Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 16
HÖTTU A GERÐ- UR ÚTLÆGUR A ÍSLANDI Listmunauppboð Sigurður Bene- diktssonur tekin upp á ný 9 Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar munu halda á- fram. Tilkynnt var um þetta í gær af stofnendum hlutafélags, sem ber nafnið Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar h.f.. en þeir eru Guðbjörg Vigfúsdóttir ekkja Sig- urðar heitins, Sveinn Benedikts- son og Hilmar Foss, sem er fram- kvæmdastjóri félagsins. 1» Næsta uppboð hefur verið á- kveðið fyrri hluta októbermán- aðar og verður auglýst eftir mál- verkum til uppboðsins. Síðar verð- ur ákveðið um uppboð á merkum og fágætum bókum. — JBP HRÓI höttur hefur nú enn einu sinni verið útlægur gerr, að þessu sinni úr Hafnarbíói, en í fyrradag voru þar stöðvaðar sýningar á myndinni „Ástalíf Hróa hattar“. Saga þessa máls er sú, sam- kvæmt upplýsingum Braga Stein- arssonar, fulltrúa saksóknara að kvikmyndaeftirlitið sá þessa mynd fyrir nokkru, og vakt; athygli lög- reglustjóra á því, „að ástæða væri til að skoða myndina nánar“, vegna þess að hún kynni að brjóta ’i bága' við lagaákvæði um klám. Reynt var að koma skilaboðum tij bióstjórans. Jóns Ó. Ragnars- sonar, um að lögreglustjóraembætt- ið hefði í hyggju a'ð athuga mynd- ina áður en sýningar hæfust á henni fyrir almenning. Jón Ó. Ragnarsson kveðst ekki hafa fengið þessi skilaboð, en hann dvelst í Vaihöll, þar sem hann er veitingamaður. Á miðvikudag hófust sýningar á myndinni og voru sýningarnar fjórar og aðsóknin góð. En í fyrra- dag fyrir kl fimm komu sendi- menn saksóknara og lögreglustjóra, og að sögn Jóns Ó. Ragnafssonar bönnuðu þeir, að myndin yröi sýnd, áður en þeir hefðu séð hana á einkasýningu. Var þeim þá sýnd myndin, og að sýningu lokinni kváðu þeir upp úr með það að hún væri óhæf til sýningar. Segist Jón þá hafa boðizt til að klippa úr þaú atriði, sem ollu hneykslan þeirra, en þeir kváðust ekki geta bent á einstök atriöi. Var þá hætt við frekari sýningar á myndinni — í bili a.m.k — og tekið til viö að endursýna myndina „Vixen“, sem er mjög í sama dúr, án þess þó að hafa veriö bönnuð á sínum tíma. Ekki hefur verið ákveðið hjá saksóknara, hvort mál verður höfð- að á hendur bíóstjóranum fyrir að hafa sýnt þessa mynd, né heldur hver verður framvinda þessa máls. Til þessa hafa bfóstjórar fallizt á tilmæli um að hætta við sýningar á hinum svonefndu „djörfu" mynd- um, ef fulltrúum lögreglustjóra og saksóknara hafa þótt þær „of djarf- ar“ Þannig að í rauninni hefur verið hér um óbeina' kvikmynda- skoðun (censor) að ræða. — ÞB Almennur vilji foreldra fyr- ir kennslu sex ára barna 95°/o sex ára barna 'i skóla 'i fyrra IUm þaö bil 95% af sex ára börnum í borginni innrituðust í skóla í fyrravetur. í hina 12 al- mennu barnaskóla borg- arinnar innrituðust 1255 börn í 60 deildir, en hin í sex ára bekki í Skóla ísaks Jónssonar, Landa- kotsskólann og Æfinga- skóla Kennaraskóla ís- lands. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Þorsteinn Sigurðsson sér- greinafulltrúi hjá Fræðslu- skrifstofunni gerði um kennslu í forskóladeildum í fyrra. Nemendafjöldinn í forskóla- deildum hinna almennu barna- skóla var 1222 við skólaslit í vor. 1 vorskýrslu kennara um árangur af lestrarkennslu í for- skóladeildum kemur það í ljós að a? hinum 1222 nemendum höfðu 879 fylgzt með kennslunni með fullnægjandi árangri, 194 voru komnir verulega á undan og 149 höfðu dregizt aftur úr. Starfslið Fræðsluskrifstof- unnar kannaði í marz s.l. hvað olli því, að u. þ. b. 175 börn sem þá voru á manntali höfðu ekki innritazt í sex ára kennslu. Könnunin leiddi f ljós, að 16 börn voru í 7 ára deildum barna skólanna, 3 börn í „tíma- kennslu" útj í bæ, 13 börn voru á dagheimilum, 15 börn í skólum og stofnunum fyrir afbrigðileg börn, 12 böm voru hindruð vegna veikinda eða vanþroska og 15 börn voru hindruð vegna erfíðra heimilisástæðna eða kæruleysis eða neikvæörar af- stöðu foreldra, 98 börn voru ým ist flutt burt úr Reykjavík eða dvöldu utan skólahéraðsins og um 6 börn fengust engar áreið- anlegar upplýsingar. Af þessum börnum sótti 31 barn 8 daga námskeið í vordeildum til að kynnast skólanum og vinnu- brögðum þar. — SB í lok herferðar Nú er aö ljúka árlegri herferð fyrir „hreinu landi, fögru landi“ Þannig luku einhverjir við annars velheppnaða herferð, — f' tunnunni þeirra í Iðnó út á Tjömina til andanna. Sannarlega órómantísk sjón, — en líklega hefur inn verið hinn borubrattasti eftir að hafa afrekað T Þarf að fleygja uppskerunni? — Við vonum að ekki komi til þess að henda þurfi einhverju af grænmetisframleiðslunni, — sagði Þorvaldur Þorsteinsson, forstjóri Sölufélags garðyrkju- manna í viðtali við Vísi í gær, en óvenjulega mikil framleiðsla er nú ^ grænmeti vegna hins góða árferðis. — Salan hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr að því er Þor- valdur sagði og haldist hún jafn- mikil fram eftir hausti ætti græn- metisuppskeran að ganga öll út. Verð hefur veriö mun hagstæðara nú en undanfarin ár. Yfirleitt er grænmetið þriðjungi ódýrara nú en tvö undanfarin ár, sagði Þorvaldur. Markaðurinn hefur „tekið vel við " sagöi hann og salan er hvað ■’ en aðaluppskeran er nú a mjög óvenjulegt að 'imeti um land allt, en undanfarin mörg ár hefur ekki ver- ið hægt að rækta grænmeti norðan lands vegna kulda. Grænmetisræktin er mest austur í hreppum, það er kál og rófur, mikið er ennfremur rækt'að í Mos- fellssveit og gulrætur og rófur eru raunar ræktaðar víðar f allmiklum mæli. Fólk hefur notað sér lága verðiö á grænmetinu og kaupir það í æ ríkara mæli, meðan það gefst. Góð ur blómkálshaus kostar til dæmis núna ekki nema 20—25 krónur og kílóið af grænkáli og rófum ekki nema 15 krónur. Sagöi Þorvaldur að varla væri von til þess að verðið lækkaði, þar sem varla svaraði þá kostnaði að flytja það. — Hins vegar má alltaf búast við að eitthvað af uppsker- unni fari fyrir lítið, ef markaður- inn mettast og verði jafnvel að henda grænmetinu um leið og það er tekiö upp. — JH vísntsm’ — Hvemig finjnst yður alþjóðlega vörusýning- in? Ágúst Sveinsson, verkstjóri, Akranesi: — Agæt, það sem ég hef séð. Kom á sýninguna vegna umsagna' þeirra sem hana hafa séð. Hún varð mér nógu for- vitnileg til að ég geröi mér ferð ofan af Skaga til að sjá hana. Svona í fljótu bragði sýnist mér þessi sýning ekki hafa neitt fram yfir þær fyrri Bjarni Hauksson, skólanemi frá Akureyri: — Mér lízt nokkuð vel á hana. Pop-tjaldið finnst mér t.d. sniðugt. Það hefði ekki mátt vanta. — Hvers vegna ég kom á sýninguna? Ja ... það er nú vegna þess, að ég kem svo sjaldan tii Reykjavikur, að ég skoða hér allt. sem skoöað veröur þá sjaldan ég kem. Ólafur Jóhannsson, verkamaður: — Mér finnst hún afar góð. Það eru sýndar hér svo margar nýj- ungar. Við hjónin vorum t. d. að skoða heimilistæki frá sama fyrirtæki og seldj okkur tæki 'i íbúðina okkar nýju Fyrirtækið er nú komið með enn nýrri tæki — svo að frúin fussa' bara og sveiar yfir okkar tæk:- um, sem þó voru það allra nvi- asta er við fluttum inn ekki alls fyrir löngu. Sigurbjörg Stefánsdóttir, hús- móðir: — Verulega skemmtileg. Sumarhúsið finnst mér t.d. eitt af því eigulegasta. Annars finnst mér sýningin vera öllu heldur fyrir stór fyrirtæki en heimilisfólk í flestum tilvikum. Ofsa' sneddí Mest gaman finnst mér að stóra bátnum á úti- svæðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.