Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 24. MAl 1982. TIL SÖLU Tilboð óskast í körfubil. Uppl. í síma 72779. GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Erum sérhæfðir i FlflT og CITROEN ASETNING ÁSTAÐNUMl BIFREIÐAMVERKSTÆÐIÐ hnastás SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SÍMI 77840 Tilboð óskast í neðantaldar bifreiðar og fleira skemmt eftir umferðaróhöpp. Datsun 180 B árg. ’77 Volvo 244 árg. ’81 Trabant árg. ’82 Ford Fairmont Decor árg. ’78 Opel Kadett árg. ’81 Toyota Cressida árg. ’78 Mazda E 1600 sendibíll árg. ’82 Lada 1300 árg. ’81 Honda bifhjól, CB 900 FA, árg. ’80 Suzuki létt bifhjól, TS 50, árg. ’80 Vélsleði, Skidoo Blissard 5500, árg. ’81 Peugeot 504 árg. ’77 Bifreiðarnar og annað verða til sýnis að Hamars- höfða 2 mánudaginn 24.5. frá kl. 12.30 til 17. Tilboðum sé skilað eigi síðar en þriðjudaginn 25.5. að skrifstofu vorri, Aðalstræti 6 Reykjavík. Tryggingamiðstöðin Aðalstrœti 6 ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins og Reykjavíkurborg óska eftir tilboðum í fræsun á malbikuðum og steyptum slit- lögum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Magn- tölur eru sem hér segir: Fræsun malbiksslitlaga 94.300 m2 Fræsun steyptra slitlaga 186.200 m2 Verkið skal unnið 1982 og 1983 og vera að fullu lokið fyrir 1. okt. 1983. tJtboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 5 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 25. maí nk. gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega fyrir 15. júní. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 22. júní 1982 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavfk i mai 1982 Vegamálastjóri Gatnamálastjórinn í Reykjavík Útlönd Útlönd Útlönd Hemámslið Argentínumanna á Falklandseyjum bíður næstu aðgerða Breta, sem þreyta Argentfnumenn með nætur- og lof tárásum, eftir landgönguna á f östudag. Löskuðu enn eina brezka freigátu Argentínskar orrustuþotur kveiktu enn í brezkri freigátu í gær í þeirri hörðustu orrahríð sem orðið hefur síðan Bretar gengu á land á Falklands- eyjum á föstudag. Bretar viöurkenna að tjón á freigát- unni sé alvarlegra en í fyrstu var haldið en um mannskaða var óvíst. Þeir segjast hafa skotið niður í það minnsta sex flugvéiar fyrir Argentínu- Argentínumenn segjast hafa nú hrint af stað stórsókn til þess aö hrekja landgöngusveitir Breta af Falklands- eyjum. I loftárásunum í gær segjast þeir hafa laskað, auk freigátunnar, þyrlu og liösflutningaskip og þriöja skipið, sem þeir báru ekki kennsl á. Samkvæmt fréttum í Buenos Aires missti flugher Argentínu ekki nema eina flugvél í árásunum í gær sem beint var að skipunum þar sem þau voru að losa hergögn á land í fjörunni við San Carlos. Haft var eftir talsmönnum hersins að argentínska liðið á Falklandseyjum réði þar lögum og lofum og brezka landgönguliðiö mundi ekki ílendast á eyjunni. Smygluðu austantjaldsfólki til Austurríkis Lögregla Austurríkis leitar nú fjögurra Austur-þjóðverja sem flogið var með bakdyramegin inn í Austur- ríki frá Ungverjalandi um helgina. Voru þetta tvær fullorðnar mann- eskjur ogtvöböm. Tveir Vestur-Þjóðverjar flugu með þetta fólk yfir landamærin og lentu með þaö við Pinkafield í suöurhluta Austurríkis, skammt frá landamærum Ungverjalands. Sást síðast til fólksins hlaupa að nærliggjandi vegi og í bifreið, sem þar hafði beðið þess. Flugmennimir, sem vom á pólskri Vilga sportflugvél, fóru aftur strax í loftið en lentu síðan á flugvellinum í Wiener Newstadt, um 50 km sunnan Vínar, þar sem lögreglan