Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 8
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r « Brotin pálmatrje liggja þvert uin strætin. og kókoshnetur á við og dreif. — Gluggar eru brotnir og tætlur af auglýsingaskiitum og ýmiskonar húsabraki liggja eins og hráviði um alt. Göturnar eru margar á kafi í sjó og bærinn allur í sárum og sem dauður. Þótt ótrúlegt sje, þá er alt á floti í herbergi númer 711 á 7. hæð. Vatnið hefur sem sje bæði lekið i gegnum þakið og pískast inn með svalahurðinni. Busla jeg hjer ber- fættur í ökladjúpu vatnssullinu, til að eyðileggja ekki mina ágætu skó. En ekki býð jeg í gólfteppið hjerna og húsgögnin — og dýr mundi Haf- liði allur Lofthiti er nú um 30 stig á Cel- cius og loftrakinn nærri mettun eða 98%. Klístrast því flíkurnar við húðina eins og væru þær límdar með blautu hveitilími. Þetta er óskemtileg líðan og þann ig má búast við að ástandið verði í marga daga. Alt broshýra fólkið i litlu. buxunum er íarið! Besta iólkið í heiminum íarið! Til hvers er þá að bíða hjer?.hugsa jeg. Tek uur.au pjönkur míuar og held til Miamiborgar til þess að ná í flug- vjelina til Suður-Ameríku. — Flugvjelin leggur ekki á stað fyr en klukkan hálf eitt í nótt. Á meðan jeg bíð bregð jeg mjer á Clover Club. Það er flott nætur- búla, og næturuglurnar virðast ekki hafa veitt neinum stormi hvað þá heldur fellibyl eftirtekt. Hjá þeim var þetta í hæsta lagi stormur í glasi! Hjer Iýkur dagbókarbiöðunum. Ábætir. Miami strönd er yndislega i'ogur og veðursæld með afbrigðum, eins og þið hafið sjeð af því sem á undan er skráð! Fellibyljirnir a haustin eru a. m k. tilbreyting frá hinm sífeldu blíðu, sem annars kynni að verða leiðigjörn hjá jafn suðrænni mey. Við hin gullnu mjúku brjóst Miami brotna ylhlýjar og. bros- liýrar öldur Atlantshafsins vetur, sumar, vor og haust Já, hvér skyldi trua því að þetta Væri sáma hafið og það sem umlykur ísland og si^r það úr- svölum bjarnarhrammi i glórulaus- um heimskauts-hríðarbyl. En af suðurhluta þessa haís blása á vetrin hlýir en þó svalandi vindar, sem hressa og endurnæra Jóa, Fred og Bill, þar sem þeir eru að dorga eitir flugfiski, á meðan Dabbi kapteinn skimar ofan af stjórnpallinum. Eða feykja til gylltu lokkunum hennar Jönu, þar sem hún teygir letilega úr sjer í sandinum, svo að Mac freistast til að kyssa hana á alabastursháls- inn! Út úr siíkum smáatvikum kemur trúlofun, gifting, barneign og hver veit hvað! En sjávarloftið svalar a. m. k. þessum ljettklæddu bað- gestum þegar sólin ætlar að verða of nærgöngul og brenna þá upp. Suðrænn hitabeltisgróður umlyk- ur stræti og klæðir skrúðgarða fjölbreyttu lauf og blómskrúði. Búðargluggarnir keppast við alla þessa náttúrudýrð, að draga að sjer augu fólksins. Og lúxusinn er tæpast minni en í New York. Hjer er að finna flest það sem hugurinn girnist En hjer taka menn lííinu ró- legar en í New York, þar sem allir eru á hjólaskautum ef ekki með u tanbor ðsmótor. Hjer er hitabeltið að byrja og hjer eru menn að byrja að verða latir og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. En inn í þennan „tropiska“ leti- garð teygir sig þó sterkur armur framtaksins, sem vill starfa og afla fjár og frama. Þessi armur skapar þeim, sem vilja hvílast, njóta skemmtana og eyða fje sínu, hin ákjósanlegustu skilyrði til þess að ná þessu tak- marki. Hjer er auðvelt að losna við þá skiptimynt, §em ofþyngir vös- unum. Er. gjarna vildi jeg sjá þig aftur, Miami. Og vogaðu þá ekki að Sends. mjer annan fellibýl!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.