Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1951, Blaðsíða 12
168 LESBOK MORGUNBLAÐSIMS Pjetursson assessor og Jón Guð-| mundsson ritstjóri báðu báðir urr' \liusn úr bæarstjórn vegna þess a? . .'ir gæti ekki unnið þar saman ' n Jón í Hákoti fór aðra leið. Hani iekk sjer læknisvottorð um það ai hann væri ekki fær um það, heilsi :;.nnar vegna, að gegna bæarfull taiastarfi. Fekk hann þá þega lausn, og var eitt ár eftir af kjör- tímabili hans. Afli nietinn — og vantraust Annars staðar fór líkt um fratn- tal afla og i Reykjavík. Suður- resjamenn og Álftnesingar kváð ust ekki geta talíð fram neitt nem: vetrarvertíðarfisk, og greiddist þ\ ekkert á manntalsþingum þar. — Vestmannaeyingar guldu af afla i- vetrarværtíð og af öðrum afla eftii ágiskun. Eins fór á Akranesi 02 undir Jökli, að menn þóttust ekki geta gefið neitt upp nema aílann á vetrarvertíð. Hreppstjórum var þá skipað að meta afla þeirra á haust og vorvertíð, en þeir neituðu að verða við því, nema þeir fengi ná kvæm fyrirmæli uin það hvernig meta skyldi, hvort það væri full- orðinn þorskur eingöngu og full- orðin ýsa, eða hvort telja skyldi stútung, þaraþyrskling og smáýsu, og hvort aðeins ætti að meta há- karlslýsi, eða þá alt lýsi, þótt úr hámerum væri eða sel. En bæarfulltrúarnir fjórir í Reykjavik þóttust færir um að gera það, sem aðrir treystu sjer ekki til. Þeir sömdu mat á afla allra út- gerðarmanna hjer og er það dag- :;ett 5. september, var lagt fram til sýnis í bæarþingstofunni 7. sept. og lá þar fram til 16. september. Skor- að var á gjaldendur opinberlega að finna að, ef þeim þætti aflinn met- inn of eða van hjá einhverjum. En fæstir urðu til þess að líta á skrána, svo að enginn gæti sagt að beir virtu hana neins. En menn gerðu annað. Hmn 12. 5 Jon Pjetursson Huils A- Sivertsen. Einar Þórðarson Oli P. Einscn sept. rituðu 57 kjósendur í bænum áskorun til þessara fjögurra bæar- fulltrúa og skoruðu á þá að segja af sjer. Hefði þeir brotið aí sjer traust bæarmaima með því að ráð- ast í slíka gerð gegn kjósendum. án þess að hafa til þess neina laga- heimild. Stiftamtmaður hefði lagt svo fyrir að „bæarstjórnin" frám- kvæmdi matið, en þeir væri ekki bæarstjórnin, Samkvæmt reglu- gerð fyrir bæarmálefm í Reykja- vík væri bæarstjórnin 6 fulltrúar og bæarfógeti sá sjöundi. E'n nú hefði þeir þessir fjórir tekið sig út úr, alveg að ófyrirsynju, og þar með drepið niður það traust á sjer, er enginn bæarfulltrúi mætti án vera. Bæarfulitrúunum fjórum brá svo ónotalega þegar þeir fengij þetta skjal, að þeir báðu þegay vm lauan úr bæarstjórnirmi, „er.da þótt þeir engan veginn gæti viðurkent annað nje betur sjeð, en að þeir hafi gert rjett.“ En stiftamtmaður svaraði þessari lausnarbeiðni svo, að álíta yrði þetta uppþot eitt, æs- ingar og brek úr þeim, er skrifað hefði undir áskorunina. Auk þess væri meðal þeirra, er skrifuðu und- ir, ekki fleiri en sem svaraði fimta hluta af kjósendum þeirra, borgur- unum, sem þeir væri fulltrúar fyr- ir, og þeir þyrftu ekkert að skifta sjer af því hvað tómthúsmenn segðu. Neitaði hann því algerlega að taka lausnarbeiðni þeirra til greina. Lögtök eru frantkværnd Þegar matskráin hafði legið frammi í 14 daga, var stiftamt- manni sendur skuldalisti þeirra, er ætti ógreitt spítalagjald Voru þeir 60. Stiftamtmaður ritaði lögtaks- skipun á listann hinn 14. okt. og að lögtökin skyldi fara fram á á- byrgð læknasjóðs. Síðan hófst bæ- arfógeti handa og byrjaði á Magn- úsi Jónssyni í Bráðræði og gek síðan á röðina með litlum hvíld- um. Þó var lögtökunum ekki lokið fyr en í ofanverðum nóvember. Einstaka maður skaut sjer und- an lögtaki með þvi að greiða gjald- ið, þegar til hans var komið. En hinir áfrýuðu til yfirdóms lögtaks- úrskurðinum, lögtökunum sjálfum og lögmæti þeirra. Varð Magnús í Bráðræði til þess fyrir þeirra hönd að áfrýa, en yfirrjettur vísaði inál- inu frá, vegna þess að lögtaksupp- hæðin hja M^gnúsi hefði ekki verið nema 1 rdl. 57 sk., en eklvi mætti áfrýa vegna lægri upphæðar en 2 rdl. Ný mótniæli Var nú kyrt um hríð að kalla, en þó var mikil ólga í mönnum og einkum er leið fram uhdir hátíðar, því upp úr r.ýájri áttU að fara fram kosningar til bæarstjómar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.