Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 13
V I S I R . Laugardagur 11. september f971. •* 1 ► 731 Á greindaraldrinum 3-9 ára í f orskóladeildunum — Þorsteinn Sigurösson sérkennslufulltrúi segir frá markmiði og niðurstöðu forskólakennslunnar í fyrra, kennslu sex ára bamanna — fyrri hluti. Tjorsteinn Sigurðsson sér- kennslufulltrúi hefur samið skýrslu um kennslu sex ára bama í Reykjavík i fyrravetur, þar sem koma fram helztu nið- urstöður þessarar tilraunar með kennslu þessa unga aldurs- flokks. Hér birtist fyrri hluti viðtals við Þorstein um skýrsl- urta. „Það er skemmst af því að segja, að þetta' var frumraun hérna hjá okkur í Reykjavík með kennslu alls árgangs 6 ára bamanna að búa út prógramm, sem myndi henta öllum fjöldan- um. í einkaskólunum ha'fa hins vegar verið böm þeirra foreldra sem era ákveðnir í að láta börn sín í einhvers konar venju- bundna skólabyrjun. Fram að áramótum vorum við ekki með kerfisbundna kennslu En síðan fórum við af stað með mjög hægfara lestrar- kennslu og hnitmiðaða. TVTarkmið forskóladeildanna var skilgreint á þá lund, að tilgangurinn væri fyrst og fremst sá, að jafna námsaðstöðu bamanna gefa börnum úr mis- munandi uppeldisumhverfi kost á fjölbreyttum verkefnum til að þroska hæfileika sína almennt, kenna þeim að umgangast jafn- aldra sína í starfshópi af líkri stærð og bekkjardeild í skyldu- námsskóla. temja þeim að hlíta almennum skólareglum, lúta aga viðfangsefnisins og stjóm kenn- aráns. I upphafi áttu viðfangs- efnin sem sé fremur að höfða til vilja- og tilfinningal'ifs en greindar. Fram að áramótum var starfið í forskóladeildunum fólg- ið f leikskólavinnu, sem smám saman þróaðist yfir í kerfis- bundnar foræfinga'r að lestrar-, skriftar- og reikningsnámi. Vinnubrögöin miðuðu að því að rækta féla'gsþroska barnanna, temja þeim heilbrigðar um- gengis- og starfsvenjur auka almenna' reynslu þeirra, skerpa athyglina og efla einbeitingu og úthald ennfremur að glæöa skynjun þeirra, bæta hreyfifærn ina, rækta málfarið, auka orða- forðann og kenna þeim að tjá sig skilmerkilega. Viðfangsefnin voru: söngur og tónlist, rytmik og hreyfileikir, myndíð og föndur 1 ýmsu formi, almennt málnám gegnum frásagnir, sögur og ævintýri, tjáning með leikjum og drama- tiseringu og loks kerfisbundnar foræfingar þar sem þjálfað var formskyn, hljóðgreining, fin- hreyfingar, minni og ályktunar- gáfa.“ — Og það athyglisverðasta við tilraunina? „Kannski hvað þátttakan var almenn. Það má segja, aö um 95% af árgang. værj þennan vetur í einhvers konar skólavist, annaðhvort hjá okkur eða ann- ars staðar, t.d. í Isaksskóla. Það myndi þykja merkilegt, ef það væri annars staðar. Og það sýn- ir hvað þörfin er mikil fyrir kennslu barna á þessum áldri og hversu nauðsynlega foreldrar telja hana vera. Ég vil benda á vamaðarþáttinn í starfinu. sem sé þann að verið er að reyna að jafna námsaðstöðu barnanna og gefa öllum börnum tækifæri til að þroska námshæfileika sína og búa þau undir bóklegt nám. Á þessu tímabili fæst einnig tækifæri til a'ð athuga bömin skipulega, komast að því hvern- ig þroska þeirra er varið Þá er mögulegt að búa þeim kennslu- aðstæður við hæfi, þv*i auðvitað eru þetta börn á mismunandi þroskastigi. Innan þessa hóps eru börn frá greindaraldrinum 3 — 4 ára upp í 9 ára svo að það er gríðarlegt þroskasvið, sem aldursárgangurinn spannar. Þetta gildir einnig um alla aðra árganga. Fólk gerir sér ekki al- mennt ljóst hversu mikill þroska munur er á börnunum." — Og markmið hinna nýju ^ kennsluaðferða? „Það, sem vakti fyrir okkur við samningu nám^efnjs^y^r að, koma f veg fyrir prefesú á kein- færári * hlúta bafrfanftá, *en það er einmitt slík pressa, sem veld- ur skólaörðugleikum hjá þeim seinfærarí og það er örugglega hægt að koma í veg fyrir mis- tök með því að fara hyggilega af stað í upphafi. Það var verið að brúa bilið, sem er á milli leikskólanna og skyldunámsskólans, þar hefur veriö gat fram að þessu. Kennarar voru búnir undir 'þett^ starf'.