Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. Spurningin Hvað tiefurðu oftast f matinn? Helga Sigurjónsdóttir starfsstúlka: Ég er eln og elda litiö. Helzt elda ég nú kjöt. Margrét Helgadóttir húsméðir: Ég er voðalega oft með steiktan fisk. Hann er bcðiódýroggóöur. Gnðjón Bjarnason, vinnur hjá tslenzk- nm matvdnm: Síld og höfðinglega heimatilbúna rétti. Aase Gmmbjörnsson hjúkrunarfrcð- ingnr: Ég skipti milli fisks og kjöts. Oftast hef ég kjöt. Ingibjörg Gunnarsdóttir afgrelðsiu- stúlka: Ég veit nú ekki. Kjöt og fiskur tilskiptis. Gunný Oskarsdóttir, gerir aUt: Ékki neitt. t>aö er ekkert aö éta heima hjó mér. Lesendur Lesendur Lesendur Lesenc:( þarna dögum saman og er ég einn þeirra. Hætta af blettum sem þessum verður jafnvel enn meiri þegar um- ferð er þétt því að þá verður ökumað- ur háskans ekki var fyrr en of seint er orðið. Að mati sérfróðra manna eru tals- verðar líkur á því að borgin sé bóta- skyld í tilviki sem þessu, þegar orsök- ina má sýnilega rekja til bilunar í vatnslögnum borgarinnar sem trass- að er að gera við, þótt svo hafi verið gert nú. Ekki var einu sinni hirt um að setja þama varúðarmerki, hvað þá meira. Þama endurtók sig gamla sag- an. Drifið var í viðgerð eftir að slys hafði orðið. Það er hins vegar of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Vatnkomupp með loka í götunni „Þama mun hafa veriö loki í götunni sem vatn kom upp með. Þegar opnað er sjaldan vill oft leka meö þessum lok- um. Ég kannast þó ekki viö aö þetta hafi verið lengi. Ég var ekki með þetta verk sjálfur, en þetta mun hafa gerzt því að loka þurfti Hringbrautaræöinni vegna tenginga við Ljósvallagötu,” sagði Helgi Haraldsson, yfirverkstjóri VatnsveituReykjavíkur. -FG. 2677-6082 hringdi: Um daginn var forsíðugrein i DV um umferðarslys sem varö vegna hálku- bletts á Hringbraut, rétt austan við Gamla Garð. Bílstjóri sá, er fyrir slys- inu varð, er ekki einn um að hafa slæma sögu af þessum bletti aö segja — en hvers vegna? Þaö orkar tæplega tvímælis aö þama var biluð vatnsæð í götunni. því að þótt hvergi annars staðar væri væta eða hálka þá vom bílstjórar hætt komnir „Um daginn var forsíðugrein i DV um umferðarslys sem varð vegna hálkubletts á Hringbraut,” segir gramur ökumaður, er telur að slysið megi rekja til bilunar í elnnl af vatnsæðum borgarinnar; borgin kunni því að vera bóta- skyld. Mynd þessi fylgdi greininni um siysið. Slysagildra á Hringbraut —orsökin bilun á vatnsæð—borgin bótaskyld? Um Rauðavatnssvæðið: Þegar auð svæði eru byggð hlýnar nokkuð vegna skjóls segir Páll Bergþórsson veðurf rædingur Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, skrifar: Það hefur verið staðhæft að á Rauða- vatnssvæðinu fyrir innan Reykjavík sé mun haröara veðurfar en á borgar- svæðinu sjálfu. Til dæmis hefur verið sagt og haft eftir veðurglöggum mönn- um, að voriðkomiþar2—3 vikumsíðar enniðriviösjóinn. Af þessu tilefni hef ég borið saman hitamælingar í maímánuöi á Hólmi og í Reykjavík. En Hólmur er skammt fyrir innan Rauðavatn, og hitamæling- arnar eru þar í 87 metra hæð yfir sjó. Niðurstaðan varð þessi: Meðalhiti maímánaöar reyndist 0,6 stigum minni á Hólmi en á Reykja- víkurflugvelli árin 1964—1973. Eftir það hafa hitamælingar verið geröar við Veðurstofuhúsið, og síðan hefur að jafnaði veriö aöeins 0,2 stigum kaldara áHóImiímaí. Hámarkshiti maímánaðar var að meðaltali nákvæmlega sá sami á Hólmi og á Reykjavíkurflugvelli, en 0,3 stigum lægri á Hólmi en við Veður- stofuhúsið. Eftir þessu má ætla aö dagshitinn á Hólmi í maí sé yfirleitt aðeins 0,2 eða 0,3 stigum lægri en í Reykjavík sjálfri. Þetta er raunar ekki marktækur mun- ur, því að hann er litlu meiri en svarar til eðlilegrar ónákvæmni í mælingum. Þar að auki ber þess að gæta að þar sem auð s væði eru tekin undir bygging- m-----------------► „Það er líka alkunna að trjágróður þrífst betur tonst í Árbæjarhverfi, rétt vestan við Rauðavatn, en til dæmis á Seltjarnarnesi, þar sem áhrif sjávar á loftslag eru mest á höfuðborgarsvæð- tou,” segir Páll Bergþósson, veður- fræðtogur. ar, hlýnar nokkuð vegna aukins skjóls, og sá munur gæti auðveldlega orðið 0,2 til 0,3 gráður. Það er lika alkunna, að trjágróður þrífst betur innst í Árbæjarhverfi, rétt vestan við Rauðavatn, en til dæmis á Seltjamarnesi, þar sem áhrif sjávar á loftslag eru mest á höfuðborgarsvæð- inu. Það bendir til þess að aðrir þættir en lofthiti, til dæmis minni vindur og sjávarselta, geri meira en vega upp það óhagræði, sem lífverum kann að stafa af því ef lofthiti er ofurlítið lægri á Rauðavatnssvæði en úti við sjóinn. BLAÐSÖLUBÖRN Blaflsöluböm óskast til afl selja Vikuna í Reykjavík, Haf narfirðí og Kflpavogi Ath. blöðin eru keyrö heim og uppgjör sótt í nœstu viku. SÍMi 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.