Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 14
170 ' LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS Klögumálin ganga á víxl Ekki var væringunum í bænum lokið með þessu. Bæarfulltrúarnir fjórir, sem reynt hafði verið að bola út úr bæarstjórn, þóttust verða fyrir ó- sæmilegu aðkasti og móðgunum í mótmælaskjali hinna 23 borgara. Kærðu þeir því fyrir sáttanefnd fjóra þá er fyrstir höfðu ritað und- ir þetta skjal, en það voru þeir Jón Guðmundsson ritstjóri, Jón Þórð- arson í Hlíðarhúsum, Einar Ein- arsson skósmiður og Jóhannes 01- sen útgerðarmaður. Jón Guðmundsson bauðst til að taka alla sökina á sig, því að hann hefði samið og ritað kæruskjalið en það vildu hinir ekki. Var Einar Þórðarson prentari sjerstaklega stórorður á sáttanefndarfundinum, svo að þeir Jóhannes Ólsen og Einar Einarsson stefndu honum aftur fyrir þau ummæli, sem hann hefði haft þar við sig. Jón Guð- mundsson stefndi honum líka, og hinum þremur bæarfulltrúum til að bera um það, hvort Einar hefði talað þar fyrir munn þeirra allra. Þeir kváðu það ekki vera, Einar hefði talað frá eigin brjósti. Kvaðst Jón þá ekki hafa neinar sakir á þá, en nú þóttust þeir hafa fengið sakargiftir á Jón fyrir það að hafa stefnt-sjer um sakleysi og stefndu honum aftur fyrir það. Mátti því segja að þar gengi klögumálin á víxl. % Verður nú ekki frekar frá því sagt, nema að dómur undirrjettar í máli bæarfulltrúanna gegn Jóni Guðmundssyni fell í maí og voru ummæli hans í kæruskjalinu dæmd dauð og ómerk, en hann að greiða 20 rdl. sekt í landsjóð og 20 rdl. í málskostnað. Dómi þessum var á- frýað til yfirrjettar og þar var hann staðfestur í september, en báðir málsaðilar dæmdir í 10 rdl. sekt fyrir „óskikki og vansæmisorð" í málsrekstrinum. Spítalalagagjaldinu breytt Þegar Alþingi kom saman 1871 var þar lögð fram ályktun er sam- þykt hafði verið á sýslufundi í Hafnarfirði hinn 23. maí um vorið, og var hún á þessa leið: „Hin nýu spítalalög eru nú þegar búin að sýna ávexti sína hjer í sýslu. Þessir ávextir eru: Tjón fyr- ir þá stofnun, sem spítalagjaldið er ætlað, agg og þræta milli þeirra, sem laganna eiga að gæta og hinna, sem lögunum eiga að hlýða, og loksins margvísleg en mestmegnis ósjálfráð óhlýðni við þessi lög. Það sem góðir menn sáu fyrir, að ó- mögulegt er að hfa undir þessum lögum, er þegar fram komið, að þessi lög mega því nú heita af- numin í raun og rjettri veru.“ Þetta gæti verið grafskrift þessa lagaboðs, er svo miklum æsingi olli í Reykjavík, óánægju og illindum. En þó komu úr ýmsum fleiri átt- um umkvartanir og beiðnir um að lögunum yrði breytt. Alþingi varð við þessu. Það breytti lögunum, þó ekki eins og flestir hefði kosið að leggja gjaldið á fiskifleyturnar sjálfar, heldur voru nú öll ákvæði gerð skýrari um það af hvaða afla gjaldið skyldi greiðast. Þingmenn þóttust alls eigi geta skert svo virðingu sína að fara nú að samþykkja það, er þeir áður hefði hafnað, og því skyldi grundvöllurinn haldast ó- breyttur. Árið eftir kom svo ný tilskipun um bæarstjórn í Reykjavík og var þar af tekin hin fyrri aðgreining bæarmanna í tómthúsmenn og borgara. Á. Ó. t f t Leiðrjetting. í greininni „Billenberg skóari“, er Klement Lint Thoroddsen skraddari kallaður Þórðarson, en átti að vera Þóroddsson. Hann var bróðir Þórðar á Reykhólum, föður Jóns Thoroddsen skálds. Hvíidu þig — hvíld er góð ÞAÐ ER mesta vitleysa að of- þreyta sig, segja læknar. Menn verða að stilla áreynslu í hóf. Það á að vera jafnvægi milli áreynslu, hvíldar og upplyftingar. Kappsamir menn halda að það sje um að gera að vinna sem lengst og hamast sem mest. Það er ekk- ert á móti því að vinna vel, síður en svo. En menn verða að gæta þess að þeim eru takmörk sett og að þeir þurfa hvíld til þess að geta unnið vel. Hvíld er höfuðskilyrði þess að menn vinni af kappi og áhuga. Margir menn verða leiðir á vinnu sinni. En það er vegna þess að hún þreytir þá um of. Þeir missa áhug- ann. En þetta getur lagast á . til- tölulega auðveldan hátt. Margar stærstu verksmiðjur heimsins eru nú farnar að gefa þessu gaum og hafa gát á því að verkamennirnir fái næga hvíld. Reynslan í stríðinu kendi þeim þetta. Þá var um að gera að afköstin yrði sem mest. Og þau urðu mest þar sem þess var gætt, að ofbjóða mönnum aldrei. Þreyta er nokkurs konar sjúk- dómur. Og það getur verið bæði um líkamlega og andlega þreytu að ræða. Orsakir til hennar eru margs konar, svo sem einhæfni í vinnubrögðum, áhyggjur, ónóg fæði, svefnleysi, ofnautn áfengis eða tóbaks. Og enn fleira mætti telja, t. d. leiðinlegan heimilsbrag og þras. Hin líkamlega þreyta er miklu auðveldari viðfangs. Hún lækn- ast oftast með hvíld, hæfilegu mataræði eða upplyftingu. And-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.