Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 2
Hitchcock með hausinn undir hendi Þeim brá í brún, sem gengu f-ram hjá ánni Thames á dögun- um, því að á bekk við ána sat enginn annar en Alfreð Hitch- cock, margfaldur stórmeistari drauga- og hryllingssagna — og hafði hausinn undir hendinni. Að vísu hafði hann höfuð á venjuleg um stað, en því til viðbótar hafði hann annaö í handarkrikanum. Skýringin á máiinu var sú, að þarna var veriö að taka atriði úr nýjustu kvikmynd Hitchcocks, er heitir „Frenzy“. Hitchcock er vanur að sjást sjálfur í myndum sínum og í þetta sinn átti hann að sjást fljótandi eftir ánni Tham es. Hitchcock er orðinn aldraður maður og kulvís, svo að hann greip til þess ráðs að gera ná- kvæma eftirlíkingu af sjálfum sér, og var henni síðan fleytt eftir ánni, meðan Hitchcock sjálfur sat á árbakkanum og hafði gaman af. Kvennabúr til sýnis almenningi í Tyrklandi Soldánar hins Ottómanska heims veldis ríktu frá Bagdad til Vín arborgar í einar fjórar aldir, en þótt þeir væru frægir tókst þeim samt mætavel að halda einkalífi sínu leyndu að mestu leyti. Það sem gerðist í hinu mikla kvenna búri í Topkapi-höllinni í Kon- stantínópel vissy aðeins fáir út- valdir. Einn soldán á 17du öld, sem réttilega gekk undir nafninu Vit- lausi-Ibrahim, varð reyndar svo leiöur á kvennabúrinu sínu, að hann eyddi flestum stundum sitj andi við Bosporus-sundið, þar sem hann kastaði guMpeningum fyrir fiskana. Dag einn datt honum þó í hug að gera eitthvað í kvennabúrs- málunum, svo að hann lét binda farg við konur sínar, sem voru 1001 talsins, og fleygja þeim síð an í sjóinn. Að sjálfsögðu náði hann sér fljótlega í konur í þeirra stað. En milli slíkra brjálæðiskast'a gerðu Ibrahim og hinir 24 soldán- ar sem bjuggu í Topkapi-höll, staðinn aö undursamlegu safni lista og fjársjóða. Um þessar mundir á að opna hluta hinna fjögur hundruð her- bergja hallarinnar fyrir almenn- ingi, en unnið hefur verið í 32 ár að endurbyggingu þeirra. Þessi Hugh Hefner í einkaflugvél sinni ásamt einkaflugfreyjum sínum. .. PLAYBOY til Evrópu Playboy-kóngurinn, Hugh Hefn er, lætur sér ekki nægja að gefa Playboy-tímaritið út í fimm millj. eintökum í Bandaríkjunum, því að nú er hann að hugs'a um að færa út kvíarnar og gefa blaðið út í ýmsum löndum Evrópu. Fyrst og fremst er hann að hugsa um að koma á fót útgáf- um af Playboy í Ítalíu, Frakk- landi og Þýzkalandi, þar sem blað iö verður gefið út á tungumálum viökomandi landa. Gert er ráð fyrir, að um 70% af efni þessara Evrópuútgáfa af Playboy verði þýtt úr bandaríska; ritinu, en hin 30% verði r efni.; frá viðkomandi löndum. Renzo Trionfera, sem verður rjt stjóri blaðsins á Italíu segir: „Við reynum að hafa blaðið frjálslegt, en ekki klúrt. Auðvitað verður mikið af myndum af berum stúlk um. Það hneykslar engan deng- ur.“ /J opnun þjónar tvíþættum til- gangi: I fyrsta lagi hafa Tyrkir hugsað sér að hafa tekjur af ferðamönnum, sem koma að skoða safnið, og í öðru lagi á safniö að vera ljós vottur þeirrar spilling- ar, sem eitt sinn ríkti í Tyrk- landi. í höllinni eru geymdir hinir frægu Topkapi-gimsteinar, sem aliir ferðamenn í Istanbúl gera sér að skyldu að skoða. En nú verða einnig til sýnis hýbýli sol- dán^nna. w — ' Kvennabúrunum fylgdu ýmis pólifísk vaTfda'rriál; Ef soldánarnir stunduðu kvennabúrin af of miklum ákafa, leiddi það til þess að margir voru venjulega um boð ið, þegar til ríkiserfða kom. Bræðravíg voru algeng. Til dæmis kom Múhameð III. til valda árið 1595, og þá lét hann sitt fyrsta verk vera að myrða 19 hálfbræður sína, og þar að auki lét hann taka af lífi sjö eiginkonur, sem faðir h'ans sálugi hafði skilið eftir ófrískar. Eftirmaður Múhameðs III, Ah- med I., var öllu mannúölegri. — Hann lét bæta fjölmörgum her- bergjum viö höllina, þar sem sveinbörn voru geymd, og þau voru ekki tekin af lifi þeg'ar þau komust á legg, heldur leyft að eyða ævinni I stofufangelsi. Kvennabúrið mikla í Topkapi var leyst upp árið 1909, þegar hinn síðasti ottómanskra soldána, Abdul Hamid, var geröur útlæg- ur, ásamt 370 helztu frillum sín- • •••••••••••••••••••••••^••••••••••* «••••••••••••••••••••••• •••••••••••••• Líkklæði úr jaði Árið 1968 voru kínverskir leið- togar ákaflega taugaveiklaðir út af hugsanlegri kjarnorkuárás Sov étríkjanna og Alþýðuhernum var skipað að fara á stúfana til að finna hella og jarðhýsi, sem hægt væri að notast við sem sprengju- skýli. Ein herdeiidin var að hamast ”ið að leita á hinurn eyðilegu '■ -g--n. ■ -c'-sr.-?. sem um "7 Tttra vestan viö Peking, og fann þá ákaflega merta legar kínverskar fomminjar. Meðal hinna 2000 ára gömlu fomleifa voru líkklæði Liu Shengs sem var prins af Han-keisaraætt- inni, og konu prinsins, Tou Wan. Líkamar þeirra voru fyrir löngu orðnir að dufti, en tignarfólkið hafði verið klætt frá hvirfli til ilia f Kkklæði, sem gerð eru úr búsundum plantna úr jaði, sem eru festar saman með gullþræði. Kfnverjar vom að vowum hin ir kampakátustu yfir þessum fundi, og þegar Kissinger, ráð- gjafi Nixons, kom til Kína í júll síðastliðnum vom honum sýnd lík klæðin. (Sem hann síðar sagði að væru heljarmiklar sokkabuxur úr jaði.) En nú nýlega var franski ljós- mvndarinn Maroh Riboud í hópi þeirra, sem fengu að sjá geh- semarnar, og þá tók hann með- fvlaiandi mvnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.