Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 11
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Til þess að ná henni úr ullinni, þarf að nota lút. Rýrnun ullarinnar getur verið nokkuð mismunandi við þvottinn, 30—70% og fer það auðvitað eftir því hve mikið er í henni af svita, sauðfitu og óhrein- indum. Ullartáning fer þannig fram, að ullin er sett í kassa, sem í eru 1—2 sjálfvirkir svonefndir slagkambar, sem á eru stáltennur, sem hafa það hlutverk að tæja ullina út úr þar til gerðum þrýstivölturum, en þá taka við tilfærslu valtarar, sem flytja ullina til viðtökukassans. — Hreyfingar þessa áhalds er hægt að hafa hraðar og hægar og fer það eftir gerð ullarinnar. Af tilfærsluborði fer ullin niður í fyrsta þvottakerið. Eru í því gafflar, er grípa í ullina og kaffæra hana. Tekur nú við hvert kerið af öðru. í 3 hinum fyrstu er lút, én í 4. og seinasta kerinu er skolunar- vatn. Gafflarnir flytja ullina ker úr keri mjög hægt, svo að fíngerð ull flókni síður eða þófni. Við enda 4. kersins er þurrkunarskápur, sem er sjálfvirkur og þurrkar ullina með heitu lofti. Þegar ullin kemur þaðan, er sett í hana ákveðið magn af olíu. Ég minntist á það áðan, að til væri margs konar þvottaaðferðir, og skal nú til gamans minnast á aðra. Þá er haft hreint vatn í fyrsta kerinu og gafflarnir hreyfast þar mjög hratt. í tveimur næstu kerum er lút og þar hreyfast gaffl- arnir mjög hægt. í seinasta kerinu er svo skolvatn og þar hreyfast gafflarnir hratt. Ullarfræðingar eru ekki á eitt sáttir um hvor aðferðin sé betri. Um hitt eru þeir allir samrpála, að aðalvandinn liggur í skolun ullar- innar. Ef skoluninni er ábótavant, getur það valdið miklu tjóni, t. d. við litun ullarinnar og þá sérstak- lega ullarbands, sem vandasamara er að lita en óunna ull. 55 (jfj; Forteygja KEMBING Þegar ull er kembd, leggjast ull- arhárin samhliða í kembunum. — Bezt kembing næst með því að hafa stóran flöt, svo að ullin greiði sem mest úr sér og hárin geti legið sam- hliða. Þannig er ullin greidd sund- ur í kembingarvél, með stórum sívalningi, sem nefnist „tambon“ á fagmáli. Ennfremur eru í véhnni valtarar, vendarar og aftakari (Peigniur). Þessir valtarar og véla- hlutar hafa óslétt yfirborð til þess að kembingin verði sem bezt og ullin flytjist af einum fleti á annan. Kembidúkurinn er með smánálum, sem mynda 65° horn (og er það nefndur vinnuvinkill). Nú eru mest notaðar tvær gerð- ir kembingarvéla, hin svonefnda öxulkembingarvél og flatkembing- arvél. í hinni fyrri eru margir valt- arar með kembidúki. Samsetning kembivéla getur verið nokkuð mis- munandi eftir því í hvað ullin á að fara. Ein „streich“-garns kembingar- vélasamstæða er venjulega 2—4 vélar. En ein kambgarns kembi- vélasamstæða er: tveir sívalningar (tambour), 4—6 vinnuvaltarar með (Gilbox) tilsvarandi vendurum og aftakara (Peigneur), einnig burstavaltari (volant) og hreinsunarvaltari. Flatkembingarvél er frábrugðin öxulkembingarvél, og er aðallega notuð við kembingu bómullar. Er hún með palli og á honum liggja hin svonefndu vinnuborð, sem gerð eru úr járnstöfum og þakin- kembi- dúki. Á henni er sívalningur og aftakari, en enginn burstavaltari, og vinnuvinkillinn er 75°. Áður en ullin er kembd, er borin í hana sérstök ullarolía. Er það gert til þess að hárin greiðist betur sundur, slitni síður, og renni betur í gegn um vélina, því á yfirborði háranna er eins og örlítið hreistur, sem veitir dálitla mótstöðu. Enn- fremur verður þá hin svonefnda kembislæða (flor) mikið jafnari og minna ryk kemur úr kembivélinni. Þegar ull er fullþvegin og þurrk- uð er enn í henni um 18—20% af raka og þar við bætast" svo 3—5% af ullarolíu. Frá færsluborði fer ullin í svo- nefnda fóðurvaltara, sem eru fimm á kambgarnskembivél. Þessir valt- arar raða ullarhárunum nokkurn veginn samhliða. Síðan tekur við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.