Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAl 1982. neyða okkur í þingkosningar „Viö erum mjög kátar meö okkar hlut,” sagöi Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi, en hún skipaöi 2. sæti lista Kvennaframboös. „Þetta er svipað og viö reiknuöum meö. En borgarstjórn er ekki nema lít- ill hluti af þessu. Við erum komnar af staö meö geysilega öfluga hreyfingu, eins og sást á skemmtun okkar í Laug- ardalshöll og eins og sést á kosningun- um. Þetta er ekki hreyfing sem snýst aöeins um þessar kosningar. Það er r.iiklu meira sem hangir á spýtunni. Þaó skiptir ekki miklu máli aö hafa einn eöa tvo fulltrúa í borgarstjórn. Aöalatriöiö er aö hafa virka hreyfingu utan borgarstjórnar. Viö ætlum aö vera mjög virkar í minnihlutanum í borgarstjórninni. Okkar málflutningur mun beinast aö þeim málum sem viö erum með á stefnuskrá. Við munum fyrst og fremst vinnaaðþeim.” — Hvaö um framboð til Alþingis? „Viö höfum haft framboð í þing- kosningum svona í flimtingum. En meö svona framkomu í kosningabar- áttunni neyða flokkarnir okkur sjálf- sagt út í þingkosningar. Þaö er a.m.k. ljóst aö eftir aö hafa kynnzt svona framkomu flokkanna gagnvart okkur get ég ekki ímyndað mér aö nokkur okkar geti hugsaö sér aö kjósa þá. Flokkarnir sýndu okkur velvild fyrst en þegar þeir sáu aö viö vorum ógn viö þá sneru þeir blaöinu viö og sýndu okk- ur allt annaö andlit. Þeir settu kosningavélar sínar í gang og reyndu aö hræöa fólk til fylgis viö sig. Mér finnst málflutningur þeirra gegn okkur alls ekki hafa verið mál- efnalegur. Þeir sögöu aö viö heföum enga stefnu, byggöu á gömlum for- dómum gagnvart konum, að þær vissu ekki í hvom fótinn þær ættu aö stíga. Ég er alveg viss um aö fylgi viö okk- ar málstað er miklu meira en kosning- arnar núna segja. Hræöslubandalag flokkanna fór í gang á síðustu dögum fyrir kosningar og ég gæti trúaö aö það hafi haft áhrif. Auðvitaö höföum við ekkert aö gera í þessar flokksmaskín- ur. En ég er sannfærö um aö fylgi okk- ar er mjög traust,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -KMU. Mikill fögnuður varð i herbúðum Sjálfstæðismanna þegar fyrstu tölur úr Reykjavík komu i útvarpi og sjónvarpi. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi fagnaihópiflokksmanna. (DV-myndEinarÓiason). Megum vel við una miðað við aðra — segir Kristján Benediktsson, ef sti maður á lista Framsóknar í Reykjavík „Þaö er tiltölulega gott hljóöið í mér, iö hefur um allt land má Framsóknar- vegna held ég aö fólk hafi fremur valið því miðaö viö þá hægri sveiflu sem orö- flokkurinn vel viö una. Við bættum til einn flokk við stjórn, en fjóra saman Ekki persónulegláfall einn eöa neinn fyrir — segir Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins „Viö erum auövitaö mjög vonsviknir yfir þessum úrslitum sem upp koma um allt land og þetta kom okkur ger- samlega á óvart, þrátt fyrir aö skoðanakönnun DV hafi skotiö okkur skelk í bringu til að byrja meö,” sagöi Sigurður E. Guömundsson, eini borg- arfulltrúinn sem náöi kjöri fyrir Alþýöuflokkinn í Reykjavík. „Mér finnst þessi úrslit mjög óverö- skulduö og óvæginn dómur yfir starfi borgarfulltrúanna okkar síöasta kjör- tímabil, því ég tel aö þau hafi staðið sig mjög vel. Og ég stend enn á því fastar en fótunum aö meirihlutasamstarf vinstri flokkanna hafi lánazt vel. Sjálf- stæðisflokkurinn fær þetta mikla fylgi þrátt fyrir störf sín í minnihluta síðast- liöin f jögur ár, en