Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. Útvarp Sjónvarp Mánudagur 24. maí 12.10 Dagskrá. Tónleikár. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikat. 13.15 Kosningaútvarp. Orslit kosn- inga og umræöur. 14.00 Sekir eða saklausir, 2. þáttur: „Skáldið og lávarðurinn”, um málaferlin gegn Oscar Wilde 1895 eftir Oluf Bang. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Stjórnandi upptöku: Rúrik Haraldsson. Fiytjendur: Helgi Skúlason, Gísli Alfreðsson, Steindór Hjörleifsson, Þorsteinn Gunnarsson, Flosi Olafsson, Ámi Blandon, Hjalti Rögnvaldsson, Emil Guðmundsson, Erlingur Gíslasori, Júlíus Brjánsson, Jón Gunnarsson og Þórhallur Sígurðs- son. 15.15 Regnboginn. 'Örn Petersen kynnir nýdægurlögaf vmsældalist- um frá ýmsum lönduin. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Vamarræða fyrir Pólverja. Haildór Þorsteinsson bókavörður les þýðingu sína á ritgerð frá síð- ustu öld eftir franska sagnfræðing- inn Jules Michelet. 17.00 Síðdegistónleikar. Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur í út- varpssal. Stjómandi: Páll P. Páls- son. Einleikarar: Steinunn Bima Ragnarsdóttir, píanó, Kjartan Oskarsson, klarínetta og Bjami Guðmundsson, túba. a. Pianókon- sert i A-dúr (K488) eftir Wolfgang Amadeus Morzart. c. Svíta nr. 1 eftir AlecWilder. 18.00 Buddy Rich og Fats Waller syngja og leika iétt lög. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Aldargamlar hugleiðingar um iandsins gagn og nauðsynjar. Fyrri þáttur Bergsteins Jónssonar sagnfræðings, sem les smápistla til ritstjóra „Fróða” frá séra Matthíasi Jochumssyni í Odda vorið 1882 með skýringum sínum ogathugasemdum. 20.00 Harmonikuþáttur. Kynnir: Bjarni Marteinsson. 20.30 Heimshorn. Fróðleiksmolar frá útlöndum. Umsjón: Eínar öm Stefánsson. Lesari með honum: Erna Indriðadóttir. 20.55 íslensk tónlist eftir Viktor Ur- bancic. a. Gamanforleikur. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stj. b. Fantasiu- sónata fyrir klarínettu og píanó. Egill Jónsson og höfundurinn ieika. c. Konsert fyrir þrjá saxó- fóna og hljómsveit. 21.35 Aðtafli. JónÞ. Þór flytur skák- þátt. 22.00 Garðar Oigeirsson leikur á harmoniku. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr minningaþáttum Ronalds Reagan Bandarikjaforseta eftir hann sjálfan og Richard G. Hubbl- er. Oli Hermannsson þýddi. Gunn- ar Eyjólfsson byrjar lesturlnn. 23.00 Danskar dægurflugur. Eiríkur Jónsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Mánudagur 24. maí 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Tommi og Jenni. 20.45 iþróttir. Umsjón: Steingrímur Sigfússon. 