Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 10
m LESBÖK MORGUNBLAÐSINS spítalagjald. En eins og sjá má \rar þetta ekki almennur skattur, held- ur guðsþakkafje, sem sjómenn Jögðu fram einn ákveðirm dag árs- ins. Og það var gert þannig að afla var þennan dag skift i einn hlut fleira en venjulegt var. þannig t. d. að þar sem vant var uð skifta i 7 staði var nú skift í 8 staði. Um miðja öldina sendi Alþingi hv’að eftir annað bænaskrár til kon- ungs um bætta læknaskipan í land- inu og var þar jafnan bent á, að auka mætti tekjur læknasjóðs með betri tilhögun á innheimtu spítala- gjaldanna, þannig eð greiðsla manna kæmi óskert í sjóðinn. — Aldrei hafði verið farið fram á neina brevtingu á gjaldinu nje að það væri aukið. Stjórnin vildi gjarna verða við þessu, en fann eigi úrlausn til bóta og ekki heldur biskup og amtmenn, sem hún leitaði ráða hjá. Varð það þ\'í úr að nefnd var skipuð árið 1864 til þess að ráða fram úr þessu. Voru í þeirri nefnd þeir Jón Hjalta- lín landlæknir og Iialldór Kr. Frið- riksson, er manna mcst höfðu bar- ist fyrir bctri læknaskipan í land- inu. Nefndin varð sammála um að leggja til, að samskonar reglur giltu um land alt og hætt væri að gjalda spítalahluti í fiski, heldur skvldi þeir greiðast í peningum. Lagði hún mikla áherslu á að inn- heimtan yrði sem auðveldust og öll kurl kæmi tii grafar. Gjaldið skyldi ekki leggjast á afla, heldur á báta og skip. Hreppstjórar skyldu láta sýsiumenn fá skrá um aliar fiski- fleytur, en sýslumenn innheimta gjaldið á manntalsþingum. Legðist þá enginn aukakostnaður á og gæti gjaldið runnið óskert í læknasjóð. Stjórnin bar þetta undir amt- mennina og fellust þeir á þessa tilhögun og voru allir sammála um að framvegis skyldi það haldast sem áður, að hjer væri ekki um skatt að ræða, heldur gjafahlut. Lagði sv’o stjórnin fyrir Alþingi 1867 fr\’. til tilskipunar um þetta efni. En þegar til þingsins kasta kom, breytti það þessu alveg, vildi að gjalclið yrði lagt á allan afla, sem á bátana kæmi, og gerði þannig úr þessu skattgjaid til læknasjóðs. Voru þá aðallega landbændur á þingi og rjeðu þeir þessu. Stjórnin tók þessari brevtingu þakksamlega og felst alvæg á hana. Ovinsæl lagafyrinnæli Alþýða manna vdð sjóinn snerist öndverð gegn þessari tilhögun, þótti gjaldið óbilgjarnt og of þungt á útgerðarmönnum, innheimtan vrði óvinnandi verk, og svo hefði aldrei verið um þetta beðið, að kollvarpa þannig grundvelli hins fvrra skipulags. Og næst þegar Al- þingi kom saman (1869) dundu á því bænarskrár víðsvegar af land- inu, undirritaðar af 630 gjaldend- um til spítalasjóðs. Voru allir á móti hinni nýu skipan, og sumar bænarskrárnar mjög þungorðar og kröfðust þess að hin nýa tilskipan yrði þegar i stað fcld úr gildi. Fóru menn fram á að gjaldið yrði lagt á skipin, eins og var í frv. stjórnar- innar, en þingið vildi ekki sinna þessu og stjórnin var því sam- mála. Flestir sjávarbændur í Reykja- vík skrifuðu nú stiftsvfirvöldun- um og báðu um að spítalahlutur heldist næstu vertíð eins og áður hafði verið, en buðust jafnframt til þess að hirða sjálfir hlutinn og skila andvirðinu afdráttarlaust. — Voru tveir menn sendir með þessa áskorun til stiftamtmanns. Hann svaraði því að ekki væri hægt að leysa einstaka menn undan kvöð- um tilskipunarinnar, en þó skildist þeim á honum, sem erfitt mundi að framkvæma tilski-panina. Þá báðu sendimenn að málið yrði borið upp fyrir stjóminni og varð stiftamtmaður við því. Stjórn- in kvaðst eigi hafa neitt vald til að að veita slíka undanþágu og að við svo búið yrði að sitja. „Af þessu geta gjaldendur sjeð, að þeir engr- ar eftirgjafar geta vænst í spítala- gjaldinu. En hitt er eftir að vita, hvort innheimta þessara gjalda bakar eigi sýslumönnum þá örðug- leika, að tvísýnt sje hvort þar muni standast kostftaður og ábati,“ sagði „Þjóðólfur" þegar þessi frjett kom. Reykvíkingar voru svo sem ekki einir um það að kurra undan þess- ari tilskipan. Fundir voru haldnir 1 öllum verstöðvum hjer suður með sjó, á Akranesi og í Borgarfirði og kom alls staðar hið sama fram, að ákvæði tilskipunarinnar væri svo óljós um það hvað skyldi greiða í skatt af hverjum fiski og 'hvaða fiskur skyldi undanþeginn gjaldi, að ekki væri hægt að telja fram, allra síst afla á haust og vorvertíft. Engin reglugerð eða leiðbeiningar v'æri um það hvernig ætti að telja fram, og hreppstjórum engar bend- ingar gefnar um það hvernig þeir eigi að fá afla rjett fram talinn. Mjög efasamt sje hvaða fiskur sje gjaldskyldur, því að af lagaboðinu sjálfu verði ekki ráðið t. d. hvað eigi að telja þorsk og hvað stút- ung, hvað stór sá stútungur sje, sem eigi að jafngilda ýsu, og hve lítill sá stútungur sje, er ekki jafn- gildi ýsu og sje því undan þeginn gjaldi. Þá sje og ekkert um það sagt, hvort telja eigi fram hvern ugga, sem kemur á skip, eða draga megi frá soðningu heimafólks og háseta, eins og sumir haldi. Var það því allra ósk að fá að greiða spítala- gjaldið á sama hátt og áður, eða þá aðeins af vetrarvertíðarafla, sem hægt væri að telja fram. U tgerðarin ö nn um skipað að telja íraxn Nú var það hinn 14. m$í 1870 að bæarfógetinn í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.