ekki vegna þeirra.” Nú kemur þú nýr inn í efsta sæti list- ans hér í Reykjavík. Líturöu á þetta sem persónulegt áfall? „Nei, langt í frá. Mér finnst enginn þurfa að taka þetta á sig persónulega, því þessi útkoma er sú sama um allt land.” Kanntu einhverjar skýringar á þessu fylgishruni? „Þetta er ótvírætt liöur í þeirri þóun sem staðið hefur síöan í haustkosning- unum 1979. Þá datt flokkurinn niður í mikla lægö sem hann hefur alls ekki Sigurður E. Guðmundsson náö sér upp úr ennþá. Ég fann inn á þetta í kosningabaráttunni að áhuga- leysi fólks var mikið og grunaði aö svona gæti jafnvel fariö. Mér finnst hins vegar athyglisvert aö Alþýöu- flokkurinn kemur verst út, þar sem kvennalistar koma fram. Til dæmis er ég sannfæröur um að annar fulltrúi kvennaframboösins hér í Reykjavík kemur frá okkur — og hinn frá Alþýðu- bandalaginu.” Teluröu aö þetta muni kalla á ein- hverja uppstokkun í forystuliði flokks- ins? „Nei, viö erum komnir yfir öll slík bernskubrek. Nú liggur beint viö að setjast niöur í sátt og samlyndi og kryfja til mergjar hvaö þaö er sem raunverulega vantar, endurskoöa stefnuna og endurskipuleggja starf flokksins í heild. En ég hef enga trú á aö miklar breytingar veröi á forystu- liöi Alþýöuflokksins neins staðar á landinu. Viö erum langt frá því að gef- ast upp og munum nú ganga enn haröar fram í baráttunni,” sagöi Sig- uröur. -JB dæmis viö okkur atkvæöum og einum fulltrúa hér í Reykjavík og erum eini flokkurinn úr fyrrverandi meirihluta sem ekki fær alvarlegt áfall,” sagöi Kristján Benediktsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík. B-listinn fékk sem kunnugt er tvo fulltrúa inn núna, í staö eins áður. Er einhver ein skýring umfram aöra á því aö Framsóknarflokkurinn held- ur, einn vinstri flokkanna, velli? „Ég held aö fólk hafi einfaldlega metið viö okkur ábyrg og traust störf hér í borginni og okkar hlut í fyrra samstarfi. Svo vorum viö með gott fólk á lista, sem allt átti sinn þátt í aö tryggja okkar stööu.” En þessi hægri sveifla sem nú verö- ur, á hpn sér einhverjar augljósar skýringar? „Það hefur nú löngum verið svo aö þegar Sjálfstæðisflokkur er í stjórnar- andstööu á alþingi, kemur hann vel út í sveitarstjórnarkosningum, ekki sízt í Reykjavík. Sjálfstæðismenn hafa oft fengið meira atkvæöamagn hér heldur ennúna.” Áttiröu þá jafnvel von á þessum úr- slitum? „Ekki segi ég það nú, en þau koma manni minna á óvart en ella. Það sem ég er mest undrandi á er þetta mikla hrun Alþýðuflokksins. Þá er ég sann- færöur um aö framboö kvenna, til dæmis hér í Reykjavík, átti stóran þátt í velgengni Sjálfstæöisflokksins. Þaö var yfirlýst af hálfu hans aö hann vildi hreinan meirihluta, þeir voru ekki til viðtals um samstarf viö aöra. Þess eins og upp heföi komið með tilkomu kvennaframboðs. ’ ’ En áttu von á aö þessi úrslit breyti einhverju um stööu ríkisstjórnarinn- ar? „Nei, Framsóknarflokkurinn vinnur á í þessum kosningum þrátt fyrir setu sína í ríkisstjórn og Alþýðubandalagiö hefur þegar lýst því yfir aö þessi úrslit muni ekki breyta neinu um störf hennar.” Kristján Benediktsson Kvennaframboðsfóik laust upp fagnaðarópi er fyrstu tölur sýndu að framboðið hefði borið árangur og tværkonuraf listanum komnariborgarstjórn. (DV-myndEinar). Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, annar af borgarfulltrúum Kvennaf ramboðsins: Flokkarnir DV-mynd: Einar Ólason. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.