Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 1
61. árg. — Laugardagur 11. september 1971. — 206. tbl. Eins og á vígvelli við vínlausan stað Líkurnar fyrir þá sem aug- lýsa eftir íbúðum til leigu eru nú að verða álíka og að hljóta vinn. ing í happdrætti, eða allt að því. Ástandið í húsnæðismálum hefur farið mjög versnandi í sumar og er hvað verst um þessar mundir Fjöldi fólks hefur leitað til Fé- lagsmálastofnunar borgarinnar. sem hefur með að gera það hús- næði, sem borgin ráðstafar til óvinnufærs fólks, og það eru ekki einungis sjúkir og óvinnu- færir, sem þangað leita, heldur fólk, sem gefizt hefur upp á því að leita að húsnæði á almennum markaði. Húsaleiga hefur þó ekki hækkað verulega enda halda vísitölulögin henn,- nokkuð i skefjum, en það gerist nú æ al- gengara að krafizt sé fyrirfram- greiðslu. Algengt er aö þeir sem augiýsa ’ibúðir til leigu í smá- auglýsingum Vísis fái 60 skrif- leg tilboð og ef svarað e.r í síma eru tilboðin mun fleiri, allt upp í hundraö. SJÁ BLS. 9. 40:5 í smáauglýsingunum kemur í- búðavandamálið vel í ljós, óskað er eftir 40 íbúðum, en aðeins 5 eru falar til leigu. Geysileig ölvun var v>ið samfeomu- húsin í Reykjavík í gærfevöldi. Nóttán var létt að byrja, þegar Vísir var að fara í pressuna, en þá þegar var búið að snarfyila fanga- geymslui- Iðgreglunnar. Senda þuitfti út aukalið að Þðrs- café, en þar fðr allt í bál og brand, og gatan fyrir framan lífcust víg- velli, og allt vaðandi í gleitbrotum. Þá haföi lögreglan 3 fasta menn við Tónabæ í gærkvöldi, en tiltölu- lega kyrrt var þar. Fangaverðir urðu einnig að fá tvo aukamenri til liðs við sig í gærkvöldi. Að sögn Axels Kvaran var hér að langmestu leyti og nær eingöngu um að ræða ungmenni innan við tvftugt. Heitasti dagur sumarsins — verksmiðjuloft fró V-Evrópu Heitasta veður sumarsins kom í gærdag. þegar iðnaðarþrækja frá V-Bvrópu leið inn yfir ísland. í Reyfejavlk va'rð hitinn 18 stig i gærdag, og fyrir austan fjall var víða 19 stiga hiti Þessu fylgdi að sjálfsögðu verk- smiðjumóðan, sem þeir kannast við sem ferðazt hafa um iðnaðar- héruð ytra. Þetta er ekker eins- dæmi, og í faitteðfyrra gerðist þetta sama, einmitt í septembermánuði. Þá var mjög hlýtt í nokkra daga af þessum sömu völdum. — JBP Þurfum aðstöðu til hjartaaðgerða hér — segir Hjalti Þórarinsson, yfirlæknir — Hjartaigræðsla virðist ekki eiga framtið fyrir sér, segir læknirinn I nýútkomnu tímariti Hjúkrunarfélags íslands lýsir Hjalti Þórarinsson, yfirlæknir við brjósthols skurðdeild Landspítal- ans, yfir þeirri skoðun sinni, að tímabært sé að skapa hér aðstöðu til að framkv. ýmsar hjartaað- gerðir, sem hingað til hef ur orðið að leita til út- landa með. Raunar hefur Hjalti áður vak ið máls á nauðsyn þess að fá hingað til lands svonefnda hjartalungnavél, en slík vél sér um starfsemi hjarta og lungna meðan á skurðaðgerð stendur, þannig að sé hún til staðar er hægt að framkvæma ýmsar hjartaaðgerðir, sem útheimta að starfsemi hjartans sé stöðvuð í lengri tíma en 3 til 4 mínútur. í grein Hjalta segir m. a.: „Þessar furðuvélar geta séð um startf hjarta og lungna í marga klukkutíma. Gefst þá tóm til að framkvæma fjölmargar aðgerðir á meðfæddum og áunnum hjarta sjúkdómum, sem nú orðið er unnt að lagfæra með skurðað- gerð með hjálp þessara véla.