Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Laugardagur 11. september 1971. VÍSIR títgefantn: ReyKjaprenr bf. Framkvæmdastjóri: Svebm R. EyJiStsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birglr Pétursson RitstjómarfuUtrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiðsia- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintaldB Prentsmiðja Visis — Edda bt. Þriðjungur þjóðar í skóla Samkvæmt upplýsingum Fræðslumálaskrifstofunn- ar kvað láta nærri að þriðjungur íslenzku þjóðarinnar muni sitja á skólabekk í vetur. Þetta er óvenjulega hátt hlutfall, miðað við aðrar þjóðir, ef ekki hærra en í nokkru öðru landi. Samkvæmt sömu heimild er hlutfall námsfólks í Svíþjóð t.d. talið mög hátt, en er þó ekki nema um 25%. Þetta er mikil breyting hér frá því sem var fyrir aðeins fáum áratugum, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann. Það er ekki langt síðan fjöldi ungmenna, sem þráði að komast til mennta, átti þess engan kost, vegna fjár- skorts. Nú má það teljast til undantekninga, ef þeir sem vilja læra, þurfa að hætta á námsbrautinni af efnahagsástæðum. Miklu fé er varið til menntamála ár hvert og aðstaðan til menntunar fer síbatnandi með ári hverju. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði þar heillaríka forustu, eins og í svo mörgum öðrum efnum, þótt vitaskuld megi þar enn um bæta, enda fer. þörfin á auknum Jramlögum í þ'essu skyni vax^n^i .,eftir því sem þjóðinni fjölgar. Mönnum hættir um of til þess að tala meira um það sem á skortir og miður fer en hitt, er áunnizt hef- ur og vel er gert. Þegar haft er í huga, hvernig ástatt var í þessum efnum fyrir 40—50 árum, sjá allir, hve gífurleg breyting er á orðin og hvílíku grettistaki þjóðin hefur lyft í skólamálum á skömmum tíma. Fyr- ir rúmum 40 árum var t.d. aðeins einn menntaskóli á landinu, og til skamms tíma voru þeir aðeins tveir. Nýjar skólabyggingar eru reistar eða fullgerðar svo að segja á hverju ári, en samt skortir enn mikið á að þörfinni sé fullnægt. Enn er tví- og þrísett í sumum skólum, og fylgja því fyrirkomulagi ýmis . anJkvæði, sem allir eru á einu máli um að ráða þurfi bót á. En samt eém ::é. verður ekki sagt annað en þrekvirki hafi verið unnio á ’ u sv'c' : f þeesari fámennu þjóð, eins og í svo ótal mörgum öðrum efnum, á ótrú- lega skömmum tíma. íslendingar hafa á fáeinum áratugum framkvæmt uppbyggingu, sem tók aldir hjá sumum stærri og rík- ari þjóðum. Þrátt fyrir flokkadrætti og stjórnmála- rifrildi hefur alltaf miðað í rétta átt, misjafnlega hratt, bæði eftir árferði og stjórnarháttum, en þegar á árang urinn er litið í heild verður ekki annað sagt en þjóðin megi una hlut sínum vel. Síðasti áratugurinn var rnesta framfaratímabilið í allri sögu hennar, og því má sú stjórn, sem þá fór með völd, vera óhrædd við dóm sögunnar þegar fram líða stundir. Hún fékk það hlutverk að reisa við efnahagslífið eftir skipbrot vinstri stjórnarinnar fyrri, og er ólíku saman að jafna þá og nú, þegar hin nýja vinstri stjórn tók við. Henni retti að vera auðvelt að haida í horfínu, ef engin óvænt áföll ber að höndum, þótt sundurleit öfl hafi þar óneitanlega gengið til samstarfs. „ÍRLAND ER EITT LAND OG ÍRAR EIN ÞJÓÐ" — segir Jack Lynch, forsætisráðherra Irska lýðveldisins — Litill árangur sjáanlegur af viðræðum þeirra Heaths Jaek Lytteh, forsætisráðherra Eice, frska lýðveldisins. Hann er 54 ára gamall og er frá Cork, sem er borg syðst á liííkrUíSr,,L>,f:V h^B1.