Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 Fimm aíkvæmi sama lerkitrésins er sýna yfirburði bastarða. 2. og; 5. tré frá vinstri eru hreinkynja en hin 3 kynblcndingar. Nr. 2 og 5 er Larix Gmelini, en 1, 3 og 4 eru L. Gmelini X Kaempferi. góð afkvæmii og heíur Syrach Lar- sen búið til marga lerkibastarða, er hafa mikla eiginleika til vaxtar- hraða og góðs vaxtarlags. Ennfrem- ur hefur hann búið til bastarða af sitkagreni og hvítgreni, sem virðist taka bæði sitka- og hvítgreni fram við dönsk vaxtarskilyröi. Og margt fleira mætti telja, sem hann hefur „skapað“ og gert vel úr garði, en það yrði of langt mál að sinni. KYNBÆTUR í FRAMKVÆMD Nú er þessari kynbótastarfsemi á sviði skógræktar þannig hagað í Danmörku, að í sambandi við gamla trjágarðinn í Charlottenlund og nýj'u stöðina í Hörsholm, sem hvort tveggja er á vegum Land- búnaðarháskólans, eru gerðar til- raunir með, hvaða einstaklingum beri að fjölga og hverja þeri að æxla saman og þar fram eftir göt- unum, en svo er önnur stöð rekin af ríkisskógræktinni, þar sem stór belti, og svæði eru vaxin ágræddum úrvalstrjám og þar er svo fram- leitt fræ af þeim í stærri mæli en kostur er á í tilraunastöðinni. Syrach Larsen er að vinna braut- ryðjendastarf, sem þegar hefur fengið viðurkenningu um heim all- an. Aðferðir hans er nú verið að taka upp víðs vegar um Ameríku, Afríku og Ástralíu, og danskir .lærisveinar hans eru mjög eftir- spurðir um víða veröld. Ekki er vafi á, að hér á íslandi er nauðsyn á að koma upp fræ- ræktarstöð á svipaðan hátt og í Danmörku. Gott fræ er undirstað- an að allri skógrækt hér á landi, og gróðrarskilyrði íslands meina okkur að nota annað fræ' en af nyrztu skógarslóðum heims. Fræ- söfnun á þeim stöðum er seinleg og erfið og kostar of fjár. Að vísu verður ekki fræræktarstöð reist fyrir minna en um 100—200 þús- undir króna, en þetta er starf, sem víkja verður að hið bráðasta. ■ ÍW rl í BRÉF FRÁ LITLUM DRLNG TIL FORSETANS Þetta er úr bréfasafni Ilarri S. Trumans forseta: — Kæri forseti. Ég er ekki neuia tiu ára og ég á bróður, sem er sjö árum eldri en ég. Okkur langar til að biðja þig að vísa okkur á hvar við getum lært að reka mjólkurbú og ali- fuglarækt. Ef þú vilt ekki segja okk- ur það, þá mun ég snúa mér til Dewey, og svo skal ég sjá um það að mamma kjósi þig ekki næst ....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.