Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 6
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gísli Halldórsson verkfræðingur: FELLIBYLIJR YFIR Miami Beaeh, Fia. Þridjudag 16. sept. 1947. Vandorbilt Uotel, lierb. 711. KLUKKAN er 11 að kvöldi. Jeg sit hjerna uppi á sjöundu hæð og er að bíða eftir fellibyl sem ætlar að gera sig heimakominn. Fellibyl, sem blöðin kalla konunglegan. Hann er staddur um 240 kíló- metra undan landi og stefnir beint hingað. Stormhraðinn í þessum heljar hringsveip er alt að 250 kílómetrar eða nær helmingi meiri en í byln- um, sem fór hjer um fvrir tveim árum. Þrátt fyrir fjarlægðina* ýhr og vælir stormurinn utan við glugga- hlerana, sem eru rammlega skorð- aðir. , Nú heyrist ægilegur hávaði og elding lýsir upp herbergið. Önnur elding og þórduna fer á eftir.... Ljósið slokknar í herberginu og jeg verð að hætta að skrifa.... en nú kviknar aftur. Fyrir 16 árum, á nákvæmlega sama degi, æddi fellibylur hjer yfir Palm Beach, Florida, og drap 2000 manns. í dag var búist við að hann veldi sömu leiðina. En hann hefur farið sjer hægt og virðist reikull í ráði. Enginn getur reiknað út hvar hann gerir áhlaupið, þegar hann tekur á rás á ný. í kvöld sagði útvarpið ffá því, að flugvjel frá veðurstofunni í Miami hafi hætt sjer inn í hvirfil- inn til vísindalegra athugana. Var ferð þessi hin fífldjaríasta. Lýstu flugmennirnir hvijrflinum þannig, að hann væri um 640 kílómetrar í þvermál, en í honum miðjum auga, 48 kílómetrar í þvermál. Það er víst ljóta augað! En loftið í því var nær kyrstætt. Hæðin á þessum feikna byl er um 20.000 fet. Þegar flugvjelin nálgaðist aug- að hjeldu flugmennirnir að hún myndi tætast í sundur. Því að aðra stundina hentist hún áfram sem úr trölla höndum, en hitt veifið var sem hún rækist í járnbentan steinvegg og stöðvaðist gersam- lega. Þegar flugvjelin lenti, þaut áhöfnin út, varpaði sjer flatri og kysti jörðina. Það er búist við bylnum um þrjú eða fjögur leytið í nótt. Gert ráð fyrir að versta hrynan standi í svo sem fjóra klukkutíma en eftir- stöðvarnar, stormurinn, um tvo sólarhringa. .... Það var eiginlega ekki fyr en klukkan sex í kvöld að úthtið versnaði verulega. Menn höfðu vonað að bylurinn myndi ekki ráð- ast beint á þenna stað, en þá breytti alvarlega um. Ótti manna tók þá mjög að auk- ast, sem mátti heyra á áköfum bar- smíðum og hamarshöggum, er bár- ust úr öllum áttum. Menn voru sem sje að negla fyrir hurðir og glugga. Og alls staðar var verið að saga borð og planka. Borgin virtist yfirfull af timburmönnum. — Það Var engu líkara en maður væri kominn í nýbyggingarhverfi í Reykjavík, á fögrum, hljóðbærum góðviðrismorgni í maí, þegar mað- ur vaknar stundum við svipaða symfóníu, er grípur mann ómót- stæðilegri löngun til að fara að þamra og jsaga, hvað sem það kost- ar! Seinni grein. FLORIDA Jafnvel núna klukkan hálftólf heyrast hamarshöggin utan af göt- unni.... — Þegar bylurinn skellur á er búist við að bærinn verði rafmagns- laus, gaslaus og drykkjarvatns- laus, en búðir lokaðar. Getur það ástand staðið um 3—4 daga. Þar sem engar veitingar eru á þessu hóteli verður því hver að birgja sig upp sjálfur, því að mönnum er bannað að fara út meðan bylurinn stendur yfir. Fljúga þá allskonar finngálkn og jafnvel heil húsflykki um loftið með 100 til 200 kílómetra hraða — og vei þeim sem fyrir verður. Jeg fór af þessum ástæðum í bæ- inn um sex leytið í kvöld og keypti mjer eldspýtur. kerti, niðursuðu- vöru, ávexti o. fl., einnig kex. Þetta kex minnir mig á það þeg- ar við strákarnir í Vesturbænum vorum að stríða frönsurunum í gamla daga, með því að kalla á eftir þeim: „Allabaddarí fransí — biskví!“ — Jeg hjelt lengi vel að þetta væri eitthvað ógurlega ljótt, því að fransararnir eltu okkur alt- af sem fætur toguðu. En svo þýddi þetta þá bara: Að virkinu Frakkar — kex! Þetta hefur sært hermanns heiðurinn. Nú er jeg sjálfur í þessari að- stöðu — búinn kexi til varnar! — Æ, þar fór ljósið aftur. Jeg hætti að skrifa og legg mig þangað til höfuðpaurinn kemur í heim- sókn. Klukkuna vantar nú kortjer í tólf og rúðurnar glamra svo mik- ið að jeg held þær ætli tæpast að staldra lengur við í glugguhum. Það kemur sjer vel að hafa kerta- ljósið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.