Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 Neglt fyrir glugga í Miami. Miðvikudaginn 17. sept. klukkan 12 á kádcgi. Jeg er enn að bíða. Fellibylur- inn enn ókominn. Er á eftir áætlun sá gamli. Jeg svaf líka mjög sæmi- lega í nótt. I'ó vaknafti jeg öðru hvoru þegar gauragangurinn var sem allra verstur. Fjandi er hann nú samt hvass! Vindhraðinn hjerna er nú sagður um 130 kílómetrar. í Palm Beach um 200 kílómetrar. Seinna í dag er búist við að hann komist í 200 kílómetra hjerna á Miami strönd. Jeg er að velta því fyrir mjer hvernig þá verði umhorfs hjerna, því að núna hristist þessi sjö hæða bygging eins og í jarðskjálftakipp- um. Hjerna á 7. hæð er eins og mað- ur sje að róla sjer uppi í flaggstöng! í morgun sagði jeg við sjálfan mig: Það er ekki svo hvast að mjer sje ekki óhætt að skreppa niður að sjó og taka myndir. Læddist síðan út svo lítið bar á. Komst niður að sjónum án mikilla erfiðleika. Og þar gat að líta sannkallaðar nátt- úi'uhamfarir: Ægifagrir himinháir brimskaflar ultu utan af hafinu og kembdi sjó- rokið aftur af þeim. Síðan splundr- uðust þeir eins og atómgos á strönd inni og ruku út í loftið. Þó hef jeg sjeð miklu fegurra brim í Vestmannaeyum og í Höfn- unum. — Annars var skygni erfitt vegna sjóroksins. Eitt ólagið var svo stórt að sjór- inn flæddi yfir malarkambinn og jeg varð að taka til fótanna. Með fióðölduna á hælunum! Láta mjer svo nægja að taka kvikmyndina úr meiri fjarlægð. v Sjórinn flæðir nú um allan bæ og ekki gott í efni. En fólkið hímir í hótelskálanum og skrafar um fellibylinn. Sumt er áhyggjufult. Aðrir spila á spii og dreypa á sjúss. Öll útivist og umferð er lífshættu- leg og stranglega bönnuft. Fimmtudaginn 18. sept. Um hádegið. Jeg ætla að gera skaðabótakröfu á upplýsingaþjónustuna! Jeg hef verið gabbaður. Fellibylurinn náði sem sje hámarki sínu um kl. 11 í gærmorgun. Og jeg hafði ekki hug- mynd um það. — Og vindhraðinn var ekki 130 kílómetrar, eins og mjer var for- talið, heldur að meðaltali 150 kíló- metrar. Með hrynum upp í 180 kílómetra. Það er svipaður hraði og jeg hef komist hraðast í splunkurnýum Oldsmobile á Pennsylvania Turn- pike. Eða tæpar 110 mílur á kist. En eftir á að hyggja: Ef jeg hefði vitað að fellibylurinn var upp á sitt versta í gærmorgun, hefði jeg kanske ekki þorað út! Fyrir bragðið get jeg stært mig af að hafa verið úti í 180 kílómetra fellibyl að taka landslagsmyndir! Jeg er þó dálítið gramur yfir að hafa ekki vitað betur af augna- blikinu. En hildarleiknum er sem sje lok- ið á þessum stað að þessu sinni og bylurinn heldur austur yfir landið og dregur á eftir sjer slóða evði- leggingarinnar. Hjer er ljótt um að litast. Brotin pálmatrje liggja þvert um sfrætin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.