Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 4
160 U5SBÓK MORGUNBLAÐSINS ingu sína, að með göldrum og gjörningum hafi hún drepið mann sinn og seitt son hans á sitt vald. Þetta leikrit samdi Hans Wiers- Jenssen 1908, og var það þá sýnt í Þjóðleikhúsinu í Osló, þar sem mesta leikkona Norðurlanda, Jó- hanna Dybwad, ljek aðalhlutverk- ið. Var meðferð hennar á því jafn- an síðan talin einn af mestu leik- sigrum hennar. í Kaupmannahöfn var svo leikurinn sýndur (í Folke- teatret) þegar í ársbyrjun 1909, þar sem frú Dybwad ljek einnig hlutverk Önnu. Þótti þetta með. mest háttar sýningum þess leik- árs. Ekki er að efa, að Jóhann Sig- urjónsson, sem hafði þá dvalist í Kaupmannahöfn nærfelt áratug og gefið út 2 fyrstu leikrit sín (Dr. Rung 1905 og Bóndann á Hrauni 1908), hefur sjeð þessa sýningu og notið hennar af alhug. Um þessar mundir eða skömmu síðar hefur hann tekið að fást við Fjalla- Eyvind, sem prentaður var fyrst á dönsku 1911 og sýndur sama ár af Leikfjelagi Reykjavíkur — og afl- aði Jóhanni Evrópufrægðar í skjótri svipan, eftir að hann var sýndur i Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn vorið 1912, þar sem Jóhanna Dybwad Ijek einmitt hlutverk Höllu. Nú stóð Jóhann á hátindi frægðar sinnar, og mikils var af honum vænst. Næsta leikrit hans var Galdra- Loftur, er sýndur var fyrst af Leik- fjelagi Reykjavíkur 1914, en prentaður árið eftir, bæði á ís- lensku og dönsku (0nsket). Hjer hafði Jóhann aftur leitað til þjóð- söguefnis eins og í Fjalla-Eyvindi. Alkunna er, að efnið í þennan átakamikla leik er að nokkru sótt í þjóðsöguna af skólapiltinum á Hólum, Galdra-Lofti, sem sjera Skúli Gíslason hafði skrásett af fráhærri íist og prentuð er fyrst í Þjóðsögum Jóns Ámasonar. En í leikritinu kemur ekki eins glögg- lega fram og hjá sjera Skúla, til hvers Loftur ætlaði að nota þann mátt sinn yfir myrkravöldunum, sem hann sóttist eftir. Jóhann sneiðir að mestu hjá aðalhugmynd þjóðsögunnar: að Loftur vildi ná hinu illa svo gjörsamlega á sitt vald: að hann gæti beitt, því til góðs (sbr. formála Sigurðar Nor- dals fyrir Sagnakveri Skúla Gísla- sonar). En aðaluppistaða leiksins verður ástasaga Lofts og Steinunn- ar, sem á sjer aðeins örlítil drög í þjóðsögunni: Vinnukona á Hól- um hafði orðið barnshafandi af völdum Lofts, en hann drap hana með gjörningum, Ijet opnast göng fyrir henni í miðjum vegg, svo að hún gekk inn í þau, en síðan lukt- ist veggurinn aftur. Þessi stutta ástaharmsaga verð- ur Jóhanni miklu hugleikhari en hin ramma galdramannssaga. 1 leikritinu er einnig vinnukona á staðnum, Steinunn, en er þar unn- usta Lofts, sem hann verður afhuga og vill losna váð vegna nýkvikn- aðrar ástar sinnar til Dísu biskups- dóttur. Og hjer beitir Loftur alt öðrum brögðum en í þjóðsögunni til að farga barnsmóður sinni: Hann óskar henni dauðans með særingarbæn, er hann þóttist hafa heyrt Gottskálk biskup grimma fara með nótt eina, er hann lá á leiði hans. í það mund, er Loftur fór með særinguna einn síns liðs, drekti Steinunn sjer. Erfitt er að verjast þeirri hugs- un, að hjer sje um að ræða áhrif frá Önnu Pjetursdóttur,. sem sje annar aðalaflvaki leiksins, ásamt þjóðsögunni. Það er og næsta eðli- legt, að endurminningin um norska galdratrúarleikinn leitaði á Jó- hann, þegar hann tók að semja hið mikla galdramannsleikrit sitt. Lík- ingaatriðin eru ótvíræð: Úrslitum beggja leikritanna ræð- ur ímynduð trú á mátt galdra- kynjaðrar óskar, og danska heitið á leikriti Jóhanns er einmitt Önsket. í báðum leikritunum óskar aðalpersónan (Anna, Loftur) öðr- um (eiginmanninum, unnustunni) dauðans í því skyni að fá notið ásta nýselskhuga (Marteins, Dísu), og i sömu andrá og farið er með helbænina andast sá, sem beðið var banans (Absalon, Steinunn). í báðum leikritunum gerist þetta í lok næstsíðasta þáttar. Báðir skýra höfundarnir þessi mannslát á raun- sæjan hátt, með skiljanlegum or sakatengslum (þótt hins vegar tak- ist Jóhanni varla til fulls sá skýringarháttur á dauða Lofts). Skyndileg vitneskja Absalons um, að kona hans sje frilla sonar hans, vekur þá æsingu og örvæntingu, er ríður veikluðu gamalmenninu að fullu. Að dauða Steinunnar liggja miklu dýpri sálrænar orsak- ir: Hún fremur sjálfsmorð til að forða barninu sínu óborna frá að lifa við smán — og þó einkum í því skyni að uppræta hatrið úr huga mannsins, sem hún elskar, og fá hann til að hugsa beiskjulaust til sín. — En sá, er dauðaóskina flyt- ur, trúir því að hafa orðið manns- bani með fjölkyngi sinni, en reyn- ir þvert um hug sjer að telja elsk- huga sínum trú um sakleysi sitt (í upphafi síðasta þáttar). Sann- færingin um sekt sína yfirbugar þó banabeiðandann að lokum, hann geggjast og gerir játningu. Anna segir yfir líki Absalons: ,,Jeg har myrdet dig ved trold- dom — og ved trolddom — lokkede jeg din spn i min magt. Nu ved du det — nu ved du det.“ Og Loftur segir: „Þú heldur, að Steinunn hafi ráðið sjer sjálf bana? Nei, það var jeg, sem drap hana! Mín ósk var í storminum. Mín ósk var í iljunum á henni, þegar hún hljóp og þegar henni varð fótaskortur á árbakkanum. Mín ósk var í straumnum, sem tók hana. Jeg hef selt sál mína.“ —Játningarnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.