Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 24. MAl 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd GULLÆÐIA SUNNMÆRI Leitað gulls Búa digra Jómsvíkings í von um að Snorri hafí farið viiiur vegar í vettvangslýsingum íHeimskringlu Gullæði greip menn á Sunnmæri í Noregi fyrir nokkrum vikum og hver sem betur gat tók sér skóflu í hönd til þess að grafa upp gullkistur Búa digra Jómsvíkings sem Snorri segir frá í Olafs sögu Tryggvasonar. Lögreglan þurfti aö koma til skjal- anna, girða af svæðið og verja það meö grimmum hundum til þess ai hindra aö fólk eyðilegöi þar hugsan- lega einn merkasta fornleifafund og minjar frá víkingaöld. I síðustu viku rann mesta gullæðið af flestum, þegar tilraunagröftur leiddi ekkert af sér annað en svita af mokstrinum og blauta sokka þegar menn vöknuðu í fætur. Einn maður er þó ekki á því að gefast upp. Sá heitir Andres Hustadnes, land- búnaðartæknir og ráðsmaður á búi í örsta sem í mörg ár hefur átt sæti í stjórn héraössafnsins á Sunnmæri, mikill áhugamaður um fomleifa- fræði og sögugrúskari. Hustadnes þessi er sá sem ber eiginlega höfuðábyrgðina á þessum gulluppblæstri. Hann hefur í fjölda ára grúskaö í sögunni um orrustuna í Hjörungavogi milli Hákonar jarls og Jómsvíkinga sem menn ætla að hafi verið háö á síðari helmingi ára- tugarins 980—990 — og jafnvel fastnegla hana viö áriö 986. — Hustadnes hefur sína einkakenningu um þessa frægu hildi, nefnilega aö Snorri hafi farið villur vegar þegar hann lýsti henni sem sjóorrustu á Hjörungavogi. Þvert á móti heldur Hustadnes því fram að orrustan hafi verið háð lengra inni í Hjörungavogi eða nánar tilgreint viö B jarka. „Ég hef grúskað í gömlum handritum og gruflað í hinum ýmsu fornsögum og komizt að annarri niöurstöðu en sagnaritaramir hvað varðar bardagavettvanginn. Skyggn maður, sem hjálpaði mér að finna vatn hér í jöröu, aöstoöaöimig einnig viö þessa leit og það sem hann segir styður einnig mína kenningu,” sagði Hustadnes í viötölum við blaöamenn norska „Dagblaösins”. „Þessi skyggni maður vísaöi á ákveðinn stað þar sem hann taldi aö gullkistur Búa væm fólgnar. Hann gaf nákvæma lýsingu á staönum og hélt að þær lægju á tveggja metra dýpi.” Hustadnes gerði lögreglu og forn- leifafræðingum viðvart, gullsagan komst strax á kreik og einhverjir þoldu ekki við heldur fóru strax að grafa. Yfirvöld vom þó fljót að bregöa við og stöðva þaö athæfi. Síðan hófst skipulögð leit undir for- sögn Hustadnes. Máimleitartæki sýndi málm i jörðu á nákvæmlega þeim stað sem hinn skyggni hafði vísað til. Þar stungu menn niður sér- stöku verkfæri sem þeir drógu síðan upp og með þvi — eftir því sem Hustadnes sagði sjálfur — flísar af gömlu eikartré (nefnilega kistu- leifar) og gullagnir. Staðurinn var nánar tiltekið við Tussafoss sem kallaðurersvo. En gröfturin leiddi ekkert í ljós nema vatn og meira vatn þegar komið var niður á ákveðiö dýpi. Hið opinbera missti áhugann og eftirliti var hætt en nokkrir staðarmanna héldu áfram greftri og bám þá víðar niöur. Fara engar sögur af ár- angri þeirra. Virðist eitthvað hafa verið málum blandað með eikarflís- arnar oe °”'uagnirnar. Gullæðið tjaraði út og bólan virðist sprungin. Margur úr hópi hinna áköfustu vill nú sem minnst um málið tala, enda að vonum, þeim f innst í dag þeir hafa farið hálfgert gönuhlaup. Jarðeðlis- fróðir menn vilja leita skýringa á útslagi málmleitartækisins í því að vatniö, sem menn grófu sig niöur á, hafi verið svo málmef