Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur II. september 1971. 7 Forstöðukona mæðraheimilis Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar aug- lýsir laust starf forstöðukonu við mœðra- heimilið í Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnun- inni fyrir 14. sept. n. k. Félagsmálastofnun Reykjavfkurborgar, Vonarstræti 4. — Sími 25500. Áðflugið Hér sést hvernig aðflugi er hátt- að að flugvellinum í Reykjavík í dag, en yfirleitt mun aðflugið frá sjónum notað mest. Hin myndin sýnir Álftanesaðflugið, sem bréf- ritari segir að ónáði 220 manns en hitt ca. 25—30 þús manns. Hins ber að geta að flugumferð um Reykjavíkurflugvöll eins og hún er í dag ónáðar víst ákaflega fáa, a.m.k. er h'tið kvartaö yfir sliku, enda lítið um þotulendingar á vell- inum, en þeim mun meira um litlar kennsluvélar og annað slikt. íslenzka Háríi á plöta? « . r®1® iP m mmA mm J eikfélág Kópavogs hyggst hefja u að nýju sýningar á söngleikn- um HÁR í næstu viku. Sýningar verða sem í fyrra f Glaumbæ • og eru flytjendur allir þeir -sömu og í fyrra — enginn hefur helzt úr lest- inni Hins vegar hafa tveir nýir leikendur bætzt í hópinn frá i vor. Engar stórvægilegar breytingar hafa verið gerðar á söngleiknum í sumar. „Ég gerðj mér það bara til gamans, að líta yfir handritið og krota í það á stöku stað. Svona rétt til að gera einhverjar breyting- ar,‘‘ sagði Brynja Benediktsdóttir £ stuttu spjalli við Vísi í gær. Þá gat Brynja þess. að hljóm- plötuútgáfa íslenzk hefði sýnt á- huga á að koma músíkinni úr HÁRfNU á hljómplötu, sem gefin yrði út fyrir jól. Ekki kváð Brynja vera búið að taka neinar ákvarð- anir þar að lútandi, en málið væri vissulega í athugun. Sýningamar á HÁRIN-U urðu samtals 16 í vor og var fulft á þeim öllum Er fyrirhugað að sýna í vet- ur eins lengi og aðsókn leyfir. „Ekki þreytumst við á söngleikn- um,“ sagðj Brynja. Þó aðsóknin að sýningunum V vor hafi verið eins góð og fyrr greinir gáfu þær ekki neitt að gagni í aðra hönd. Kostnaðurinn af sýningum er svo mikil. Auk leikaranna vinna um 40 manns að sýningunum. Húsið tekur hins veg- ar ekki nema 230 - 240 manns f’ sæti, svo að það gefur auga leið, að þegar kostnaður af sýningunum hefur verið greiddur eru þeir ekki margir aurarnir, sem hver flytjend- anna fær í sinn vasa. „Við vonumst þó til að geta greitt þeim eitthvað í vetur,“ sagðj okkur hún Brynja að lokum • IZFimi víðlesna, brezka pop-viku- 11 riti SOUNDS fylgdi nú á dög- unum átta' síðna fylgirit, unnið af hljóðfæragerðinni Marshall, sem allflestir tónlistarmenn þekkja. Gegnir ritið þvf hlutverki að aúglýsa V bak og fyrir hljóðfæra- framleiðslu fyrirtækisins og gyllir að sjálfsögðu Marshall-hljóðfærin sem mest. Eitt af því, sem fyrirtækið telur sér til tekna, er að birta myndir og greinarstúfa um þær af vinsælustu hljómsveitum heims, sem nota Marsha’l-hljóöfæri. Gefur þarna að líta m. a. á blaði Deep Purple, Tremeloes og Marmalade. En það sem tíðindamanni Pop-punkta þótti þó sniðugra að sjá i fylgiritinu var mynd og fáein orð um hljómsveit- ina Náttúru á íslandi Hljómsveitina nefna þeir ,,a hot group from Ice!and“, sem flytji á- Þessi mynd var tekin á æfingu á HÁRINU í fyrravetur. Þama eru þau búningalaus að æfa vikingaatriðið: Helga Steinsson, Ámi