21.20 Lukkupotturinn. Sænskt sjón- varpsleikrit eftir Kjell-Ake Anderson og Kjell Sundvall. Leik- stjóri: Kjeil Sundvall. Aöalhlut- verk: Tommy Johnson og Marga- reth Weivers. Leikritið segir frá Kurre, flutningaverkamanni í Stokkhólmi, i starfsgrein þar sem lögum er ekki alltaf fylgt út í ystu æsar. Við starf sitt hittir Kurre ekkjuna Elsu, en ástarsamband þeirra verður fljótt aö engu. Þá tekur Kurre aö leggja drög aö meiri háttar framtíöaráformum. Spurningin er hvort hann detti í lukkupottinn. Þýöandi: Dóra Haf- steinsdóttir (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.50 Dagskrárlok. ÚR STÚDÍÓI4 - útvarp kl. 20.45: Léttur þáttur fyrir ungt fólk Hafið hefur göngu sína í útvarpi léttur þáttur fyrir ungt fólk á öllum aldri, og verður hann á mánudags- kvöldum. Stjómendur þáttarins eru Hróbjartur Jónatansson og Eðvarð Ingólfsson. Þátturinn í kvöld er númer tvö í röð- inni og að sögn Hróbjarts kennir ýmissa grasa í þættinum. Meðal annars munu þeir Eðvarð og Hróbjarturfaraút á stræti borgarinnar til viðræðna viö ungdóminn um at- vinnuhorfur í sumar. Dansarar frá Jazzballettskóla Báru, sem þátt tóku i söngleiknum „Jazz inn”, heimsækja þáttinn. Rætt verður við þá um dansinn og einnig verður minnzt á fyrirhugaða stofnun söng- leikahúss sem borið hefur á góma að undanfömu. Tónlistin skipar töluverðan sess i þáttum þeirra félpga ogverðuráherzla iögð á létta og hressa tónlist. Hróbjartur sagði að þeir fengju glæ- nýja tónlistarsendingu frá Banda- rikjunum og er ýmislegt áhugavert þaraðfinna. Hróbjartur bað um að þeim til- mælum yrði komið á framfæri við hlustendur þáttarins að þeir létu frá sér heyra um efni þáttarins og fleira. öllum slikum ábendingum verður vel tekið, að sögn Hróbjarts. „Stóra spumingin? ” er fastur liður í þáttum þeirra Eðvarðs og Hróbjarts, en Hróbjartur harðneitaði að gefa upp hver hún yrði í kvöld. Það er því engin spuming — fólk verður bara að opna viðtækin sín kl. 20.45 í kvöld og hlusta á boðskap þeirra félaga. -GSG Stjómendur þáttarins „Ur stúdíói 4”, þeir Eðvarð Ingólfsson og Hróbjartur Jónatansson. Þóttur þeirra er ætlaö- ur ungu fólki á öllum aldri. LUKKUPOTTURINN - sjónvarp kl. 21.20: SÆNSKT SJÓNVARPSLEIKRIT Leikritið segir frá flutningaverka- manni í Stokkhólmi, Kurre að nafni. I flutningabransanum er löghlýðnin ekki upp á marga fiska. Þar reyna menn eftir beztu getu aö næla sér í „svarta peninga,” það er að segja, æskilegast er að tekjurnar séu ekki gefnar upp til skatts. Kurre er engin undantekning hér f rá. Við vinnu sína kynnist Kurre 55 ára gamalli ekkju og takast með þeim kærleikar miklir. Upp úr sambandi þeirra skötuhjúa slitnar eftir að Kurre verður fyrir óhappi og í ljós kemur að tryggingabætur fær hann engar vegna tekjumissis, því aö honum hafði láðst að gefa tekjur sínar upp. En Kurre er ekki af baki dottinn heldur leggur hann drög að miklum framtíðaráformum. Höfundar leikritsins eru Kjell-Ake Anderson og Kjell Sundvall. Þeir segja markmiðið meö leikritinu vera aö varpa ljósi á þjóðfélagsástandið í Svíþjóð og hið tvöfalda siðgæði sem ríkir í velferðarríkinu. Þetta tvöfalda siögæði lýsir sér í því að allir vilja vera góðir við aila, en raunin sé sú að menn hugsi einungis um eigin hag. Með aðalhlutverk fara Tommy Johnson og Margareth Weivers. -GSG. ,, Bástad- Original9 9 Þægindi, gæði og óvenju fallegir ■ 1. LíffræðUega rétt byggðir — Reynið sjálf. 