naríkt. Hustadnes veröur þó ekki af sinni kenningu skekinn. Hann telur enn aö víkingafjársjóðurinn sé grafinn í landi Bjarka. Jómsvíkingar hafi grafið hann til þess að eiga ekki á hættu að hann félli í hendur óvin- unum. Hustadnes telur að leit- armenn hafi borið niður á röngum stað. Sögnin um f jársjóðinn hefur lengi lifað og verið hent á lofti í þessu byggðarlagi. Elzti íbúi staðarins, Jon Mork aö nafni (þó ekki nema áttræður að aldri), segist hafa heyrt menn segja þessa sögu þegar hann bar barn að aldri. Einhvem veginn em hann og Hustadnes þeirrar trúar að gullkisturnar sem grafnar hafi Jon Mork, elzti íbúi Bjarkar, er meöal þeirra sem trúa á söguna um fjár- sjóðinn. verið, séu þrjár en ekki aðeins tvær, eins og frá er greint í Jómsvíkinga- sögu. 1 bili virðist bólan hjöönuð þótt hún hafi á undanfömum vikum valdið töluverðu upphlaupi á Sunnmæri. En Hustadnes og fleiri ætla þó engan veginn að hafa þetta endalyktirnar, hvernig sem úr rætist fyrir þeim. Ætli það verði ekki með gull Búa digra eins og silfur Egils, sem hann átti að hafa fólgið uppi í MosfeUs- sveit, að það muni ákaÐega seint koma fram. Anders Hustadnes verður ekki skekinn af sinni kenningu um gullið og vill tnirn varlega mark á Snorra. SAGNIRNAR UM BUA OG GULLKISTURNAR Sá kafU Olafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu Snorra, sem Anders Hustadnes vill bera brigöur á lýtur aö lýsingu á vettvangi Jómsvíkinga- orrustu en um upphaf hennar segir svoíHeinskringlu: , Jlákon jarl og Eiríkur jarl sonur hans lágu í HaUKelsvík. Var þar saman kominn her þeirra allur. Höfðu þeir þá spurt, að Jóms- víkingar höföu lagt utan að Höð. Réru þá jarlar sunnan að leita þeú-ra. En er þeir koma, þar sem heitir Hjörungvogur, þá finnast þeir. Skipa þá hvorirtveggja Uöi sínu tU atlögu. — I Jómsvíkingasögu, sem Olafur HaUdórsson bjó tU prentunar (útgefin 1969), er staöháttum lýst nánar: „. . . í austur horfir botninn á Hjörungavogi, en mynnið í vestur. Þar standa og út á voginum steinar þrir er heita Hjörungar, og er einn þeirra nokkuru mestur, og er við þá steina vogurinn kenndur. En sker Uggur inn á voginum miðjum, og er jafnlangt tU lands á aUa vega frá skerinu, bæði inn á vogsbotninn og út tveim megin gagnvert... ” Um örlög Búa digra Vésetasonar (hins danska á Borgundarhólmi) og gullsins er svo sagt frá í lýsingu á Jómsvíkingaorrustu, eins og hún birtist í samantekt Olafs Hall- dórssonar: „Og nú í því biU er Sigvaldi hafði frá flotanum leyst skip sitt og hann kallar á þá Búa og Vagn, þá hleypur Þorkell miðlangur af skipi sínu og á skipið Búa og höggur þegar til Búa, og ber þetta nú aUbráöum. Hann höggur af honum vörina og hökuna alla niður í gegnum, svo að þáö féU þegar niður í skipiö, og fuku tenn- umar úr Búa við höggviö það er hann fékk. Þá mælti Búi er hann fékk sárið: „Versna mun hinni dönsku þykja aö kyssa oss,” segir hann, „í Borgundarhólmi, þótt vér kæmum enn þangaö þessu næst.” Búi höggur í mót til Þorkels, en hált var á skipinu er blóöugt var, og fellur hann Þorkell í skjaldrimina er hann vUdi forða sér við högginu, og kömur nú höggið á hann miðjan Þorkel, og höggur Búi hann í sundur í tvo hluti út viö skipsborðiö. Og þegar eftir þetta, þá tekur Búi guUkistur sínar í sína hönd hvora og hleypur síðan fýrir borð meö kisturnar báðar, og kömur hvorki upp síðan svo að merui sæi, kisturnar néhann. Það segja sumir menn, þá er Búi sté uppp á borðið og ætlaöi að ganga fyrir borð, sem hann gerði síðan, að