Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 2
158 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS /1 ' >■ ^ Hans Wiers-Jenssen. við leikinn Absalon Pjetursson (Pederss0n) Beyer, hallarprestur í Björgvin, sem látinn er vera sextugur að aldri, en varð í raun rjettri aðeins 47 ára (1528—1575). Hann var einn af helstu rithöf- undum Norðmanna á 16. öld og hefur m. a. í einu rita sinna (En sann Beskrivelse om Norige) sagt nokkuð frá íslendingum, ber þeim þar vel söguna og getur þess t. a. m., hve lestrar- og skriftarnám sje hjer þá alment, bæði með konum og körlum, en hann hefur vafa- laust haft persónuleg kynni af íslendingum. Þau samskipti koma að vísu ekki fram í leikritinu, þótt hjer sje til gamans á þau drepið. En eins og Absalon Beyer varð flest- um fremur til að halda á loft skriftarkunnáttu íslendinga á 16. öld, hefur hið sögulega skáldrit um hann og Önnu Pjetursdóttur vafa- lítið orðið einum skáldgefnasta ís- lenska rithöfundi 20. aldar byr undir vængi. í leikritinu Önnu Pjetursdóttur verða árekstrar og átök milli lútersks rjetttrúnaðar og gaidra- trúar annars vegar og ástarinnar hins vegar, milli hrörlegrar elli og ástríðufullrar æsku. Presturinn sextugi, Absalon Beyer. er kvænt- ur 22 ára stúlku, Önnu Pjeturs- dóttur. Hún var prestsdóttir, og faðir hennar, sem verið hafði alda- vinur Absalons, andaðist. áður en hún fæddist. Móðir hennar barð- ist í bökkum í ekkjudómi sínum og bjó þá með annarri fátækri prestsekkju, Herjólfs-Mörtu (Her- lofs-Marte). Þær fengu á sig orð fyrir kukl, og biskup fól Absalon presti, sem orðinn var þá ekkju- maður. að kanna það mál. Þær lagskonur viðurkendu fvrir hon- urri að hafa farið með svartagald- ur og ákallað satan, uns hann birt- ist þeim og kendi þeim lífsbjarg- arráð, en þær seldu honum líkama og sál. Móður Önnu hafði satan gefið mátt til að kalla á lifendur og dauða, svo að þeir vrðu að gegna og koma fram, hún gat neytt mennina til að hugsa eins og hún vildi, hún gat kallað yfir þá sjúk- dóma. Slíkt hugarvald hafði satan veitt henni. Þetta játaði hún sjálf fyrir sjera Absalon. En hann fjekk þá svo mikinn girndarhug til Önnu, barnungrar en bráðþroska, að hann laug að biskupi sakleysi kvennanna. Móðir Önnu dó svo missiri seinna, og Absalon gekk að eiga Önnu, 17 ára gamla, og hafa þau verið gift nærfelt 5 ár, þegar leikurinn hefst. — En þá kemur heim úr níu ára námsdvöl erlendis Marteinn, sonur Absalons af fyrra hjónabandi, hálfþrítugur að aldri, og höfðu þau Anna ekki sjest, síðan þau voru börn. En nú var hún orðin stjúpa hans, þótt hún væri 3 árum yngri en hann. Þau fella þegar hugi saman, svo að brátt takast með þeim ástríðu- miklar ástir. En yfir þessi geig- vænlegu sifjaspell hvolfast ógnir galdratrúarinnar. Hei'jólfs-Marta h&íui' verið akærð fyrir fjölkyngi, Jóhunn Sigurjónsson. sek fundin og brend á báli. Út úr logunum lýsti hún því yfir, að Anna væri seiðkonudóttir, móðir hennar hefði verið sjer samsek um gjörninga. Sjera Absalon, sem næstur stóð bálinu, yfirgnæfði orð hennar með bænalestri og sálma- söng, svo að áburðinn heyrðu ekki aðrir. En honum varð ofraun að rísa undir þessu og sagði konu sinni og syni alla söguna um galdramálin, sem þeim hafði ver- ið ókunn, að því er tók til móður Önnu. Nú tekur að leita á Önnu sú spurn, hvort hún hafi ekki erft frá móður sinni fjölkyngigáfuna og fordæðueðlið, hugarvald henn- ar og óskamátt. Þetta sálarstríð knýr enn á það ástríðumagn henn- ar, sem aðeins fær fróun og full- nægingu hjá Marteini einum, þótt sjálfur sje hann friðlaus í barátt- unni milli ástar sinnar og óbóta- syndar. Svo er það síðla kvölds, að sjera Absalon kemur heim frá að þ’jónusta deyjandi mann og finnur á sjer feigð, en Anna er í uppnámi eítir ástafund þeirra Marteins, þar sem rakist höfðu í sundur sjálfs- ásakanir hans og vonleysishorfur þein-a beggja. En Absalun ímnur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.