2. Hælsæti með orthop. byggingu, skinn undir hæl — skoðið sjálf. 3. Fáanlegir í tveim ristahæðum — víddum — mikilsvert að velja rétta vídd. 4. Skinnið er handstrekkt — sem sagt með tilfinningu. 5. Allir Bástad tréskór eru með stömum sterkum sólum sem jafnframt deyfa hljóðið. 6. Hver einstakur tréskór er sérstaklega negldur til að tryggja endingu. 7. Halda sérlega vel lagi. 8. Efnið er eingöngu úr þurru, léttu og sterkutré. póstsei' 70 ára reynsla i smiöi hefur þrósð Bðstad skóna i bezt hönnuðu tróskó sem völ er á i dag. TOPPSKOR-INN rsr Veðrið Hæg norðaustlæg átt um allt 'land, skýjað á öllu norðaustan- verðu landinu jafnvel svoiítil slydduél. Bjart og gott veður á Vesturlandi. Veðrið hér og þar Klukkau 6 í rnorgun: Akureyri hálfskýjað 1, Bergen þoka 8, Helsinki alskýjað 12, Kaupmanna- höfn þokumóða 12, Osló súld 7, Reykjavik léttskýjað 4, Stokkhólm- ur þokumóða 10, Þórshöfn þoka 8. Klukkan 18 í gær: Aþena létt- skýjað 22, Berlín þoka 12, Chicago alskýjað 13, Feneyjar skýjað 23, Frankfurt skýjað 15, London1 skýjað 13, Las Palmas léttskýjað 22, Mallorka alskýjaö 19, Montreal skýjaö 17, París skýjað 13, Róm skýjað 20, Malaga skýjað 23, Vín skýjaö 18, Winnipeg léttskýjað 24. Tungan Heyrst hefur: Auka þarf skilning Norður- landaþjóðanna á tungu- málum hver annarrar. Rétt væri: Auka þarf skilning Norðurlanda- þjóða hverrar á ann- arrar tungumáli (eða: hverrar á tungumálum annarra). Betra væri: Auka þarf gagnkvæman skilning Norðurlandaþjóða á tungumálum sínum. Gengið Gengisskráning x NR. 88 - 24. MAÍ 1982 KL. 09.15 j Eining kl. 12.00 |1 Dömk krórM 1 Norak króna !l Smnukkrónm 1 Hnnalttmartc 1 Mg.frantii Í1 Svinm. franld 1 Hofciuhflorina 1 V.-Þýzkt rtrark 1 ftðteklira 1 Austurr. Sch. 1 Portug. Evcudó 1 Ipánohuf pwotl \ Joponrirt y«n 1 'lraktound oi m Kaup Sala Snla 10.650 10,680 11,748 19,175 19.229 21.151 8.622 8,646 9,510 1,3643 1,3681 1,5049 1,7869 1,7919 1,9710 1,8406 1,8458 2,0303 2,3625 2,3691 2,6060 1,7829 1,7879 1.9666 0,2459 0,2466 0,2712 5.4276 5,4429 5,9871 4,1683 4,1800 4.5980 4,6379 4,6510 5,1161 0,00835 0,00837 0,00920 0,6580 0,6599 0,7258 0,1508 0,1513 0,1664 0,1040 0,1042 0,1146 0,04483 0,04495 0,04944 16.050 16.095 17.704 12,0599 12,0940 l | Slm»vari vagna gsnghskránlngar 22190. Tollgengi fyrír maí Kaup Sala Bandarfkjadollar USD 10,370 10,400 Storlingspund GBP 18,505 18,569 Kanadadollar CAD 8,468 8,482 Dönsk króna DKK 1,2942 1,2979 Norsk króna NOK 1,7236 1,7284 Seansk króna SEK 1,7761 1,7802 Finnskttnark FIM 2,2766 2,2832 Franskur franki FRF 1,6838 1,6887 Belgbkur franski BEC 0,2336 0,2342 Svissn. franki CHF 6,3162 5,3306 Holl. Gyllini NLG 3,9680 3,9696 Vestur-þýzkt mark DEM 4,3969 4,4096 Ítölsk líra ITL 0,00794 0,00796 Austunr. Sch. ATS to S o 0,6263 Portúg. escudo PTE 0,1468 0,1462 Spónskur peseti ESP 0,0995 0,0998 Japanskt yen JPY 0,04375 0,04387 írskt pund IEP 15,184 15,228 SDR. (Sórstök 11,6292 11,8828 dróttarróttindi) 26/03

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.