Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAl 1982. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Islenzkt fótboltamót í útlöndum Landflótti islendinga til binna Noröurlandanna reynist mörgum flóttamönn- unum þungur róöur, þegar á hólminn kemur. Sérstaklega togar fósturjörðin sjálf í hjartataugarnar og margt héðan þykir næstum ómiss- andi, þegar allt kemur til alls, og þótt fólk hafi i rauninni fláiö „ástandið”. tslendingar í útlöndum eru því þekktir fyrir að reyna að lifa sínu hálfbölvaða, íslenzka lífi, þðtt famir séu yfir á aðra kletta. Þannig verða meðal annars til ails konar Isiendingamót. Eitt þeirra er Klakmótið, sem íslendingar búsettir í Dan- mörku og Svíþjóð halda áriega. Það er knattspyrnu- mót með þátttöku hvorki færri né fleiri en 11 liða! Er keppt í riðlum og síðan til úrslita með pompi og pragt. Síðasta Klakmóti lauk 8. maí. Ekki veit ég hvaða lið sigraði þá en árið áður sigr- aði Kaupmannahöfn. Mótinu núna var slitið i Jónshúsi með snæðingi og síðan opnu húsi með diskóteki íkjailaranum! Liðin í Klakmótinu voru auðkennd þannig: Kaup- mannahöfn, Kagsákollegíet, Helsingor, Lundur, Odense, Horsens, Árhus, Sonderborg, Uppsalir, Gautaborg, Malmö. Þetta sýnir, að það era fleiri en þessir 10 nafntoguðu fótboltamenn i frægum liðum sem við islendingar teflum fram á erlendri grund! Forseti í borg Davíðs Þá er búið að hafa gaman af kosningunum. Flestir una við sitt, hvort sem þeir hafa unnið eða tapað. Skýringar eru til á öllu, sem gerðist, ef ekki samanburöur við síðustu kosningar þá við einhverjar aðrar kosningar, enda er búið að kjósa nokkuð oft á öldinni. Fáir áttuðu sig fyrirfram á sveiflunni tll Sjáifstæðls- flokksins þótt spádómar gengju í þá veru. En nú geta sjálfstæðismenn tekið fram kústana og látið hendur standa fram úr ermum, að minnsta kosti nokkuð viða og sérstaklega í höfuðborginni og nágrenni. Borgarstjóraefni Sjálf- AKtarts farsota... stæðisflokksins, Davíð Odds- son, hefur þegar iýst þeirri ósk að aukafundur borgar- stjóraar á fimmtudaginn verði skilafundur „vinstri flokkanna” og upphafsf undur að endurheimtum völdum og AMmrt verOur fbrsati i borg OmvtOi. sjálfstæðismanna. Þá verður Davíö formlega kosinn borg- arstjóri og Albert Guðmunds- son kosinn forseti í borg Daviðs. Er L_.._________ „vinstrs flokkur„? Það vakti verulega athygli í öUu málæðínu fyrir borgar- stjóraarkosningaraar, að framsóknarmenn í framboði ýmist létu því ómótmælt eða tóku það sér beinlínis í munn að Framsóknarflokkurinn hefðl verið og væri einn af „vinstri flokkunum”. Hingað til hafa stórskota- liðar flokksins helzt vUjað kaUa hann miðflokk þótt slagsiða hafi komið á af og tU, þá sitt á hvað til beggja borða. Nú er Framsóknar- flokkurinn sem sagt ábyggi- lega tU vinstri — það sem hann er. Eina verkfalls brotið á kontórn um Félög í Sambandi bygg- 'ingamanna hófu skæruverk- föU með eins dags vinnu- stöðvun í síðustu viku. Þau haida áfram nú í vikunni með tvisvar sinnum eins dags stöðvun. Eins og alvöru verkfaUs- mönnum þykir rétt og nauðsynlegt, var gerð út svoköUuð verkfaUsvakt hjá Trésmiðafélagi Reykjavikur. Fundust fljótlega tveir smið- ir með hamra í höndum sem höfðu ekkl haft tima Ul þess að lesa fréttir eða hlusta á fréttir af verkfaUinu. Lögöu þeir hljóðir niður hamra sina. Þá var haldið á kontór félagsins tii skrafs og ráða- gerða um frekari verkfaUs- vaktavinnu. Reyndust þá tveir menn þar að mæUnga- störfum sem áreiðanlega höfðu haft pata af verkfaU- inu. Þannig var eina alvarlega verkfaUsbrotið i verkfaUi trésmiða i Reykjavik framið á þeirra eigin kontór. Herbert Guðmundsson Kvikmyndir Kvikmyndir Slagsmálahundarnir Jack WUson (William Smith), Paul Beddoe (Clint Eastwood) ogkántrýsöngkonanLynne