Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 1
11. tbl Sunnudagur 18. mars 1951. XXVI. árgangur. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor: ANNA PJETURSDÓTTIR OG GALDRA-LOFTUR LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR er um þessar raundir að heíja leiksýning- ar á Önnu Pjetursdóttur eftir norsku höfundinn Hans Wiers-Jenssen. Þar sem þetta leikrit hefur sennilega haft áhrif á eitt höfuðverk ís- lenskra leikbókmenta, Galdra-Loft .lóhanns Sigurjónssonar, skal hjer nokkuð frá þeim efnum skýrt. Leikritið Anna Pjetursdóttir hef- ur aldrei verið prentað, þótt und- arlegt sje, þar sem það er nú 43 ára gamalt, er vafalítið besta og áreiðanlega langþektasta verk höf- undarins, er á þó margt annað út gefið, og hefur oft verið sýnt í leikhúsum víða um heim alt fram á þennan dag og einnig verið kvik- myndað. Hingað til lands barst það með þeim hætti, að Lárus Sig- urbjömsson skrifaði það upp í Björgvin 1934 og hóf síðan þýð- ingu þess, þar eð fyrirhugað var þá að sýna það í Reykjavík. En þegar þær fyrirætlanir brugðust, hætti Lárus við þýðingu sína. Hon- um duldust hins vegar ekki lík- ingaatriði þess og Galdra-Lofts Jóhanns Sigurjónssonar. Þegar jeg fjekk Galdra-Loft sem efni í meistaraprófsfyrirlestur minn fyr- ir rjettum áratug, benti Lárus mjer á þetta norska léikrit til saman- burðar og Ijeði mjer eftirrit sitt til aflestrar. Gerði jeg þá grein fyrir þeim tengslum, sem kynnu að vera miili leikritanna. .Ásíðast- liðnu sumri fjekk jeg svo Ijeð frá Þjóðleikhúsinu í Björgvin vjelrit- að eintak af Önnu Pjetursdóttur til að skrifa það upp. Vaknaði þá að nýju áhugi á leikritinu, Lárus lauk þýðingu sinni, og það er nú tekið til sýninga. Úr því að svo er kom- ið, skal hjer nokkuð skýrt frá höfundinum og leiknum og þeim líkum, að hann hafi haft gildi fyr- ir leikritun Jóhanns Sigurjónsson- ar, þótt væntanlega fái jeg seinna tækifæri til að gera þessu efni — og einkum Galdra-Lofti Jóhanns j heild sinni «— fyllri og verðugri skil. Höfundur Önnu Pjetursdóttur, Hans Wiers-Jenssen, er fæddur í Björgvin 1866 og alinn þar upp, en bjó lengstum í Osló, og þar and- aðist hann 1925. Hann var fjöl- hæfur maður og fljóthuga, af- kastamikill og kom víða við, var m. a. rithöfundur, þýðandi, blaða- maður, leikhússtjóri og um eitt skeið leikari. Og sem rithöfundur var hann ekki við eina fjölina feldur, samdi m. a. einhvern fyrsta og besta norska skopleik (revyuna Tutti Frutti 1893) og biblíusögu- legt leikrit (Sál), en einnig skáld- sögur, bæði sálfræðilegar og sögu- legar. Merkustu skáldrit hans hafa norska menningarsögu að baksýn og eru tengd fæðingarbæ hans, Björgvin. Svo er einmitt um leik- ritið Önnu Pjetursdóttur (Anne Pedersdotter). Það er frá sið- skiptatímunum og galdraöldinni, gerist í Björgvin 1574. Aðalpersón- ur eru sannsögulegar, en mjög frjálslega farið með sögulegar steðrevndir, t. a. m. kemur mjög

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.