hann hafi mælt þessum orðum: „Fyrir borð alUr Búa Uðar,” segir hann, og þá stígur hann fyrir borðið.” — Þetta er nú aUur leiðarvísirinn í stuttu máli sagt sem þeir Sunnmær- ingar hafa til þess að reyna að finna guUkistur Búa digra. Sagan geymir einnig nokkra munnmælalýsingu á gulUnu og hvemig þaö var komiö í hendur Búa sem rænt hafði því að Strút-Haraldi jarli sem réð fyrir Sjólöndum (Skáni). Hann virðist hafa átt gnótt af hinum dýra málmi sem sést meðal annars af þeirri lýsingu að hann átti hött einn þann „er strútur var á mikUl. Hann var af brenndu gulU görr og svo mikiU, að hann stóð tíu merkur gulls, og þaðan af fékk hann þaðnafn.....” Ef sögulýsingin á jarli þessum er höfð tU hliðsjónar þá er ekki óeðli- legt, að honum hafi safnazt gull. Það Iá honum ekki svo laust í hendi því að hann var nízkur, svo nízkur að hann tímdi ekki aö gera út syni sína, Sigvalda (síðar aðalhöfðingja Jóms- víkinga) og Þorkel háva, þegar þá fýsti tU Jómsborgar að ganga í liö Þessa teikningu gerði listamaðurinn Christian Krohg af JómsvUdngaorrustu og gjömingaéUnu sem JómsvUdngar þurftu að sækja gegn, en það réð úrslitum í orrustunni. Sagt er að Hókon jarl hafi fómað syni sínum sjö vetra, Erling að nafni, tU þess að fá flögðin Þorgerði Hörðatröil og Irpu tU liðs við sig i bardaganum. víkinga. Urðu þeir að afla sér skipa, mannafla og nestis sjálfir tU ferð- arinnar. Það var einmitt í öflun nestis og farareyris sem þeir rændu eitt ríkasta bú Véseta á Borgundar- hólmi, fööur Búa digra og Sigurðar kápu. Ekki tímdi Strút-Haraldur heldur að bæta Véseta þessa grip- deild jarlssona og spunnust út af deilur. Þeir Vésetasynir bættu sér þá sjálfir upp það tjón sem jarlssynir höfðu gert í föðurgarði þeirra. Nefni- lega með því að ræna okkur bú Strút — Haraldar. I þeim ránum komst Búi yfir tvær gullkistur jarisins og hermir sagan að í hvorri kistunni hafi verið tíu hundruö marka gulls. Þær fylgdu honum síðan allt til örlagadagsins í Hjörungavogi. Ef miðað er við að ein mörk gulls sé 214 grömm má gamna sér við að umreikna gullið til verðmætis í dag árið 1982 — næstum eitt þúsund árum eftir Jómsvíkingarorrustu. Á gullmarkaðnum í London fyrir helgi var úsnan á 341,25 Bandaríkjadali en únsa er rúmlega 31 gramm. Með ein- faldri margföldun og umreiknað á gengi ferðamanna (víkinga nútímans) fæst út summa upp á tæpar 52 milljónirnýkróna.En það er að vísu verð á gulli sem er svo hreint aðþaöerað999hlutum (af 1000) ekta gull. Ekki hefur gull þeirra vikinganna verið neitt nándar nærri svo skír málmur. Og lygilegt er það að 214 kg gulls hafi verið í hvorri kist- unni því að þótt Búi digri hafi hlotia viöumefni. Z" ai preklegum vexti, „verið garpur hinn mesti í alla staði. ... og svo sterkur að menn vissu ógerla afl hans”, þá er afar mikiö á menn lagt að trúa því að hann hafi farið svo léttilega með 428 kg gulls, plús kistuumbúnaöur, plús öll her- tygi að sjálfsögðu og guð má vita hvað meir. Ekki er þá að undra að „hvorki kom upp síðan, svo að menn sæi, kisturnar eða Búi”, eftir að hann hvarf fyrir borö. Nú er það enda viðurkennt að Jómsvíkingasaga sé ekki ýkja áreiðanleg heimild og sumir sagna- ritarar hennar taka þaö skýrt fram að sumt í henni sé haft eftir „sögn manna”. I áðurnefndri bók Olafs Halldórssonar er í lokin vitnað í slík munnmæli . . . að Búi hafi að ormi oröið og lagzt á gullkistur sínar, en vér hygg jum það til þess haft vera að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.