“ Hjalti, sem er sérfræðingur i almennum skurðiækningum og brjóstholsskurðlækningum, minnist í grein sinni á hjarta- flutninga: „Hin sögufræga að- gerð próf. Christians Barnard, sem hann framkvæmdi 3. desem ber 1967, er hann fyrstur skurð- lækna skipti um hjarta í sjúkl. varð til þess að mikið var rætt og ritað um slíkar aðgeröir næstu árin. Ýmsir aðrir skurð- læknar framkvæmdu þess háttar aðgerðir, en með misjöfnum og skammvinnum árangri. Eins og málin horfa í dag, þá virðist hjartaígræðsla ekki eiga framtíð fyrir sér. Þrengsli og stíflu í kransæð eða kransæöum er nú unnt að staðsetja nákvæm lega með röntgenmyndatökumeð skuggaefni, sem sprautað er i æðarnar." í sambandi við, hvort hægt er að framkvæma hinar flókn- ustu hjartaaðgerðir hér á landi segir Hjalti: ..og hafi menn öðlazt sérþekkingu og þjálfun á þessu sviöi, þá geta þeir leyst störf sín a? hendi með nokkurn veginn sama árangri, hvar sem er í heiminum, ef viðunandi stárfsaðstaða er fyrir hendi.“ Karlar eins og Brynj- ólfur.... Þeir verða líklega margir, sem ætla að horfa á sjónvarpið á sunnudagskvöldið, þegar Brynj- ólfur Jóhannesson verður á skerminum í þættinum „Maður er nefndur" Það er Andrés Indriðason, sem stýrir þættin- um. — SJÁ BLS. 11. Léleg blaða- mennska eða slælegur lestur? Lesandi einn (sem þorir ekki aö láta nafns getið) vegur að blaðamanni fyrir grein um Álfta- nesið sem birtist á dögunum. Telur lesandinn aö þama hafi verið falinn áróður fyrir þá Álft nesinga í flugvallarmálinu, sem verið hefcut ákaflega heitt mál. Við birtum reiðilesturinn í les- endadálkinum, — svo og útskýr- ingar bláöamannsins. — SJÁ BLS 6. HÁRIÐ á plötu? Á næstunni mumi leikarar Leikfélags Kópavogs satfnast saman á ný. sólbrúnir og sælir eftir sumarleyfin, — og taka til við að sýna Hárið á ný, en það naut mikilla vinsælda, þegar sýningum varð að Ijúka vegna prófanna í vor er leið — Nú er líka rætt um að Háriö ís- lenzka komi á hljómptötu. — SJÁ BLS. 7. Kvennabúrið til sýnis fyrir almenning Engin furöa þótt hann Ibra- < him soldán skyldi kallaður Vit- lausi-Ibrahim. Hann eyddi nefni- iega flestum stundum í hugar- víli og kastaði gullpeningum í Bosporussundið. Skýringin á hugarvílinu er líklega sú, að hann átti ekki bara eina konu, heldur eitt þúsund og eina. Kvennabúr soldánanna í Kon- [ stantínópel, eða Miklagarði einr og borgin kallaðist á íslenzku, er nú til sýnis, kvennalaust. — SJÁ BLS. 2. Rétt eins og happdræfti Búizt við góðri upp- skeru Búast má við að almennt verði farið að taka upp úr kartöflugörð- um a? fullum krafti um þessa helgi. Má búast við afburða góðri upp- skeru eftir þetta góða sumar, eins og reyndar hefur komið fram hjá þeim sem eru byrjaöir að taka upp í soðið. Hjá skrifstofu garðyrkjustjóra fengum við þær upplýsingar að á- stand garðlanda væri gott eftir sum arið. Börnin í skólagörðunum eru þessa dagana að Ijúka við að taka upp afrakstur sumarsins, og er hann hjá flestum þeirra afburða góður. Er þessi framleiðsla barn- anna víða á heimilum gott búsílag og er ekki að efa að börnin eru stolt yfir uppskerunni. Skrúðgarðar borgarinnar hafa Þau eru áreiðanlega í hópi ánægðasta garðyrkjufólksins, börnin sem við hittum í skólagörðunum, en þauvoru að ljúka við aö taka upp afrakstur sumarsins. Þau eru talið frá vinstri, Elín Ragnarsdótt- ir, 12 ára, en hún átti garðskika þarna í sumar, v inur hennar sem hjálpaði til við uppskeruna, hann heitir Sverrir Einarsson og er líka 12 ára, Elín Haraldsdóttir, sem er að verða 10 ára og hefur verið garðyrkjukona þarna í sumar og Heiða Hringsdóttir sem var að hjálpa vinkonu sinni. AIls voru í skólagörðunum í sumar 226 börn, og hafa þau sannarlega fengið ríkulegan ávöxt verka sinna, því að gæzlufólkið sagði okkur að uppskeran væri tvöföld á við í fyrra. heldur ekki farið varhluta af þessu góða sumri og hefur víða mælzt allt að eins metra vöxtur á trjám eftir sumarið. Má búast við að garð arnir geti sloppið vel í gegnum vet- urinn vegna þess hve vel hefur viðr að f haust, og gróður getað búið sig vel undir vetrardvalann. — JR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.