íni>-J 1 ' int'ío'' Fyrir fáeinum dögum lauk viðræðum þeirra Edward Heath, forsætis ráðherra Bretlands, og Jack Lynch, forsætisráð- herra írska lýðveldisins. — Þeir sátu á í ökstólum um, hvort þeir gætu orð- ið ásáttii um einhverja leið til að binda enda á* hið hörmulega ástand, er ríkir í Norður-írlandi. Að fundinum lokrium voru að sjálfsögðu%efn- ar út yfirlýsingar um, að viðræðurnar hefðu orðið til gagns, þótt beinn ár- angur væri enginn, og skoðanaágreiningurinn gífurlegur. Gagnsemi þessara við ræðna er erfitt að meta. Að sjálfsögðu er það spor í rétta átt, þegar menn setjast niður og ræða málin, en gagnsem in er þó ekki ýkjamikil, meðan eini árangur fund ar er sá, að boðað er til annars fundar. Og þrátt fyrir yfirlýsingar forsæt isráðherranna tveggja, má telja að lítið hafi mið að í samkomulagsátt, — enda hefur það ekki bor ið við í manna minnum að stjórnmálamenn hafi gefið út yfirlýsingar um, að viðræðufundir hafi verið algerlega til einsk- is. Helztu ágreiningsefnin Til marks um, hversu mikið ber á milli, má vitna í það sem Jack Lynch sagði eftir fund þeirra Heaths: „Hr. Heath sagði, að mér bæri enginn réttur til að eiga hlut að viðræðum um breyting- ar á brezkri stjómskipun (þ. e. a. s. aöstöðu N-írlands.) Ég staðhæfði, að ég hefði sl'ikan rétt og’á. þeim réttj mun ég standa, því að ég er kjörinn leiötogi stjórnari lrlands, og ég er fuil- tnúi skoðana meginþorra íra.“ Lynch bætti við: „Margoft hef ég lýst því yfir skýrt og afdráttarlaust, að mfn stefna felst samkomulagsbundinni sameiningu írlands án þess að til frekar,- æsinga komi.“ Ennfremur fékkst ekki sam- komulag um hugmynd Jack Lynch þar sem hann gerir það að tillögu sinni, að fram fari viðræður allra aðila, sem eiga hlut að máli, þ. e. ensku stjóm- arinnar, írsku stjórnarinnar, Stormont-stiórnarinnar (í Norö- ur-írlandi) og svo fulltrúa ka- þólskra í Norður íriandi. Þessu hafnaði Heath, þvl að hans hug mynd var sú að viðræður fæm fram með þeim Reginald Maud- ling, innanríkisráðherra Bret- lands, Stormont-stjóminni og svo fulltrúum kaþólskra og mót mælenda f N-lrlandi. Þessi hugmynd kafnað; þó I fæðingu, þegar Bemadette Devlin hvatti kaþólska tii að taka ekki þátt i neinum viðra»S- um, unz pólitískum föngum, sem sitja f fangabúðum án dóms, hef ur verið sleppt úr haldi. Hinir pólitísku fangar eru kaþólskir Heath og Lynch urðu heldur ekki ásáttir um hvemig ætti að bregðast við hinum leyni- lega' Irska lýðveldisher (IRA), sem er bannaður í Iriandi. Heath iagði hart að Lynch aö grípa til róttækari aðgerða gegn XRA, og Lynch sagði, að slikt væri ekki mögulegt: „Nú þegar gerum við allt sem í okkar valdj stendur til að fást við IRA Allt sem hægt er að gera innan ramma laganna, er gert,“ sagði Lyncft. Hann bætti því líka við, að sér lfkuðu ekki aðgeröir Breta gegn hermdarverkamönnum í N- Irlandi: „Aðeins kaþólskir of- beldismenn em settir í fang- elsi “ sagði hann. „Það era ofbeldismenn í báðum hópun- um, og svona aðgerðir gegn minnihlutanum gera aðeins iHt verra.“ Lynch hafnar yfirráðum Breta Á blaðamannafundi, sem hald inn va'r eftir að viðræðunum lauk sagði Lynch: „Ástandiðer andstætt öllum lögmálum. Landamærin (milli N- og S-ír- lands) voru ákveöin fyrir 50 árum, þegar gerð var tilraun til að koma brezku stjómarfari á f Norður-írlandi. Sú tilraún fór út um þúfur vegna þess aö einungis hluti íbúanna átti full trúa !í stjórninni. Irland er eitt land og Irar eru ein þjóð sem ég tel, að sé bæð; nógu stór og nógu lítil tij að geta lifað í sátt og sam lyndi. Við höfum verið ein þjóð um margar aldir — þjóðin hef ur aðeins verið klofin siðustu 50 ár.‘* Svona yfirlýsingar frá Jack Lynch, en hann er tvímælalaust sá maður, sem er áhrifamesti leiðtogi íra í dag, falla ekki í kramiö hjá Bretunum. sem halda áfram að berja höfði við stein og fullyröa, að héruðin sex V Ulster öðru nafni Norður- írland, séu tvímælalaust hluti brezka ríkisins. Þrátt fyrir yfirlýsingar um gagnsemi fundarins, lítur út fyrir, að helzti árangur hans sé, að ágreiningsefni þeirra Heaths og Lynch hafi kristallazt. Hinn rólegi og gjörhuguli Lynch ’-°fur einbeittlega haldiö fram kröfunni um sameinað ír- land Og þegar það er ljóst að jafnvel hinir hófsamari telja þá kröfu sjálfsagða ætti að liggia í augum uppi, að friður kemst ekki á í Norður-írlandi, fyrr en brezku „verndaramir“ hafa úthellt frsku blóðj í sfðasta sinn. Þráinn Bertelsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.