Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 40
ORSUTIN ERU FAGNAÐAREFNI —segir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra „Fyrir okkur sjálfstæðismenn er þaö að sjálfsögöu mikið fagnaðarefni hver úrslitin uröu. Þarna er um aö ræða góðan sigur, fylgisauka nær alls staðar um landið,” sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, er hann var inntur álits á úrslitum kosninganna. „I Reykjavík urðum við fyrir fjórum árum fyrir þessu mikla áfalli aö missa meirihlutann eftir fimmtíu ár, en við höfum haft frá átta upp í tíu borgarfulltrúa allan þann tíma. Nú hefur meirihlutinn unnizt aftur, sömuleiðis í Vestmannaeyjum og ágæt fylgisaukning víöa. Það auðnaðist að koma málum svo fyrir að sjálfstæðismenn stóðu saman í þessum sveitarstjómar- kosningum þrátt fyrir ágreining um afstöðu til ríkisstjómarinnar. Viö stjórnarsinnar studdum flokkssystk- ini okkar í þessum kosningum og öfugt. Það má bæta því við að þegar ríkis- stjórnin var mynduð fyrir rúmum tveim ámm, þá og síðan hefur því verið haldiö fram aö flokkurinn myndi gjalda mikiö afhroð vegna þessarar stjómarmyndunar og tapa fylgi. En þessar kosningar sýna svo að ekki verður um villzt aö Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki orðið fyrir fylgistapi vegna stjórnar- myndunarinnar, heldur þvert á móti.” Koma þessi úrslit til með að hafa áhrif á stjómarsamstarfið? „Varðandi þaö hvort þessar kosn- ingar hafi áhrif á ríkisstjómina, stytti eða lengi hennar líf, þá var hér alls ekki kosið rnn ríkisstjórnina. Einn stjómmálaflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn, reyndi að vísu að koma því svo fyrir. Hann skoraði á alla stjómarandstæðinga að styðja Alþýðuflokkinn þar sem hannv.æri eini flokkurinn sem í heilu lagi væri á móti stjóminni. Og við sjáum niður- stööuna, — það voru fáir sem hlýddu þessukalli. Við sem að ríkisstjórninni stöndum höfum stefnt að því frá byrjun að starfa saman allt kjörtímabilið. Við stefnum að því áfram, á því hefur engin breyting orðiö. Þessi úrslit geta þá á engan hátt flýtt fyrir kosningum til Alþingis? „Ég sé enga ástæðu til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga til Alþingis vegna sveitarstjómar- kosninganna. Eg sé ekki rökin fyrir því,” sagði Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra. ÖEF Vestmannaeyjar: Sjálfstæðis- flokkurinn fékk hreinan meirihluta I Vestmannaeyjum vann Sjálfstæöis- flokkurinn hreinan meirihluta eftir að hafa verið í minnihluta í bæjarstjórn í 12 ár. Listi Alþýöuflokksins hlaut 349 at- kvæði (14,1%) og 1 mann kjörinn en hann haföi 2 menn í síðustu kosning- um. Framsóknarflokkurinn fékk 283 atkvæði (11,5%) og 1 mann, Sjálf- stæöisflokkurinn fékk 1453 atkvæði (58,9%) og 6 menn, en hafði 4 áður og Alþýðubandalagið hlaut 383 atkvæöi (15,5%) ogl mann, en varmeð2áður. Á kjörskrá vom 2899 og atkvæði greiddu 2468. „Eg er varla kominn niður á jörðina ennþá,” sagðiSigurgeir Olafsson, efsti maöur á lista sjálfstæðismanna er DV hafði samband við hann á kosninga- nóttina. „Þetta er mikið meira en ég hafði búizt við. En við munum svara fólkinu á sama hátt og munum standa viö þá stefnuskrá sem við höfum sett fram.” 1 bæjarstjóm Vestmannaeyja munu sitja: Af lista Alþýöuflokks, Þorbjöm Pálsson kaupmaður. Af lista Sjálf- stæðisflokks, Sigurgeir Ólafsson sjó- maður, Sigurður Jónsson kaupmaður, Georg Þór Kristjánsson verkstjóri, Amar Sigurmundsson skrifstofuijtjóri, Bragi Ólafsson umdæmisstjóri og Sig- urbjörg Axelsdóttir kaupmaður. Af lista Framsóknarflokks Andrés Sigur- mundsson bakarameistari og af lista Alþýðubandalags Sveinn Tómasson prentari. ÓEF Kópavogur: Sjálfstæðismenn Við síðustu bæjarstjómarkosningar í Kópavogi buöu sjálfstæðismenn fram tvo lista, D-lista Sjálfstæðisflokksins og S-lista sjálfstæðisfólks í Kópavogi, og hlaut sá fyrmefndi 2 menn og hinn síðarnefndi 1 mann. Að þessu sinni var aðeins einn listi borinn fram fyrir þeirra hönd og hlaut hann 5 menn kjömaaf 11. Alþýðuflokkurinn hlaut 1145 atkvæði (16,5%) og 2 menn, Framsóknar- flokkurinn hlaut 1256 atkvæði (18,1%) og 2 menn, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2925 atkvæði (42,1%) og 5 menn og Alþýöubandalagiö hlaut 1620 atkvæði (23,3%) og 2 menn og tapaöi einum frá síðustu kosningum. Á kjörskrá voru 8918 og þar af greiddu 6946 atkvæði, auðir seðlar vom 349 og ógildir 42. „Viö erum mjög ánægðir með úrslit- in og þökkum Kópavogsbúum fyrir stuðninginn,” sagði Richard Björg- unnuá vinsson sem skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. „Hér er um greinilega hægri sveiflu að ræða yfir til Sjálfstæðisflokksins og stefna meiri- hlutans hefur beðið alvarlegan hnekki. Þetta er hæsta hlutfall sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fengið í Kópa- vogi og sem dæmi má nefna að í síð- ustu kosningum höfðu S- og D-listamir samanlagt 26,4%. Við getum því verið ánægðirmeðþessiúrslit.” -ÖEF Sigurjón Pétursson oddviti Alþýðubandalagsins í Reykjavík: „Sterk hægrí sveffla” „Það sem einkennir þessar kosn- ingar er sterk hægri sveifla og stór kosningasigur Sjálfstæðisflokksins, sem þó virðist vera minni í Reykjavík en víðast annars staðar,” sagði Sigurjón Pétursson, efsti maður á lista Alþýðubandalags og forseti borgar- stjómar Reykjavíkur síöustu f jögur ár í samtali við DV. „£g er mjög óánægður með það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa fengið. meirihluta. En ég er líka sannfærður um það að sú staða verður ekki næstu 50 ár. Það hefur sannazt að aðrir geta stjórnaö Reykjavík, jafnvel betur en Sjálfstæðisflokkurinn, og á það mun verða látið reyna á nýjan leik. Ef litið ertil fylgis Alþýðubandalags- ins og það borið saman við fyrri kosn- ingar þá fékk Alþýðubandalagið árið 1978 hæsta hlutfall sem það hefur nokkm sinni fengið, sem reyndist 50% meira en í næstu kosningum á undan, árið 1974, sem þóttu hagstæðar Alþýðu- bandalaginu. Nú virðist sem við fáum svipað hlutfall og í alþingiskosningun- um 1979 en sú breyting hefur orðið á að nú kemur fram nýtt framboð, Kvenna- framboðið, sem við höfum orðið ákaf- lega vör við síðustu dagana og sérstak- lega nú á kjördag, að sækir fylgi sitt til þeirra kjósenda sem áður greiddu Alþýðubandalaginu atkvæði sitt. Með tilliti til þessa tel ég að við megum vel una við þessa niöurstöðu. Milliflokkamir, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, fá hér í Reykja- vík lélega kosningu. Alþýðuflokkur tapar miklu fylgi en Framsóknarflokk- ur heldur um það bil sínu fylgi frá 1978, sem þá var algjört hmn hjá flokknum. Þannig má segja að línur séu aö skýr- ast og skerpast í pólitíkinni og því er í sjálfu sér hægt að fagna,” sagði. Sigurjón Pétursson. -KMU. fijálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 24. MAl 1982. wmmmmm^^^mmmmmmmmm. Skoðana- könnun DV sýndi straumana Skoöanakönnun DV viku fyrir kosn- ingar gaf vel til kynna þær megin- sveiflur sem urðu í borginni frá fyrri kosningum þótt 40% kjósenda væru enn óákveðnir um hvern þeir styddu. Samkvæmt könnuninni höfðu sjálf- stæðismenn gott forskot, yfir 60% af þeim sem þá höfðu teldö afstööu. Seinni spumingin í könnuninni, um afstöðu hinna óákveðnu til borgar- stjórnarmeirihlutans, sýndi að vinstri flokkarnir áttu þar nokkurn „vara- sjóð” svo aö nokkuö hlyti að draga úr hinu háa hlutfalli Sjálfstæöisflokks, þegar hinir óákveðnu gerðu upp hug sinn. DV gerði skýra grein fyrir þessari stöðu og úrslit kosninganna urðu í samræmi við það að því er tekur til fylgis Sjálf stæðisflokksins. Skoðanakönnunin sýndi einnig að kvennaframboðið naut brautargengis og myndi fá menn kjörna og yrði stærra en Framsókn og Alþýðuflokkur (2). Þá gaf könnunin til kynna mikið fylgistap Alþýðubandalagsins. Greini- legt er af úrslitunum, að Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag hafa síðustu dagana fyrir kosningar verið í sókn og tekizt aö bæta hlutfall sitt verulega, þegar hinir óákveönu tóku loksafstööu. Höfn íHornafirði: Framsóknfelldi sjálfsfæðismann Framsóknarmenn bættu við sig ein- um fulltrúa á kostnað sjálfstæðis- manna í kosningunum í Höfn í Homa- firði. Framsóknarmenn fengu 285 at- kvæði og þrjá menn, sjálfstæðismenn fengu 255 atkvæði og tvo menn og Al- þýöubandalag fékk 174 atkvæði og tvo menn, jafnmarga og það hafði. Hreppsnefnd Hafnarhrepps skipa nú: Birnir Bjamason (B), Guðbjartur össurarson (B), Ásgerður Ámadóttir (B), Unnsteinn Guðmundsson (D), Eiríkur Jónsson(D), Haukur Þorvalds- son (G) og Þorsteinn L. Þorsteinsson (G). -KMU. Kosningaúrslifá íslandi sfórfrétt hjá Svfum Kosningasigurs Sjálfstæðisflokksins hefur verið getið all ítarlega í f jölmiðl- um hér í Svíþjóð. I mörgum fjölmiðlum hefur fréttin um „hægri sveiflu” í sveitarstjómarkosningunum á Islandi verið næststærsta utanríkisfréttin, næst á eftir fréttum af Falklandseyja- styrjöldinni, að sögn Gunnlaugs A. Jónssonarfréttaritara DVíLundi. LOKI Það fór þó aldrei svo að Albert vrði ekki forseti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.