á nátnskeiöum Þeir urðu náttúrlega að tileinka sér ábYeir^áðferðir en 'þeir eru vanir í venjubundinni kennslu. í þessu sambandi má nefna', að í nokkr- um skólum var fitjað upp á nýjum vinnubrögöum, bæði not- að annað húsnæði en venjulegar skólastofur. í tveim skólanna voru notaðir samkomusalir þar sem tveir kennara'r störfuðu samtímis, og í einum skóla unnu þrír kennarar samtímis með tvöfaldan eða þrefaldan venjulegan hóp. í þessum til- ÞiONUSTA Sprunguviðgerðir — sími 50-3-11. Gerum við sprangur í steyptum veggjum með þaulreyndu gúmmíefni, margra ára reynsla hérlendis. Leitið upplýs- inga í síma 50311. JARÐÝTUR GROFUR Höfum til leigu jarðýtur meö og án riftanna. gröfur Brnyt X 2 B og traktorsgröfur. Fjarlægjum uppmokstur. Ákvæðis eða tímavinna. i larðvinnslan sf Sfðumúla °5. Símar 32480 og 31080. Heima 83882 og 33982. Ámokstursvél Til leigu Massey Ferguson i alla mokstra, hentug f lóðir og fleira. Unnið á jafnaðartaxta alla virka daga, á kvöld- in og um helgar. E. og H. Gunnarsson. — Sími 83041. Vinnupallar Léttir vinnupallar til leigu, hentugir við viðgerðir og viðhald á húsum úti og inni. Uppl. 1 sima 84-555. Gangstéttarhellur — Garðhellur Margar tegundir — margir litir — einnig hleðslusteinar, tröppum o.fl. Gerum tilboð í lagningu stétta, hlöðum veggi, Hellusteypan v/Ægisfðu. Símar: 23263 — 36704. SKJALA- OG SKÓLATÖSKUVIÐGERÐIR Höfum ávallt fyrirliggjandi lása og handföng. — Leður- verkstæðið Víðimel 35. NÝSMÍÐI OG BREYTINGAR Smíða eldhúsinnréttingar og skápa, bæði í gömul og ný hús. Verkið er tekið hvort heldur í tímavinnu eða fyrir á- kveðið verð, Einnig breyti ég gömlum innréttingum eftir samkomulagi. Verkið framkvæmt af meistara og vön- um mönnum. Góðir greiðsluskilmálar. Fljót afgreiðsla. — Símar 24613 og 38734. Steypum bílastæði, innkeyrslur og gangstéttir, jáum um jarðvegsskipti, útvegum allt efni. — Sími 26611. MAGNÚS OG MARIN0 H F. Framkvæmum hverskonar jarðýi'uvinnu SfMI 82005 Kennsla fyrir sex ára börn hófst i fyrra og var geysimikil þátttaka í henni. vikum 36—60 börn. en þetta útheimtir af kennurum allt aöra' samvinnu en áður. Þetta var a. m. k. tilraun til teymiskennslu, „team teaching“.“ — Og líkist „opnu skólun- um“? „Já, svipað því sem gerist þar t. d. kennararnir þrír. sem unnu ekki alltaf með sama hóp- inn, engin skilrúm milli í kennslu og samvinna þeirra mjög náin, og það er ekki hægt að vinna þetta með öðru móti.“ — En kennarar minnast á of mörg börn 'i hverri deild í þess- ari kennslu í fyrra. „Þama er spursmál um fjölda nemenda á kennara. Það virtist vera almenn skoðun kennara, að fjöldi yfir 20 væri illa við- ráðanlegur.“ — SB 8 1 SJÓNVARPSLOFTNET Uppsetningar og viðgerðir á loftnetum. Sírni 83991. Húsaviðgerðaþjónusta Kópavogs Getum bætt við okkur nokkram verkum. Járnklæða þök og ryöbætingar. — Steypum rennur og berum i, þéttum sprungur og margt fleira. Tilboð ef óskað er. Uppl. í síma 42449 eftir kl. 7. KLÆÐNING Klæöi húsgögnin og bflinn. Sauma lausa covera á bflsæti. Set topp í Volkswagen-bíla. Fljót og góö þjónusta. — Reynið viðskiptin. Bólstrun Jóns S. Árnasonar, Hraun- teigi 23 (Reykjavegarmegin). Sími 83513. ER STÍFLAÐ Fjarlægi stíflur úr vöskum, baðkerum, WC rörum og niðurföllum, nota til þess loftþrýstitæki, rafmagnssnigla og fleiri áhöld. Set niður brunna o.m.fl. Vanir menn. — Nætur og helgidagaþjónusta. Valur Helgason. Uppl. sima 13647 milii kl. 12 og 1 og eftir kl. 17. Geymið aug- lýsinguna. LOFTPRESSUR — TRAKTORSGRÖFUR Tökum aö okkur allt múrbrot sprengjngar f Msgrunnum -g holræsum. Einnig gröfur og dæl ur til leigu. — öll vinna I tíiiia og ákvæðisvinnu. — Véialeiga Símonar Símonarsonar, Ármúla 38. Sfeni 33544 og 85544.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.