beið þeirra oghandtókþá. mönnum í árásinni. Fimm Mirageþot- ur og eina Skyhawk. Þó ætla þeir aö þrjár vélar til viðbótar hafi farizt í árásinni. Nokkurt hlé var um helgina eftir landgöngu Breta á föstudagsmorgun þar til í gær að Argentínumenn létu til skarar skríða úr lofti. Þaö er einmitt í loftárásum sem þeim hefur lánazt að valda Bretum mestum usla. — I Herforingjastjómin kom saman til þriggja stunda fundar í gær til þess aö ræða þróun mála. Galtieri forseti svar- aði orösendingu Jóhannesar Páls páfa, sem skorað hefur á báða stríðsaðila að leggja niður vopnin. Sagði hann að Argentína hefði gert allt sem í hennar valdi stæði til þess að forðast blóðs- úthellingar og væri reiöubúin til vopna- hlés meðan leitað væri friðsamlegrar og sanngjamrar lausnar. TELAM-fréttastofan í Bueons Aires segir að flugherinn hafi oröið að bíða eftir því að létti til yfir Falklands- eyjum, svo að hann gæti beitt sér, sem var þá ekki fyrr en síðdegis í gær. Segir fréttastofan aö brezka liðið skorti stuðning stórskotaliðs og staða þess sé viðsjárverð, því að argentinska liðið haldi uppi stöðugum árásum á landgöngusveitimar. Gunnlaugur A. Jónsson, fréttarítarí DVíLundi: Því var lýst yfir í Danmörku í gær að tekizt hefði að komast fyrir gin- og klaufaveikina á Fjóni.Danskiyfirdýra- læknirinn Eric Stougaard lýsti því yfir að hættan væri liðin hjá og samkvæmt alþjóðlegum reglum væri bændum á Fjóni nú heimilt aö leiöa dýr sín til sláturhúsanna á nýjan leik. orrustunni á föstudag sökktu þeir einni freigátu og löskuðu fjögur skip til viðbótar. I gær héldu brezkar flugvélar uppi sprengjuárásum á stöðvar argen- tínska hemámsliðsins á Falklandseyj- um og þá aðallega við Goose Green, sem er um 30 km suður af San Carlos, þar sem landgönguliöið hefur búið um sig. A sundinu milli Falklandseyja tókst einni Harrier-þotu að granda tveim argentínskum þyrium. Við suö- austurströnd A-Falklandseyjar tókst brezku herskipi að hrekja argentínskt birgðaflutningaskip á land. Áhöfnin bjargaðist á þurrt. Af áhöfn brezku freigátunnar, sem sökkt var fyrir helgi, er nú saknað 22 manna. Eru þeir taldir af. 30 særðust í þeirri árás. — Alls hafa Bretar misst 70 menn síöan átokin hófust viö eyjarnar. Þeim hefur tekizt aö koma fimm þúsund manna herliði á land á Austur- Falklandseyju, töluverðum fjölda af skriðdrekum, fallbyssum og loftvarna- búnaði. Þetta lið hefur gert þyrluvelli við San Carlos og sótt lengra upp á eyjuna. — Port Stanley þar sem meginhluti hemámsliðs Argentínu- manna hefur komið sér fyrir er um 80 austur af San Carlos. Brezka stjórnin hefur falið flota- deildinni að knýja hernámsliöiö (sem er talið um 9 þúsund manns) til upp- gjafar svo fljótt sem auðiö verður. — „Við ætlum okkur að koma þeim af eyjunum með sem minnstum blóðsút- hellingum, og það á næstu dögum en ekki vikum,” sagði talsmaður Thatchers f orsætisráðherra. Blaöamenn, sem fylgdu fyrstu land- göngusveitunum á föstudag segja að stöðugt séu gerðir út herflokkar frá San Carlos til þess að sækja fram, styrkja stöðu landgönguliðsins og veikja varnir Argentínumanna. Samkvæmt þessum reglum er ein- angrunar krafizt á því svæði þar sem veikinnar hefur orðið vart í 30 daga eftir síðasta veikindatilfelli. Danski landbúnaöurinn hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni, vegna veikinnar undanfarna mánuði, þar sem út- flutningur á landbúnaðarafurðum hefur stöðvazt að mestu. Heita því að hrekja Breta af eyjunum GIN- OG KLAUFA- VEIKIN GENGIN YFIR HJÁ DÖNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.