Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBIiAÐSINS 169 Var mönnum nú mikil forvitni á að vita hvort kjósa skyldi alla bæ- arstjórnina, eða aðeins einn iir borgaraflokki í stað Þorv. Step- hensens, — en kjörtími hans var út runninn — og einn frá tómt- húsmönnum í stað Jóns í Hákoti. Kjörskrár voru lagðar fram fyrir jól og síðan var kjörfundur aug- lýstur 7. janúar. Þar átti aðeins að kjósa tvo menn, sinn af hvorum flokki. Þá komu fram tvenn skrifleg mótmæli gegn kosningunni. Var annað mótmælaskjalið frá 23 borg- urum og húseigendum, þar sem þeir mótmæltu því harðlega að hinir 4 bæarfulltrúar, sem hefðu beðist lausnar, sæti kyrrir í bæar- Hilmar Finsen stjórn, enda hefði þeir stórkostlega brotið af sjer í fjármálum bæar- ins. Hitt mótmælaskjalið var frá 35 tómthúsmönnum. Hótuðu þeir því, ef hinir fjórir bæarfulltrúar væri látnir sitja áfram, að þá skyldu þeir ekki neyta kosningar- rjettar síns og ekki kjósa þann full- trúa, sem þeim bæri, og gera þann- ig bæarstjórnina óstarfhæfa. En við þessu voru engin svör gefin. Tómthúsmenn hefja „kalt stríð“ Svo rann kosningadagurinn upp og skyldi nú fyrst kjósa einn mann úr hópi borgara. Af 82 kjósendum á kjörskrá komu 28 á kjörstað til að kjósa, en 23 til að mótmæla kosningunni. Af þessum 28 atkvæð- um fekk Oddur V. Gíslason (síðar prestur) 24 atkvæði og var hann talinn rjett kjörinn. Að því búnu var gengið til kosn- ingar á fulltrúa tómthúsmanna. — Þeir voru 110 á kjörskrá. Voru nöfn þeirra öll kölluð upp í stafrófsröð, en enginn gaf sig fram. Kjörstjórn ljet þá kalla þá alla með nafni aft- ur, en það fór á sömu leið, enginn einasti tómthúsmaður gaf sig fram til að kjósa. 'Nú þótti þessum fjórum, er að matinu stóðu, sem ærin árjetting væri fengin á hina fyrri vantrausts -yfirlýsingu. Skutu 'þeir því nú til stiftamtmanns, hvort honum fynd- ist ekki nægar ástæður fram komn- ar til þess að taka lausnarbeiðni sína til greina. En Hilmar Finsen stiftamtmaður kvað það fjarri fara. Þeir væri rjettilega kosnir, og ekki væri hægt að veita neinum kjörn- um bæarfulltrúa lausn frá skyldu- störfum sínum nema alveg sjer- staklega stæði á. Hitt væri fásinna, að halda því fram, að bæarstjórn væri óstarfhæf þótt tómthúsmenn h.efði þar engan fulltrúa. Þeir væri alveg sjálfráðir að því hvórt þeir neyttu þess rjettar síns að hafa fulltrúa í bæarstjórn eða ekki. Bæarfulltrúi gegn vilja sínum Samt sem áður mun honum nú hafa þótt þunglega horfa. Bæar- stjórn var ekki fullskipuð nema fulltrúi tómthúsmanna væri þar, og margs konar vandræði gátu af þvi hlotist. Þess vegna var nú á- kveðið að nýr kjörfundur tómt- húsmanna skyldi haldinn 28. febr. 1871 og var hann auglýstur. Var nú einum manni færra á kjörskrá en áður, eða 109. Kjördagurinn rann upp og kjörstjórn var komin á kjör stað. Enginn kom til að kjósa. Kjör- stjórnin beið lengi, en engimi kom. Þá var gripið til þess fangaráðs að senda lögregluþjóna út um bæinn til þess að smala mönnum saman. Fóru lögregluþjónarnir um allan bæ og skipuðu tómthúsmönnum ; ð koma á kjörstað, en fengu ýmist kuldaleg svör eða hæðnisglósur. Eftir mikla fyrirhöfn og mas tókst þeim þó að lokum að draga þrjá menn á kjörstað, og voru þeir allir látnir kjósa Jón Arason í Skál- holtskoti. Lýsti svo kjörstjórn yfir því, að Jón Arason væri rjett kjör- inn fulltrúi tómthúsmanna í bæar- stjórn þetta ár. Jón Arason var alkunnur dugn- aðarmaður, og er margt afkomenda hans hjer í bænum. Hann var sonur Ara Magnússonar þess er Arabær í Mjóstræti var við kendur, og konu hans Bergþóru Einarsdóttur. Voru þeir fjórir bræður, Hannes, Magn- ús í Eirnýarbæ, Einar á Tóftum í Skuggahverfi og Jón. Voru þeir taldir mestir atkvæðaroenn í Aust- urbænum á sinni tíð, orðlagðir iðju -menn og sjómenn ágætir.— Jón þótti þó fyrir þeim bræðrum og var hann þeirra greindastur og prúð- mannlegastur. En hann var lítt framgjam og hafði aldrei komið nærri bæarmálum og jafnah verið algjörlega afskiftalaus um almenn málefni. Ekki hafði hann verið spurður að því hvort hann vildi gefa kost á sjer að sitja í bæar- stjórn, og kom það því eins og reiðarslag yfir hann er hann frjetti kosningaúrslitin. Hann sótti þegar um að vera léystur frá þessum vanda og bar við heilsuleysi 'sínu og bágum heimilisástæðum. En við það var ekki komandi. Hann varð að sitja með þennan „heiður“. En kjörtími hans var ekki nema eitt ár og var það bót í máli. Segir dr. Jón Iieígason að Jón Arason muni ekki hafa orðið annari stund fegn- ari á ævi sinni „en þegar hann þurfti ekkd framar að setjast í full- trúastólinn í stjórn bæarins;“ -Jón dó 15. maí 1877, aðeins 54 ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.