Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 kvaddi bæarstjórn og formenn allra báta og skipa í Reykjavík á fund til þess að formenn „í nær- veru bæarstjórnar teldi fram afla sinn af þorski, ýsu, steinbít, háfi og lýsi á tímabilinu 12. maí 1869 til 12. maí 1870“. Var fundur þessi vel sóttur. Útgerðarmenn höfðu valið sjer- staka menn til þess að hafa orð fyrir sjer og halda uppi svörum. Vildu þeir ekki viðurkenna það með bæarfógeta að tilskipunin væri auðskilin og aðgengileg, held- ur þvert á móti. Nefndu þeir ýmis- legt af því, sem áður er talið og ennfremur bentu þeir á að ákvæðin um lýsið væri vafasöm, gæti máske eingöngu átt við lýsi úr hákarli, skötu, sel, hval o. s. frv. Þegar kom til framtals á aflan- um, leystu bændur það skilmerki- lega af hendi og skýrðu frá hve mikið hefði aflast á vetrarvertíð. En lýsisaflann kváðust þeir ekki geta talið fram, því að ekki væri búið að bræða lifrina. En af vor og haustafla buðust þeir til að greiða spítalahlut eins og áður, því að þá hefði þeir skift „kerlingunni hlut“ eftir eldri fyrirmælum og hafa þann hlut á reiðum höndum, og byggist við að hann yrði lækna- sjóðnum talsvert drýgri en að und- anförnu. Nú fer að kastast í kekki Manntalsþing var háð í Reykja- vík hinn 21. júlí. Þá skoraði bæar- fógeti enn á menn að skýra frá afla sínum á vor og haustvertíð fyrra árs, en enginn taldi sig fær- an um það. Bæarfógeti skýrði þá frá því, að bæarstjórn mundi verða falið að áætla þennan afla manna, og rjett á eftir gaf stiftamtmaður út úr- skurð um þetta. Segir þar, að þar eð gjaldendur „hafi annað hvort ekki viljað nota eða getað notað sjer þann rjett, er lögin heimila þeim til að skýra sjálfir frá gjald- stofni sínum, þá er það sjálfsagt að gjaldstofninn verður að tiltaka án hjálpar þeirra," og taldi að næg lagaheimild væri til þess að bæar- stjórn meti aflahæð hvers gjald- enda á öllu því tímabili, sem hjer um ræðir, „án þess nú þurfi að gefa þeim kost á því heðan af, hvort þeir með lögsókn vilji láta þvingast, eða sjálfviljugir sam- þykkjast þessu, því slíkt samþykki er þegjandi gefið með því fram- talsrjettinum er hafnað.“ Lagði hann svo fyrir bæarstjórn „að meta upphæð aflans á vor og haustvertíð eftir sanngjörnu og sennilegu hlutfalli hjá hverjum gjaldenda og einnig það lýsi, er hann skal gjalda af.“ Síðan bætir hann við: „Spursmálið um það, hvort gjald -ið skuli greiða eftir 1. gr. tilsk. af stútungi og áþekkum smáfiski, og hvort gjaldið eftir 1. gr. skuli greiða af þorskalýsi og lýsi úr ýsu, steinbít og háfi, þá liggja þessi spursmál undir úrgreiðslu dómstól- anna og ætlar stiftamtið sjer ekki að grípa fram fyrir þá dómsúr- greiðslu.“ Eftir þessa yfirlýsingu þótti mörgum það harla torskilið, hvern- ig bæarfulltrúar eða aðrir gæti lagt hjer á mat, áður en dómstólarnir hefði greitt úr þessum vafaatrið- um. Það mat hlyti að verða hreint út í bláinn. Og eins væri örðugt að skilja hvað átt væri við með „sanngjörnu og sennilegu hlut- falli,“ þegar við ekkert væri að miða. Því var og haldið fram, að stift- amtmaður hefði ekki neina heim- ild til að skipa bæarstjórn þetta verk, því að það væri ekki í henn- ar verkahring. Bæarfulltrúar sje kosnir til þess að sjá um heill og hagsmuni bæarfjelagsins, en eigi ekki gð þjóna undir æfcstG vald- stjórnina hjer og í Damnörku. Þeir sje starfsmenn bæarins og eigi ekkert með að láta skipa sjer að taka við starfa er þeim komi ekk- ert við. Nú var haldinn fundur í bæar- stjórn. í henni áttu þá sæti fyrir borgaraflokkinn þeir Einar Þórðarson, Óli P. Finsen, Jón Pjet- ursson assessor, Hans A. Sivertsen kaupm. og Þorvaldur Stephensen, en fyrir tórhthúsmenn Jón Þórðar- son í Hákoti. Jón í Hákoti mótmælir Þorvaldur kom ekki á fundinn en sendi þau skilaboð, að hann vildi ekki skifta sjer af þessu. Jón í Hákoti neitaði og algerlega að taka þátt í þessu. En er hinir f jórir fulltrúarnir vildu verða við skip- aninni, varð hann reiður, gekk af fundi og sagði sig úr bæarstjórn daginn eftir. Jóni er svo lýst að hann hafi verið merkur maður og hafi tómt- húsmenn borið mikið traust til vitsmuna hans og einbeitni, og ekki að ófyrirsynju. Er þar um meðal annars þessi saga: Þegar Jón kom í bæarstjórn fóru umræður oft fram á dönsku, vegna þess að stundum voru þar danskir fulltrú- ar. Og öll skjöl voru á dönsku. Svo var þegar barnaskólamálið var þar til umræðu 1856. Þá neitaði Jón að taka þátt í umræðum og bar það fyrir að hann skildi ekki dönsku. Þetta hreif. Fulltrúarnir skoruðu á bæarfógeta að hafa eftirleiðis á íslensku öll þau skjöl, er fulltrú- unum væri send. Og þar með var danskan kveðin niður í bæarstjórn. Nú sýndi Jón einurð sína aftur í því að rísa gegn boði stiftamt- manns og segja sig síðan úr bæar- stjórninni, en hinir vildu ekki fara að dæmi hans. Ekki hefði þó úr- sögnin verið tekin til greina á þeim forsendum að hann kæmi sjer ekki saman við hina bæarfulltrúana, eins og sýndi sig þegar þeir Jón

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.