Halsey-Taylor (Sondra Locke). Austurbæjarbio:Með hnuum og hnefum Nánast endurtekn- ing á fyrri mynd Herti: Með hnúum og hnefum (Any Which Way You Can). Loikstjóri: Buddy Van Hom. Handrit: Stanford Sherman. Kvikmyndun: David Worth. Aöalhlutverk: Clint Eastwood, Sondra Locke, Jack Wilson, Ruth Gordon, William Smrth og Harry Guuardino. Sýningarstaður: Austurbœjarbíó. Það er orðið mjög algengt í amer- íska kvikmyndaiðnaðinum, að þegar ein mynd gengur vel er sjálfsagt að gera framhaldsmynd. Hafa þær stundum heppnazt betur og má þar nefna sem dæmi French Connection n og Godfather II, sem að minum dómi voru betur heppnaðar en fyrri myndimar, en oftast er það nú svo að þær hafa misheppnazt, hefur efnið ekki þolað útþynninguna. Ein slik er „Með hnúum og hnefum”. 1 raun er ekki um framhald að ræða heldur er hér um hreina endurtekningu á fyrri myndinni sem hét ,,Any Wich \íáy ButLoose”. 'j,'' Myndin segir okkur frá bifvéla- virkjanum Philo Beddoe (Clint Eastwood) sem fyrir utan að gera við bíla er meistari i ólöglegu boxi, þar sem barizt er með hanzkalaus- um hnefum. Koma einnig við sögu vinir hans tveir Orville (Geoffrey Lewis) og apinn Clyde sem stundum sýnir anzi mannlega takta, vinkonan Lynne Halsey Taylor (Sondra Locke) sem endaði fyrri myndina með því að fara burt frá hetjunni okkar en er nú mætt aftur full iðrun- ar. Myndin byrjar á slagsmálasenu sem Beddoe ákveður að verði hans síöasta en tilboð upp á 25.000 dóllara freistar hans og á hann að slást gegn alræmdum fanti, Jack Wilson (William Smith). En atburðarásin hagar því þannig til að þeir kynnast og verður vel til vina og ákveður Beddoe aö hætta við slagsmálin en glæpaklikan sem kom slagsmálun- um á sættir sig ekki við það og rænir Lynne og ætla að halda henni sem gisl til að fá Beddoe til að slást, sem tekst, en þó með öðrum hætti en ætlaðvar. Eins og óður sagði býður mynþin nær upp á eintómar endurtekningar frá myndinni, sömu persónur eru þama mættar, mótorhjólaklíkan Svörtu ekkjumar eru komnar aftur með mjög svo mislukkaðan húmor. Móðir Beddoe er leikin af Ruth Gordon og eí hún alveg óþolandi, yfirleikur hræðilega, en það eru vinalegar persónur einnig í mynd- inni og má þar nefna Geoffrey Lewis í hlutverki hins trygga vinar, Orville, og ekki má gleyma apanum Clyde sem hlýtur að htda eitthvað af mann- legum tilf inningum svo eðlilega gerir hann hluti sem maður hefði haldið að dýr gætu ekki. Clint Eastwood er og leikur alltaf Clint Eastwood. Þótt hann reyni eins og hann getur að skipta um ímynd, verður hann alltaf töffari sem öllum þykir vænt um. En ekki bjarga leikararnir mynd- inni. Hún er alltof löng og sem dæmi má nefna að áhorfendur voru risnir úr sætum og farnir til dyra löngu áður en sýningin var búin og á ég mjög bágt með að skilja hvernig þessari mynd tókst að vera ein bezt sótta myndin í Bandarík junum á síð- astaári. Hllmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir HREINLÆTISTÆKI Sænsk gæðavara á góðu vcrði. 10 litir — scndum um land allt. Grciðsluskilmálar _____20% út — eftirst. alltaðflmén._ °P'° tdaS3 iQ 181,9 ÉarmaByggingavönrHf. Reykjavíkurveg 64. Hafnarfírði, simi53140. ElektroSjHelios Sœnsk úrvalsvara Lúxus heimilistœki ó hogstœðu verði! Elektro Helios-kœlir og frystir FK 320 299 lítra kælir 37 lítra frystir mál: 59.5 x 60 x 155 cm. Elektro Helios uppþvottavél Lítil og meðfærileg. Tekur borðbúnað fyrir 4 Mál 47 x 46 x 53 cm. Elektro Helios kœlir og frystir FF 355 Glæsilegur skápur 190 lítra kælir, 136 lítra frystir. Mál 59,5 x 60 x 175 cm. Glœsilegir litir hagstœð k\ör, staðgr. afsl. EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐAST RÆTI 10A - SlMI 16995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.