Blandon og Konráð. heyrendum sfnum „heavy rock“ og með aðstoð Marshall-hljöðfæra sinna hiki þeir ekki við að flvtja jafnvel lög eftir Grieg t. d. í októ-be r—nóvember næst komandi verður haldið minning armót í Moskvu um Alechine, fyrrum heimsmeistára. Til móts ins hefur verið boðið sterkustu skákmönnum heims og takj þeir allir boðinu verður þetta sterk asta skákmót allra tíma. Þejsum skákmönnum hefur verið boðið: Spassky, Petroshan, Kortsnoj, Smyslov, Tal Gipslis, Balasov, Karpov og Tukmakov frá Sovét- ríkjunum, Fischer, Bandaríkiun- um G’.igoric, Júgóslavíu, Ghe- orgieu, Rúmeniu, Bobotsov. Búl garíu, Hort, Tékkóslóvakíu Uhl man. A-Þýzkalandi, Portisch, Ungverjalandi, og síðast en ekki sízt. Friðriki Ólafssyni. 1967 hé!du Sovétmenn sam- bærilegt mót á við þetta en þá var Fischer ekki boðið og Friðrik, Larsen og Kortsnoj sáu sér ekkj fært áð vera með. Þó keppnin í landsliðsflokki á skákþingi Norðurlanda vekti mesta athygli, voru margar fjör- ugar skákir tefldar i meistara- flokki. Eftirfarandi skákir eru einmitt þaðan. I þeirri fyrri er það ritstjóri „Skákar", Jóhann Þórir Jónsson sem stýrir svörtu mönnunum til sigurs, eftir hæg- fara uppbyggingu hvfts. Hvítt: Egil Meedom, Danmörku. Svart: Jóhann Þórir Jónsson. Siki!eyjarvörn, 1. e4 c5 2 Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd Rf6 5. Bd3 Rc6 6. RxR (Hvítur vill komast sem fyrst frá þekktum leiðum. Betra var þó 6. Be3) 6. ... bxR 7. O-ÍO e5! 8 c4, Be6 .9. Da4 Dc7 10 Bd2 (Bétra var 10. Rc3 með Rd5 í bakhöndinni. Ef 10. ... Rd7 11. f4.) 10. .. Be7 11. Ba5 Db7 12. Rc3 0-0 13. b4 a6 14. Dc2 Hfc8 15. Ra4 Rd7 16. Ha-bl g6 17. c5 d5 18. f3 Bg5 19. De2 (Betra var 19. Rb6 RxR 20. BxR og reyna að sprengja upp með a4 og a5 við tækifæri.) 19. ... d4 20. a3 He8 21. Rb2 Kg7 22. Bc4 Rf8 23. BxB RxB 24 g3 Dd7 25. Dd3 h5! (Hvítur hefur veriö að tefla upp á skiptamunsvinning, en svartur hefur séð lengra.) 26. Rc4 f6 27. Rb6 Df7 28. RxH HxR 29. a4 h4 30. Bb6 (Þetta mótspii á drottningar- væng er nokkuð seint á ferðinni Betra var aö leika 30. Hbel og gefa skiptamuninn til. baka, ef tækifæri gæfist.) 30. .. Be3f 31 Kg2 f5 32. Hfel hxg 33. hxg (Ekki 33. Hj(B? Rf4t og vinn- ur drottninguna.) 33. ... fxe 34. Dxe Rf4t! (Ef nú 35. gxR Da2t 36. Kg3 Df2t 37. Kg4 Dg2t 38. Kh4 Hh8 mát.). . 35. Kfl Dc4t og hvítur gafst upp. Hér á Norðuriandameistarinn i bréfskák, Bjarni Magnússon, slæman dag gegn Andrési Fjeld. sted. Eftir nokkra hikandj leiki af hvits hálfu nær svartur vinn- andi sókn. Hvitt: Bjami Svart: Andrés Enski leikurinn. I. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. d4 cxd 4. Rxd Rc6 5. g3 e6 6. RxR? (Gefur eftir á miðborðinu. Betra var 6. Bg2.) 6. ... bxR 7. Bg2 d5 8 cxd cxd 9. 0-0 Be7 10. a3? (Of hægfara. Hvitur varð að leika 10. Rc3 og sprengja upp með e4.) II. b4 Dd7 12. Rc3 Ba6 13. Hel H^c8 14. Bd2 (Eðliíegra viröist 14. Bb2.) 14. .. d4 15. Re4 RxR 16. BjcR f5 17. Bd3? i (Biskupitin varð k að vera á g-2.) 17. ... Bb7 18. Db3 Bd5 19. Db2 e5 20 Ba6 f4! 21. BxH DxB 22. f3 (Ekkj 22. gxf Dg4t og mátar.) 22 . . Dh3 23. g4 h5 24. g5 Hf5 25. Bxf Bxg (Eða 25. ... HxB ásamt Hg4t) 26. e4 BxB 27 exH Dxf og hvítur gafst upp. Jóhann Öm Sigurjónsson. AUGLÝSIÐ I VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.