Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 15
LESEÖK MORGUNBLAÐSINS 171 lega þreytan er aftur miklu verri viðfangs. En hún er mjög algeng nú á dögum. Hún veldur ieiðind- um, áhugaleysi og úrraeðalevsi. Sumir sálfræðingar segja að and- leg þreyta sje nú orðin algengari heldur en venjulegt kvef. Besta ráðið er að fvrirbvggja þreytuna. Menn eiga að hvílast áð- ur en þeir verða þreyttir. Og þeir munu vinna betur og afkasta meiru með því móti. Til sann- indamerkis um það er sögð bessi saga: Það var í hinum miklu stál- verksmiðjum Bethlehems Cteel Works að verkfræðingur, sem Frederick W. Taylor heitir, veitti því athygli aö menn, sem báru gaddavírskefli allan daginn voru uppgefnir áður en kvöld var kom- ið. Afköst manna voru þá að með- altali á dag, að þeir báru 12Vz smá- lest af gaddavír. Taylor leist ekki á þessi vinnubrögð. Hann valdi úr einn manninn, sem Schmidt hjet, og skipaði honum að vinna cftir sinni fyrirsögn. „Taktu nú gadda- vírskefli og farðu með það“, sagði Taylor. „Sestu nú niður og hvíldu þig“. Þannig vann Schmidt allan daginn. Hann hvíldi sig eftir hvern burð. Og þótt hvíldirnar væri stutt- ar þá voru þær svo margar, að hann þreyttist aldrei. Og hver varð svo árangurinn? Hann bar VlVi smálest af gaddavír fyrsta daginn, eða nær þrisvar sinnum meira heldur en hinir. Taylor hefir getið þessa í bók, sem hann hefir ritað og heitir „Principles of Scientific Managcment“. Þar segir hann og frá því, að Schmidt hafi síðan unnið þannig og altaf afkastað jafn miklu þau þrjú ár, sem hann var við Bethlehem verksmiðjurnar. Af þessu hafa menn lært, að sá vinnur best, sem aldrei ofþreytir sig. Hann gengur ánægóur að starfi sinu, vinnur af áhuga og afkastar þvi meira en aðrir. Þetta á.jafnt við um erfiðismenn, verksmiðju- fólk, skrifstofufólk og verslunar- fólk. En það er list að kunna að hvíla sig og fyrirbyggja að maður verði þreyttur. Menn verða að hafa nokkra þekkingu á því hvernig þeir geta hvílt vöðvana og h\raða vröðva þeir eiga að hvu'la. Dr. Ed- mund Jacobson, sem er sjerfræð- ingur á þessu sviði, segir að menn eigi að strengja vöðvana áður en þeir hvíla þá. En um leið og þeir eru hvíldir, á að hvíla þá rækilega, draga frá þeim alla orku og láta þá vera máttlausa. Dr. David Harold Fink hefir rit- að bækur um þessi efni, og hann kennir mönnum ráð til þess að hvílast á rjettan hátt, og hefir hann þá í huga bæði andlega og líkam- lega* þreytu. Hann segir: — Legðu þig upp í rúm þar sem þú hefir næði og láttu kodda undir knjen, undir alnbogana og undir hálsinn, svo að höfuðið sje fyrir ofan. Byrjaðu svo á því að hvíla kjálkavmðvana. Láttu kjálkana síga svo að vöðvarnir sje alveg mátt- lausir. Lokaðu svo augunum. Þú mátt ekki depla þeim, heldur eiga þau að vera lokuð. Talaðu svo við handleggina á þjer. Já, ieg á við það sem jeg segi, talaðu við handleggina á þjer. Þú þarft ekki að gera það upphátt, en sendu þeim hugskipun í hvert skifti, sem þú andar, um það að hvílast, hvílast og hvílast betur. Og þegar hand- leggirnir eru hvíldir, þá skaltu fara eins með fæturnar. Síðan skaltu hvíla hálsvöðvana og andlitsVöðv- ana. Eftir því sem fleiri vöðvar hvílast, eftir því mun andardrátt- ur þinn veróa hægari sjálfkrafa. Gættu þess að anda rækilega frá þjer. Það er altaf loft í lungunum þótt þjer finnist annað. Þá færist yfir þig ró og þú nærð betra valdi á vöðvunum með því að senda beim hugskeyti. Þjer finst þetta ef til vill erfitt fyrst í stað. En mimdu eftir því að þetta hefirðu gert óteljandi sinnurh áður, aðeins á ahnan hátt. Í staðinri fyrir að skipa vöðvunum að starfa, eins og þú hefir áður gert. skiparðu þeim nú að hvíla sig. Og þú munt fljótt verða var við breytingu. Vöðvarn- ir verða stæltari á eftir og þjer líður betur, bæði líkamlega og and- lega. En mundu eftir því að þú verður að gera þetta iðulega. þ\’í aðeins næst góður árangur. Með þessu tekst þjer ekki aðeins að hvíla þig, heldur losna við ýmsar venjur, sem eru orðnar að ástríðu hjá þjer. eins og til dæmis að grípa ósjálfrátt til sígarettu, teija þjer sjálfum trú um að þú getir ekki þetta og þetta o. s. frv. Láttu ekki sitja við það að hvíla þig uppi í rúmi. Gríptu hverja stund á dag- inn, sem gefst, til þess að hvíla einhverja vöðva og komdu inn hjá sjálfum þjer þeirri tilfinningu á þann hátt, að þú sjert altaf hvíld- ur og til í alt. Þjer mun vaxa ótrú- lega sjálfstraust og kappsemi. Og jafnframt eykst vellíðan þín, and- lega og líkamlega. Stanley Caldwell segir í grein í „Canadian Bulletin": — Með því að hvíla sig áður en menn þreytast, afkasta þeir meira og þola að leggja á sig þvngra erfiði, án þess að hljóta ilt af. Hafi menn stuttan svefntíma, er nauð- synlegt að smáhvíla sig. Með því móti þurfa menn minni svefn. Það er of dýrt að fórna heilsunni fyrir oíurkapp. Menn mega aldrei of- þreyta sig, hvorki á sál nje líkama. Og minnumst þess Hka, að góður hugur styrkir heilsuna, og eins þetta fernt: músik, list, ást og trú. Þetta gefur lífinu gildi og fegurð og stuðlar að heilbrigði. Aftur á móti er leti og iðjuleýsi til niðurdreps. Letin er sjúkdóm- ur, en það má vinna bug á henni með því að hvílast á rjettati hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.