Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 1
4. tbl. Sunnudagur 10. febrúar 1952 XXVII. árg. HÁKON BJARNASON: KYIMBÆTIIR TRJÁA Starf Dr« C. Syrachs Larsens ^ ER MENN fóru að kynbæta nytja- jurtir með góðum árangri, datt víst engum í hug, að kynbæta mætti trén nema á óralöngum tíma, því að fæst tré bera fræ fyrr en þau eru um hálfrar aldar gömul. Ef nota ætti hinar venjulegu jurta- kynbótaaðferðir við trén, mundi það hafa tekið þúsund ár að gera það, sem hveitiræktarmenn gátu gert á 10 árum. ERFIÐLEIKAR VIÐ KYNBÆTUR TRJÁA Hins vegar var mönnum ljóst, að trén lytu alveg sömu erfðalögmál- um og aðrar plöntur. Víða um heim höfðu menn um langt skeið sótzt eftir að safna fræi af beinvöxnum og fögrum trjám, en sú aðferð var bæði afar seinleg og ekki var ávallt víst, að hún gæfi góða raun. Undir '>*slíkum kringumstæðum vita menn aldrei deili á feðrunum, og á þann hátt geta góðir eigin- leikar móðurinnar rokið út í veður og vind í fyrsta ættlið. í annan stað er ekki ávallt unnt að dæma arfgenga kosti trjáa út frá vaxtarlaginu einu saman. í sam- býli við önnur tré geta ýmsir ein- staklingar skarað fram úr hinum fyrir ytri aðstæður, sem menn fá ekki greint, og svo getur mönnum skotizt yfir tré, sem kunna að hafa alveg prýðilega kosti, en hafa kræklazt og bæklazt sakir þess, að önnur tré hafa skyggt á þau og þrengt að kostum þeirra, eða þau hafi verið bitin og skemmd í æsku. Loks er það svo, að þegar menn hafa fundið gott tré til þess að kyn- bæta, þá var ekki nokkur kostur á að gera það með hinum venjulegu jurtakynbótaaðferðum, nema með því að reisa palla umhverfis krónu trésins og láta menn vinna þar uppi annað, þriðja eða fjórða hvert ár, er tréð bar blóm. Auk þessa, sem hér er getið, koma enn fleiri örðugleikar til greina við kynbætur á trjám, ef menn ætla sér að nota hinar venju- legu aðferðir. ÞÁTTUR SYRACHSLARSENS Maður er nefndur Carl Syrach Larsen. Hann er fæddur 6/7 1889 Dr. C. Syrach Larsen. og lauk háskólaprófi í skógrækt árið 1923. Strax og hann hafði lok- ið prófi, fór hann að sýsla með kyn- bætur trjáa, og árið 1937 varði hann doktorsritgerð sína, er fjallaði um nýjar aðferðir við kynbætur trjáa. Eftir það varð hann forstöðumaður trjágarðsins í Charlottenlund og fékk þá loksins sæmileg vinnuskil- yrði. Síðan hefur hann gert alveg ótrúlega hluti á sviði trjákynbóta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.