áætla, að steinninn, sem þar féll til jarðar hafi farið með 33.000—150.000 mílna hraða á klukkustund. Hann hefir verið glóandi og um leið og hann snart jörðina, hefir hann svo að segja leystst upp. En högg- ið af árekstrinum varð þó svo ó- skaplegt, að hann reif og tætti upp eitilhart granit berglagið eins og það væri frauð og myndaði þarna í einu vetfangi 1325 feta djúpan gíg. Engin kjarnasprengja mundi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.