Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 16
172 LÆSBÖS. MORG tJNBLAÐSÍNS Höfðaletur er íslensk leturgerð, í því formi, sem það er nú og mjer vitanlega eina is- lenska letrið, sem til er. Því frekar er það tilfinnanlegt, óþjóðlegt og ilt afspurnar, að aðeinS sárfáir menn á landinu kunna skil á þessu merkilega letri, sem gengið hefir eins og rauður þráður gegnum skrautlist íslendinga á umliðnum öldum. Höfðaleturs stafróf hafa til þessa verið í fárra manna hönd- um, þótt nú sje liðnir góðir fjórir ára- tugir síðan gefin voru út stafróf Bryn- jólfs frá Minna-Núpi. Einnig er höfða- letursstafróf prentað í myndabók minni, sem gefin var út 1930, og hefi jeg orðið þess var að það letur hefir verið mjög mikið notað. Þar sem nú er búið að samræma sjö ágæt höfða- letursstafróf og prenta í Iðnsögu ís- lands, vil jeg gera það að tillögu minni, að þessi stafróf helst öll verði tekin upp í næstu útgáfu íslenskra stafrófs- kvera og kennd síðan samfara öðrum stafrófum. — (Rikarður Jónsson.) HJER sjest bíll á ferff i gegnum hliff, sem höggviff hefur veriff þvert í gegnurn stofn á „sequoia“-trje, sem er í þjóffgarffinum á vesturströnd Kaliforníu. Til eru tvær tegundir ■aí þessum stórvöxnu trjám, kallast önnur rauffviffur en hin risa- trje. Fullvaxin trje í þessum þjóðgarði eru 400—3000 ára gömul. Hiff stærsta þeirra er lOlVá fet að umfeðmingsmáli niður viff rót, en 272 fet á hæð. Rauð- viðurinn, sem er grannvaxnari, verður þó hærri en þetta og hefur mælst þar 364 feta hátt trje. Bruni á Hvítárvöllum. Á Hvitárvöllum í Borgarfirði skeði það föstudaginn fyrstan í þorra, 22. janúar 1751, að bærinn brann til kaldra kola og sjö manns brann inni, en 9 komust út. Þar bjó þá Sigurður Jóns- son, sem hafði verið þar sýslumaður og Ólöf kona hans. Þar brunnu inni allir fjármunir þeirra. Meðal þeirra sem fórust var Páll stúdent, sonur þeirra. Hafði hann áður komið foreldr- um sínum hálfnöktum út um gler- glugga, sem var á baðstofunni. Rjeð- ist hann svo inn í eldinn aftur cil þess að reyna að bjarga tveimur ungl- ingum, sem voru honum skyldir. En hann komst ekki út aftur og fannst lik hans síðar í baðstofurústunum og hafði hann ungmennin sitt undir hvorri hendi. Aðrir, sem inni brunnu, voru tvær kerlingar, tvö börn, og systur- dóttir sýslumannsins, Helga Hannes- dóttir, innan tvítugs. Fyrir 200 árum. Þjófnaðar og morðsmál kom upp f Eyafirði (1751). Þrír bræður, allir á einum bæ, stálu á öðrum bæ nokkru matarkyns. Tveir af þeim trúðu ei hinum þriðja, að hann mundi þegja þar yfir. En sá vildi fa. a í burt yfir Eyafjarðará til annarar sveitar. Þá sátu hinir í vegi fyrir honum og tóku með sjer til styrktar þriðja strák. Þeir þrír myrtu þann eina, kæfðu hann i ánni, en hann fanst af öðrum mönnum, þá með sting á sjer af broddi. Annar bróðirinn gat þessu ekki leynt, líklega af samvisku. Svo komst það upp. Þeiv þrír eftir process og dóm voru rjettað- ir á extralögþingi í Eyafirði, afhöggv- in önnur hönd og höfuð — (Höskuld3- staðaannáll). Gengiff úr Grímsey. Veturinn 1745 gengu stórhríðar oft- lega norðan með gegnumþrengjandi frostum. Rak is að ölju Norðurlandi f miðþorra og inn á Eyafjörð, svo hann fyltist allur. ísinn á firðinum var geng- inn og riðinn þvert og endilangt og eins fyrir utan land, á og af Siglu- nesi. Og þrír menn komu gangandi úr Grímsey í land. Þá drógst þorskfiskur upp um ísinn á Skjálfandafirði fyrir Náttfaravíkum, og hákarl á Húnaflóa fyrjr Vatnsnesi. Rýmdist ísinn ekki fyrir skip fyr en eftir Krossmessu, 14. maí. — (Höskuldsstaðaannáll). Hitti á óskastund. Kona nokkur í Laugardal fyrir sunn- an sat á palli sínum einn sunnudags- morgun (1751) og sagði: „Jeg vildi að guð vildi koma mjer heðan með einhverju móti“. Fell svo dauð niður af pallinum. — (Úr brjefi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.